Það er hægt að kaupa annað en Teslur.

Það er rétt hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, að það geta ekki allir keypt Teslur til þess að geta ekið 400 kílómetra. Raunar er þessi vegalengd við raunaðstæður á Íslandi talsvert lægri. 

Og Tesla er lúxusbíll, sem ekki er á færi venjulegs meðaljóns að kaupa. 

Þar með snýst spurningin ekki um Teslu eða ekki Teslu, heldur um það hvort hægt sé að fara aðrar leiðir en að kaupa miklu ódýrari rafbíla en Teslur í stað bíla sem knúnir eru jarðefnaeldsneyti.Renault Zoe

Einnig má athuga hvort enn aðrar leiðir séu færar. 

Ódýrustu rafbílarnir, eru margir að fá aukna drægni og myndin er af Renault Zoe, sem er með með meira en 200 kílómetra drægni við okkar aðstæður.

Svona bílar eru á svipuðu verði og álíka stórir bensín- og dísilbílar þannig að varðandi þá er spurningin fólgin í því hvort fjárhagslega sé hægt að vera með tvo bíla á heimilinu og nota bensínbílinn í þeim ferðum þar sem rafbíllinn hentar verr, oftast í lengri ferðum um þjóðvegakerfið. Í Noregi er rafbíllinn langoftast númer eitt á heimilinu og notaður sem allra mest. 

Á bílasölumarkaði er mikið úrval að finna af ódýrum eldri bensín- eða dísilknúnum bílum. 

Einnig hef ég lýst þeirri leið að eiga létt og ódýrt 125cc vespuvélhjól sem getur farið á þjóðvegahraða um allt land með broti af eyðslu bensínbíls, og jafnframt bíl til nota, þar sem vélhjólið nýtist ekki. 

Í viðbót eða í staðinn fyrir vespuhjólið mætti eiga rafreiðhjól til innanbæjarferða. 

 


mbl.is „Það geta ekki allir keypt Teslur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Undan farin ár hefur markvisst verið unnið að sameiningu sveitarfélaga, fækkun sjúkrahúsa og fleira í þeim dúr, allt í nafni hagræðingar. Þetta hefur orðið til þess að landsbyggðafólk þarf nú að sækja sífellt meiri þjónustu um lengri leið en áður og suma hennar til höfuðborgarinnar, s.s. sérhæfða sjúkraþjónustu. Landsbyggðafólk hefur því þurft að sætta sig við mjög aukinn akstur en áður.

Hvort rafbílar dragi 200 kílómetra við bestu aðstæður, eða jafnvel meira, dugir það fæstu af þessu fólki. Það þarf lengri og öruggari drægi, jafnvel þó hleðslustöðvum verði fjölgað. Fólk sem þarf að taka sér frí frá vinnu, eða ráða afleysingar til sjá um bú sín, til að geta sótt sér þá þjónustu sem það þarf, oft um langan veg, hefur ekki tíma til að stoppa í tíma og ótíma til að hlaða bíla sína. Fyrir það er tíminn peningar.

Margt af þessu fólki þarf að aka daglega lengri veg til vinnu en drægi rafbíla leyfir og í fjölda tilfella er þar um að ræða bæði hjón, sem þurfa að fara í sitt hvora áttina. Fyrir það væri rafbíllinn þriðji bíll á heimili, einungis nothæfur til heimsókna til nágranna, á kvöldin og um helgar. Nokkuð dýrt sport!

Staðreyndin er einföld, enn er ekki runnin upp sá tími að rafbílar geti leyst af bíla með sprengimótor. Sá tími mun auðvitað koma og vonandi að innviðauppbygging verði þá tilbúin, nægt rafmagn og öflugt dreifikerfi. Þar til svo verður er útilokað að hegna þeim sem vegna búsetu geta ekki valið sér rafbíl.

Hækkun skatts á eldsneyti er hreinn og tær landsbyggðaskattur.

Og í guðanna bænum hættu að tala um vespur sem einhverja lausn, Ómar. Það getur átt við um þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu, en fyrir landsbyggðafólk er þetta fráleit lausn. Þó þú hafir ekið hringinn kringum landið á slíku farartæki, er ljóst að þú myndir ekki treysta þér til að sækja daglega vinnu um langan veg á þjóðvegum landsins á slíku farartæki, í öllum þeim veðrum sem okkur Íslendingum er boðið upp á!!

Gunnar Heiðarsson, 14.9.2017 kl. 20:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Noregur væri mun minna land en Ísland og þar væru allar aðstæður allt öðruvísi en á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 14.9.2017 kl. 20:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.4.2017:

"Þegar bíla­sala fyr­ir janú­ar og fe­brú­ar í ár í Nor­egi var gerð upp kom í ljós að nokkuð jafnt er á með raf- og tvinn­bíl­um ann­ars veg­ar og bíl­um með bruna­vél hins veg­ar hvað vin­sæld­ir varðar.

Hrein­ir raf­bíl­ar voru 35,5% af sölu nýrra bíla fyrstu tvo mánuði árs­ins og sé tvinn­bíl­um bætt við er hlut­fall vist­vænu bíl­anna 49,6% af ný­skrán­ing­um."

Hreinir rafbílar rúmlega þriðjungur af sölu nýrra bíla í Noregi

Þorsteinn Briem, 14.9.2017 kl. 20:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur hvers einkabíls í Noregi er væntanlega ekki minni en á Íslandi.

"Einkabílaeign á Íslandi hefur alla jafna verið mun meiri en í nágrannalöndunum, líkt og kemur fram í tölum Alþjóðabankans frá árinu 2008.

Á Íslandi var þá 661 bíll á þúsund íbúa en sambærileg tala í Noregi var 461 og í Danmörku 337."

Þorsteinn Briem, 14.9.2017 kl. 20:57

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2016:

"Hægt væri að skipta út allt að 87% banda­rískra bíla með ódýr­um raf­magns­bíl­um jafn­vel þó að öku­menn þeirra gætu ekki hlaðið þá yfir dag­inn.

Þetta er niðurstaða rann­sak­enda við MIT-há­skóla og Santa Fe-stofn­un­ina sem könnuðu akst­urs­hegðun Banda­ríkja­manna og ýmsa þætti sem hafa áhrif á drægi raf­bíla."

Óttinn við drægi rafbíla ofmetinn

Þorsteinn Briem, 14.9.2017 kl. 20:58

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2015


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 14.9.2017 kl. 20:59

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2017:

"Orka nátt­úr­unn­ar (ON) og N1 ætla í sam­ein­ingu að reisa hlöður fyr­ir raf­bíla meðfram helstu þjóðveg­um lands­ins.

Stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna hafa skrifað und­ir sam­komu­lag um að hlöður ON rísi á af­greiðslu­stöðvum N1 víðs veg­ar um landið.

ON hef­ur þegar reist þrettán hlöður fyrir rafbíla í sam­starfi við ýmsa aðila, þar á meðal N1."

"ON hef­ur einnig aukið mjög upp­lýs­inga­gjöf til raf­bíla­eig­enda með út­gáfu smá­for­rits­ins ON Hleðsla fyr­ir Android og iP­ho­ne.

ON Hleðsla veit­ir meðal ann­ars upp­lýs­ing­ar um vega­lengd í næstu hlöðu, hvar hún er, hvaða hleðslu­búnaður er í henni og hvort hún er laus eða upp­tek­in.

Í til­kynn­ingu seg­ir að N1 reki 95 stöðvar á landinu og þar með víðtæk­ustu þjón­ustu hér landi fyr­ir bif­reiðaeig­end­ur."

"Um 20 mín­út­ur tekur að hlaða raf­bíl og mik­il­vægt fyr­ir öku­mann og farþega að geta slakað á í nota­legu um­hverfi og fengið sér kaffi­bolla eða aðra hress­ingu á meðan bíll­inn er í hleðslu."

Orka náttúrunnar (ON) og N1 með hleðslustöðvar fyrir rafbíla við þjóðvegi landsins

Þorsteinn Briem, 14.9.2017 kl. 21:06

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.3.2017:

"Vegna árs­ins 2016 styrkti Orku­sjóður sex aðila um 66,7 millj­ón­ir króna til að setja upp sautján hraðhleðslu­stöðvar og þrjár minni á eft­ir­töld­um stöðum:

Skjöldólfs­stöðum, Bláa lón­inu, Land­eyja­höfn, Vest­manna­eyj­um, Eg­ils­stöðum, Höfn, Staðarskála, Fá­skrúðsfirði, Djúpa­vogi, við Jök­uls­ár­lón, í Skafta­felli, Kirkju­bæj­arklaustri, Vík, Hellu, Flúðum, Geysi í Hauka­dal, Hvera­gerði, Blönduósi, Varma­hlíð og Reykja­hlíð.

Vegna árs­ins í ár hafa tíu aðilar verið styrkt­ir um 66 millj­ón­ir króna til að setja upp sextán hraðhleðslu­stöðvar og tvær minni:

Garðabær, Hafn­ar­fjarðarbær, Isa­via, N1, Olíu­versl­un Íslands, Orka nátt­úr­unn­ar (ON), Orku­bú Vest­fjarða, Reyk­hóla­hreppur, Skelj­ungur og Vist­orka.

Loks hef­ur Orku­sjóður ákveðið að styrkja tólf aðila til að setja upp níu hraðhleðslu­tæki og 58 minni.

Þar af er Reykja­vík­ur­borg styrkt til upp­setn­ing­ar á þrjátíu minni hleðslu­staur­um víðs veg­ar um borg­ina.

Sex hraðstöðvarn­ar af níu verða sett­ar upp í Reykja­vík á veg­um Orku nátt­úr­unn­ar, Olíu­versl­un­ar Íslands og Skelj­ungs.

Á þessu loka­ári styrkt­ar­verk­efna Orku­sjóðs verða auk þessa sett­ar upp tólf hleðslu­stöðvar víða á Aust­ur­landi, ein í Grinda­vík, þrjár í Mos­fells­bæ, á Húsa­felli, Reyk­holti, við Selja­lands­foss, í Norðurf­irði á Strönd­um, þrjár á Sel­fossi, ein á Stokks­eyri, Eyr­ar­bakka, Raufar­höfn, við Detti­foss, á Laug­um, Skaga­strönd og Dal­vík."

Þorsteinn Briem, 14.9.2017 kl. 21:08

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Á milli Dalvíkur og Akureyrar eru
til að mynda 44 kílómetrar, eða 88 kílómetrar báðar leiðir, og því engin þörf á að hlaða fullhlaðinn bíl á öðrum hvorum staðnum áður en ekið er til baka.

Tafla yfir ýmsar leiðir - Vegagerðin

Þorsteinn Briem, 14.9.2017 kl. 21:23

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef einfaldlega notað þetta Honda PCX vespuhjól allar vikur ársins og af 9000 km akstri fyrsta árið ekið henni alls 6000 kílómetra á þjóðvegunum á öllum árstímum í allt að sjö stiga frosti, ekki bara þessa hringi um landið, sem voru alls 3300 kílómetrar, heldur farið á henni í einstökum erindagjörðum, frá Reykjavík til Gilsfjarðar, Reykjavík til Siglufjarðar, Reykjavík til Selfoss, Reykjavík til Grímsborga, Reykjavík til Sólheima, frá Reykjavík um Nesjavallahringinn tvívegis, Reykjavík til Akraness tvívegis o. s. frv.

Þess má geta að ég fór af stað í ferðina til Siglufjarðar á þessu vespuhjóli að morgni dags, rak erindi á Sigló í tvo tíma og kom til baka til Reykjavíkur um kvöldið.  

Ferðirnar á öllum árstímum í allt að 7 stiga frosti.  

Ómar Ragnarsson, 14.9.2017 kl. 22:15

11 identicon

Ef þú byggir td 'a breiðdalsvík,værir þú tilbúinn að fara  með konu þína til læknis á Akureyri a´þessu hjóli?

MCC (IP-tala skráð) 16.9.2017 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband