Stuðpúðastefna Kínverja og Rússa.

Lega Norður-Kóreu er aðalástæðan fyrir því ástandi sem þar ríkir. Landið á löng landamæri að Kína og norðausturhorn þess er skammt frá Vladivostok, sem er aðalhöfn Rússa við Kyrrahaf. 

Vladivostok hefur svipaða þýðingu fyrir Rússa og Sevastopol hefur við Svartahaf. 

Hvorki Kínverjar né Rússar telja sig geta tekið þá áhættu að Norður-Kórea falli í hendur annarra en kommúnista, því að landið er skoðað sem "stuðpúði" við hin öflugu ríki bandamanna Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Japan. 

Allt frá 1949 hafa ráðamenn í Norður-Kóreu verið erfiðir bandamenn Kínverja og Rússa og farið sínu fram í hættulega miklum mæli. 

"Stuðpúðastefnan" er gamalkunn. Yfirráð kommúnista yfir Austur-Evrópu í Kalda stríðinu voru grundvölluð á henni í ljósi svika Hitlers og innrásar hans í Sovétríkin 1941. 

Í samningum Michaels Gorbatjofs og George Bush eldri, síðast á fundi þeirra á Möltu, var sæst minnlega á mildari stuðpúðastefnu, sem byggjast skyldi á því að Rússar fengju því framgengt að ráða því hve langt NATO og ESB gætu teygt sig.

Helstu nágrannaríki Rússa reyndu skiljanlega að tryggja öryggi sitt með því að ganga í bæði þessi samtök og tókst furðu mörgum þeirra það á þeim tíma sem Rússland var afar veikt efnahagslega og stjórnmálalega.  

Nýjasta sprengja Norður-Kóreumanna er talin hafa verið 120 kílótonn, sjö sinnum öflugri en sprengjan sem var varpað á Híróshima. 

Stefna Norður-Kóreumanna er svipuð og stefna Ísraelsmanna, sem komu sér upp kjarnorkuvopnabúri til að efla stöðu sína og búa yfir fælingarmætti gagnvart óvinveittum nágrönnum. 

Munurinn er sá, að Ísraelsmenn hafa látið sér nægja að nágrannarnir vissu þetta í raun, þótt það væri leyndarmál. 

Enn einn vandinn varðandi Norður-Kóreu er sá, að þjóðin er heilaþvegin og lítur á Kim Jong-un sem guð, rétt eins og Japanir litu á keisara sinn Hirohito 1945. 

Bandaríkjamenn áttuðu sig á þessari sérstöðu 1945 og hrófluðu ekki við Hirohito, heldur sannfærðu hann um að hann yrði að taka af skarið varðandi uppgjöf fyrir bandamönnum. 


mbl.is Segja N-Kóreu flytja langdræga eldflaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í samningum Michaels Gorbatjofs og George Bush eldri, síðast á fundi þeirra á Möltu, var sæst minnlega á mildari stuðpúðastefnu, sem byggjast skyldi á því að Rússar fengju því framgengt að ráða því hve langt NATO og ESB gætu teygt sig."

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 6.9.2017 kl. 15:48

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine-European Union relations

Þorsteinn Briem, 6.9.2017 kl. 15:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt Úkraína vilji fá aðild að annars vegar Evrópusambandinu og hins vegar NATO fengi það ekki aðild strax í fyrramálið.

Serbía sótti til að mynda um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 og Tyrkland hóf aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2005.

Þar að auki þurfa öll Evrópusambandsríkin að samþykkja aðild nýrra ríkja að Evrópusambandinu og engan veginn víst að þau samþykki öll aðild til að mynda Tyrklands að sambandinu, enda þótt samningar tækjust einhvern tímann um aðildina.

Þorsteinn Briem, 6.9.2017 kl. 15:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ukraine has a close relationship with NATO and has declared interest in eventual membership."

En það er ekki þar með sagt að Úkraína fái einhvern tímann aðild að NATO, hvað þá á meðan borgarastyrjöld er austast í landinu.

Þorsteinn Briem, 6.9.2017 kl. 15:57

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.

Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.

Og Úkraína á landamæri að Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, sem öll eru bæði í Evrópusambandinu og NATO.

Úkraína er sjálfstætt ríki sem þarf ekki að spyrja Kremlarherra að því frekar en Lettland og Eistland hvort það megi ganga í NATO og Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 6.9.2017 kl. 16:01

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process."

Þorsteinn Briem, 6.9.2017 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband