Ekki bæði haldið og sleppt.

Ferðamannabyltingin hér á landi síðan 2010 hefur kostað vaxtarverki, svo mikil breyting hefur á orðið á mörgum svæðum, þar sem fámenni og friðsæld höfðu ríkt en síðan skall á flóðbylgja ferðafólks, sem rauf friðinn og setti nátúruverðmæti í stórhættu. 

Allt þjóðlíf og þjóðarhagur nýtur nú góðs af margföldum gjaldeyristekjum, en á sama tíma er ekki hægt að láta eins og ekkert hafi breyst varðandi þörfina á að verja náttúruverðmætin og stjórna umferðinni, þar sem hún er allra mest. 

Aðrar þjóðir hafa gert þetta á mörgum hliðstæðum stöðum og svæðum og við berum ábyrgð á á okkar fagra landi og eigum að læra af reynslu annarra þjóða. 

Það verður ekki bæði haldið og sleppt, að taka á móti peningaflóðinu en kosta engu á móti til þess að verja ómetanleg verðmæti og treysta innviði. 

Ögmundi Jónassyni list ekkert á gjaldtökumálin í blaðagrein, og dæmin, sem hann nefnir, bera mörg þess merki að ætlunin sé að græða beint á gjöldunum. 

Á einum staðnum eru eigendur að byrja að skipta gróðanum á milli sín. 

Í landi einkaframtaksins, Ameríku, er ekki hugsað þannig, heldur gjaldtakan mjög hófleg og jafnvel svo lág, að tap sé á rekstrinum. 

Rekstur og viðhald þjóðgarðakerfisins byggir á framlögum úr ríkissjóði Bandaríkjanna sem tryggir viðhald þjónustu og náttúruverðmæta svo að þjóðarsómi og viðskiptavild sé að. 

 

 

 


mbl.is Kominn tími á aðgangsstýringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er enn verið að selja aðgang að Kerinu í Grímsnesi sem klíka lögfræðinga í Reykjavík á?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 14:43

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú er þjóðin einmitt farin að gera þetta "eitthvað annað" sem margir pólitíkusar hafa í áratugi mælt með til þess að hlífa viðkvæmu landinu við örfáum staðbundnum stóriðjuverum.

Kolbrún Hilmars, 9.9.2017 kl. 14:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park


"Hann var það
, Steini, þegar ég kom þangað 2008."

Ómar Ragnarsson
, 20.3.2013

Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 14:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Steini Briem, 29.2.2016

Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 15:12

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mars 2015:

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Í ferðaþjónustunni eru 69% starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 15:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 15:23

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 15:24

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 15:31

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.5.2107:

Starfsmönnum álversins í Straumsvík fækkað um eitt hundrað á nokkrum árum í 380

7.8.2015:

"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."

"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."

Steini Briem, 5.3.2016:

Vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.

Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.

Og álverið í Hafnarfirði er ekki rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.

27.4.2017:

"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um 1,5 milljarða króna arðgreiðslu til ríkisins."

10.4.2013:

"Á aðal­fundi Lands­virkj­un­ar í dag var samþykkt til­laga stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins um arðgreiðslu til eig­enda, þ.e. rík­is­sjóðs, að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna fyr­ir árið 2012.

Lands­virkj­un greiddi 1,8 millj­arða í arð í rík­is­sjóð í fyrra [2012] en fyr­ir­tækið greiddi eng­an arð í fjög­ur ár þar á und­an [2008-2011]."

Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 15:32

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini, ég efast ekki um að þú hefur tölurnar á hreinu, en varðandi raforkunotkun; hver er þörfin fyrir 2 milljónir ferðamanna (plús 20 þús innflutta þjóna) miðað við - segjum td eina kísilverksmiðju?

Kolbrún Hilmars, 9.9.2017 kl. 15:39

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.8.2017:

Erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 15,2% í júlí - Frá áramótum hafa 1,2 milljónir erlendra ferðamanna komið til landsins, um þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra

Erlendum ferðamönnum sem dvelja á Íslandi á veturna hefur einfaldlega fjölgað mun meira en þeim hefur fjölgað sem dvelja á landinu á sumrin, þannig að fjöldinn dreifist nú mun betur yfir árið en áður.

Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 15:51

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... varðandi raforkunotkun; hver er þörfin fyrir 2 milljónir ferðamanna (plús 20 þús innflutta þjóna) miðað við - segjum td eina kísilverksmiðju?"

Raforkuvinnsla á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin á Íslandi sú mesta í heiminum á mann en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

10.5.2013:

Skipulagsstofnun: Kísilver í Helguvík þarf 130 MW þegar það er komið í fulla stærð, sjá bls. 4

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 237. sæti:

Röð landa eftir þéttleika byggðar

Ef 2 milljónir erlendra ferðamanna dvelja á Íslandi á einu ári og að meðaltali í eina viku hver og einn væru þeir um 38 þúsund að meðaltali á degi hverjum og gætu því þurft raforku á við um 11% þeirra sem búa á Íslandi, þar sem þeir eru nú um 340 þúsund.

Heimili nota um 5% allrar raforku á Íslandi og nota því hugsanlega um tíu sinnum meiri raforku en 2 milljónir erlendra ferðamanna á Íslandi myndu nota, sem væri þá um 0,5% af allri raforkunotkun á Íslandi.

Þar að auki greiða heimilin og erlendir ferðamenn mun hærra verð fyrir raforkuna en stóriðjan, sem notar um 77% af allri raforku á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 16:54

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

OK, nú hefur þú birt tölur um raforkuþörfina "inn" en hvað með allt hitt sem hver maður þarf "inn" (vatn,matur)?  Og þá kemur að "út".  Kostnaði við holræsi og losunaraðstöðu, því auðvitað er hver maður í sjálfu sér eins og lítil efnaverksmiðja.

Kolbrún Hilmars, 9.9.2017 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband