Disney spáði plastbyltingu, - en ekki þessu afbrigði.

Þegar Walt Disney var hvað afkastamestur í gerð kvikmynda og skemmtigarðsins Disneylands var hann ákafur aðdáandi plastsins, sem þá var að ryðja sér til rúms. 

Hann lét meira að segja gera hús þar sem allt var úr plasti, jafnt húsið sjálft sem allt inni í því. 

Með þessu vildi Disney vera í fararbroddi í allsherjar plastbyltingu. 

Það tókst að stærstum hluta. 

Plastið er bókstaflega alls staðar, og til dæmis er flest innan í bílum úr plasti á einn eða annan veg. 

Disney trúði eins og títt var um Bandaríkjamenn að gersamlega tæknivædd veröld mynd færa mannfólkinu mesta hamingju. 

Þeim mun meira af framleiddum iðnaðarvörum og vélknúnum þægingum, því betra. 

Hann sá hins vegar ekki fyrir, að með tímanum yrði þessi mikla og gagngera bylting að andhverfu sinni hvað varðaði áhrif þess á umhverfið, bæði líkamlega og andleg. 


mbl.is Örplast í sjávarsalti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margt er hér nú Disneys drasl,
dót á tvist og basti,
ekkert er hjá Barbie basl,
brjóst öll nú úr plasti.

Þorsteinn Briem, 10.9.2017 kl. 02:47

2 identicon

We are not drowning in disposable plastic, we are drowning in ignorance. The persistence of ignorance, despite a wealth of information. Plastic, „Kunststoff“, synthetic material, is one of the greatest discovery in chemistry.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2017 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband