Rannsókn Ríkisendurskoðunar er nauðsynleg.

Þótt öll vandræðin í framkvæmd framleiðslunnar hjá United Silicon séu dregin frá, blasir við, að allt frá byrjun var þetta fyrirtæki alls ekki í stakk búið til að uppfylla jafn einfaldlega hluti og að standa í skilum við verktaka og opinbera sjóði, sem samið var við.

Þarna vantar milljarða.

Og jafn einfalt og augljóst atriði og það, hvort húsið ætti að vera 15 metrum hærra en tilskilið var, klúðraðist.

Hverju er um að kenna að svona lausung skyldi viðgangast? 


mbl.is Vill fá úttekt á máli United Silicon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.5.2013:

Skipulagsstofnun: Kísilver í Helguvík þarf 130 MW þegar það er komið í fulla stærð, sjá bls. 4


Norðurál:
"Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð."

Álver í Helguvík þyrfti því
um fimm sinnum meiri raforku en kísilver á sama stað.

Og samtals þyrftu álverið og kísilverið 755 MW.

Steini Briem, 14.5.2014

Þorsteinn Briem, 4.9.2017 kl. 02:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar.

Afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði."

Þorsteinn Briem, 4.9.2017 kl. 02:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nýjar virkjanir á Suðurlandi:

Skrokkölduvirkjun 35 MW,
Hvammsvirkjun 82 MW,
Holtavirkjun 53 MW,
Urriðafossvirkjun 130 MW,
Hágönguvirkjun, 1. áfangi 45 MW,
Hágönguvirkjun, 2. áfangi 90 MW,
Búðarhálsvirkjun 95 MW.

Samtals um 530 MW.


Háhitasvæði á Reykjanesskaga:


Eldvörp 50 MW,
Sveifluháls 50 MW,
Gráuhnúkar 45 MW,
Hverahlíð 90 MW,
Meitillinn 45 MW,
Sandfell 50 MW,
Reykjanes 50 MW,
Stóra-Sandvík 50 MW.

Samtals um 430 MW.

Og engan veginn víst að allar þessar virkjanir komist í gagnið að einhverju eða öllu leyti.

Og álver verður ekki reist á Húsavík.

Steini Briem, 21.11.2012

Þorsteinn Briem, 4.9.2017 kl. 02:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.3.2012:

"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."

"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."

Þorsteinn Briem, 4.9.2017 kl. 02:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon veitti margra milljarða króna ívilnanir vegna kísilvers á Húsavík sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, segir nú að verði einnig að gilda fyrir álver í Helguvík.

Steini Briem, 4.9.2013

Þorsteinn Briem, 4.9.2017 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband