Handhæg millistig í orkuskiptunum.

Þótt rafbílar eða bílar sem brenna ekki mengandi jarðefnaeldsneyti séu æskilegt takmark, hafa þeir sín takmörk, þegar kemur að því að fólk kaupi þá. 

Kostirnir liggja í augum uppi en ókostirnir eru takmarkað drægi og tafir við hleðsðu. 

Einni hafa ekki allir efni á því að festa kaup á rafbíl. 

En segjum að það sé leið númer eitt.  Hverjar eru þá aðrar leiðir?

Það er hægt að fara fleiri leiðir til að minnka kolefnisfótsporið verulega. 

Leið 2.  

Hún er sú að festa kaup á svonefndum tengiltvinnbílum, en þeir eru bæði með rafmótor og hreyfil knúinn jarðefnaeldsneyti og komast það langt á rafhleðslunni, að það dugar fyrir venjulegan daglegan akstur í þéttbýli. Ef aksturinn er óvenju langur eða ef farið er lengra en um það bil 30 kílómetra, er hægt að skipta yfir á jarðefniseldsneytið á keyrslu. 

Leið 3. 

Hún er algengust í Noregi, sem er í forystu í þessum efnum og byggir á að bílarnir á heimilinu séu tveir, venjulegur bíll og rafbíll. Í Noregi er reynslan sú að rafbíllinn verður aðalbíllinn á heimilinu. En það eru ekki allir sem hafa efni á þeirri fjárfestingu sem felst í þessari leið. 

Leið 4. 

Rafreiðhjól og venjulegur bíll. Rafreiðhjól er ódýr kostur, kostar yfirleitt frá 160 til 400 þúsund. En þessi leið þýðir það sama og leið 2, að allar ferðir utan þéttbýlis eru farnar með því að nota jarðefnaeldsneyti. 

Leið 5. 

Að eiga þrjú farartæki;  -  rafreiðhjól, létt 125cc vespuvélhjól, sem nær þjóðvegahraða,  og venjulegan bíl. Rafreiðhjólið er notað sem mest innanbæjar, en ef það þarf að fara hraðar yfir eða lengra, - ´eða að hafa talsverðan farangur með sér, er gripið í vespuvélhjólið, sem kostar um hálfa milljón króna nýtt, þannig að fyrir þann sem ekki er nægilega efnaður til að eiga rafbíl, er þetta, hvað mína reynslu varðar, álitlegur kostur. Á því ári sem ég hef reynt þessa leið fyrir mín not, hef ég ekið vespuhjólinu 9000 kílómetra, meirihlutann utan þéttbýlis, rafreiðhjólinu 2000 kílómetra og bíl 4000 kílómetra.  


mbl.is Audi tvinnbílar renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ef aksturinn er óvenju langur eða ef farið er lengra en um það bil 30 kílómetra, er hægt að skipta yfir á jarðefniseldsneytið á keyrslu."

Það væri nú ekki gott ef hleðslan dygði einungis í 30 kílómetra akstur.

Þorsteinn Briem, 8.9.2017 kl. 19:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er fjöldinn allur af einkabílum eingöngu notaðir á höfuðborgarsvæðinu, enda tveir bílar á mörgum heimilum.

Og einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Steini Briem, 25.9.2016

Þorsteinn Briem, 8.9.2017 kl. 19:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2015


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 8.9.2017 kl. 19:34

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2016:

"Hægt væri að skipta út allt að 87% banda­rískra bíla með ódýr­um raf­magns­bíl­um jafn­vel þó að öku­menn þeirra gætu ekki hlaðið þá yfir dag­inn.

Þetta er niðurstaða rann­sak­enda við MIT-há­skóla og Santa Fe-stofn­un­ina sem könnuðu akst­urs­hegðun Banda­ríkja­manna og ýmsa þætti sem hafa áhrif á drægi raf­bíla."

Óttinn við drægi rafbíla ofmetinn

Þorsteinn Briem, 8.9.2017 kl. 19:36

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar um fjögur þúsund kWst raforku á ári.

Raforka vegna rafbíls á heimilinu er minni en þriðjungur af þeirri notkun.

Einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Og öll h
eimili nota einungis 5% raforkunnar hér á Íslandi.

Steini Briem, 29.4.2017

Þorsteinn Briem, 8.9.2017 kl. 19:39

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2017:

""Ég held að við þurfum ekki að reisa eina einustu virkjun.

Það sem rafbílar taka er mjög lítið og spá segir okkur að innan 15-20 ára verði komnir hundrað þúsund rafbílar í landinu.

Þessir bílar þurfa ekki nema 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í landinu í dag og til að fullnægja því höfum við 10-15, jafnvel 20 ár.

Þannig að við þurfum í rauninni ekki að virkja neitt til að skipta yfir í rafmagn í umferðinni," segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur."

Þarf ekki nýjar virkjanir fyrir rafbílavæðinguna segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 8.9.2017 kl. 19:40

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundraða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 8.9.2017 kl. 19:43

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.4.2017:

"Þegar bíla­sala fyr­ir janú­ar og fe­brú­ar í ár í Nor­egi var gerð upp kom í ljós að nokkuð jafnt er á með raf- og tvinn­bíl­um ann­ars veg­ar og bíl­um með bruna­vél hins veg­ar hvað vin­sæld­ir varðar.

Hrein­ir raf­bíl­ar voru 35,5% af sölu nýrra bíla fyrstu tvo mánuði árs­ins og sé tvinn­bíl­um bætt við er hlut­fall vist­vænu bíl­anna 49,6% af ný­skrán­ing­um."

Hreinir rafbílar rúmlega þriðjungur af sölu nýrra bíla í Noregi

Þorsteinn Briem, 8.9.2017 kl. 19:54

9 identicon

Þú gleymir að fólk þarf að "LIFA" horfðu á Clarkson í TopGear setjast í 50 ára Jaguar. Fólk á hans aldri er flest sest fyrir frama sjónvarpið og vonar að maðurinn með ljáinn komi sem fyrst meðan hann líkt og þú er enn að finna sér eitthvað til að fagna.

Grímur (IP-tala skráð) 8.9.2017 kl. 20:03

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur hvers einkabíls í Noregi er væntanlega ekki minni en á Íslandi.

"Einkabílaeign á Íslandi hefur alla jafna verið mun meiri en í nágrannalöndunum, líkt og kemur fram í tölum Alþjóðabankans frá árinu 2008.

Á Íslandi var þá 661 bíll á þúsund íbúa en sambærileg tala í Noregi var 461 og í Danmörku 337."

Þorsteinn Briem, 8.9.2017 kl. 20:32

11 identicon

Leið 6, sem er leiðin sem ég hef valið. Bíll sem ég nota utanbæjar og svo fótstigið reiðhjól sem ég nota innanbæjar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.9.2017 kl. 21:51

12 identicon

En minnka rafbílar kolefnissporið svo mikið? Er ekki skv. opinberum og alþjóðlegum gögnum heilmikið af raforku á Íslandi framleitt með kolum?

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 8.9.2017 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband