Endursköpun við Aðalstræti en eyðing hinum megin við hornið.

Gott er að heyra að ætlunin sé hjá Reykjavíkurborg að kaupa elsta hús Reykjavíkur og varðveita það og nýta á uppbyggilegan hátt. 

En rétt handan við horn Aðalstrætis og Kirkjustrætis er hins vegar ætlunin að troða enn einum hótelinu ofan í þúsund ára gamlan kirkjugarð og láta þennan nýja steinkassa reka tunguna framan í Alþingishúsið. 

Valta yfir menningarminjar sem gætu gefið möguleika á því að endurskapa þá friðsæld og helgi sem staðnum og svæðinu sæmir. 

Enn er verið á skammsýnan hátt að vaða áfram næsta skipulagslaust og án yfirsýnar yfir heildarsvip gamla miðbæjarins og þá upplífun sem þessi borgarhluti getur veitt. 

Þessi vinnubrögð eru svipuð og þau, sem hafa verið aflögð fyrir mörgum áratugum í borgum í Evrópu. 


mbl.is Kaupa elsta hús borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bílastæði var þar sem stækka á Landsímahúsið við Austurvöll um nokkra metra til suðurs.

Þorsteinn Briem, 14.9.2017 kl. 22:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Reykjavíkurborg ætlar að kaupa eitt elsta hús borgarinnar, við Aðalstræti 10, á 260 milljónir króna. Þar á að setja upp sýningu um sögu Reykjavíkur.

Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Þar var jafnframt samþykkt að bæta yfirbragð Víkurkirkjugarðs þannig að sýnilegra verði en nú er að þar var löngum kirkjugarður Reykvíkinga og síðar skrúðgarður.

T
engja á Víkurgarð við þá sýningu sem sett verður upp í Aðalstræti 10 og verður opnuð í september á næsta ári.

Auk milljónanna 260 sem fara í að kaupa húsið, sem Minjavernd hefur gert upp, verða 150 milljónir króna settar í sögusýningu og 40 milljónir í að bæta aðgengi fatlaðra og salernisaðstöðu.

Ráðist verður í skipulagssamkeppni um Víkurkirkjugarð í samráði við Minjavernd.

Þar á að gera sögunni hátt undir höfði á sama tíma og garðurinn verður nýttur á fjölbreyttan hátt, segir í tilkynningu frá borginni.

Deilur hafa risið um framkvæmdir við hótel við enda Víkurgarðs, ekki síst þar sem á hluta lóðarinnar fundust minjar sem sýndu að kirkjugarðurinn hefði náð lengra en áður var talið.

Umsjónarmaður fornleifarannsókna sagði að röskun fornminjanna hefði verið svo mikil að ekki væru forsendur fyrir því að stöðva framkvæmdir þar."

Bílastæði var á þessu litla svæði fyrir sunnan Landsímahúsið og búið að raska því sem undir því var áður en framkvæmdir hófust við að stækka húsið um nokkra metra til suðurs.

Þorsteinn Briem, 14.9.2017 kl. 23:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er að flestu leyti ólíkt að bílastæði sé á yfirborði annars auðs svæðis en að þar standi hótelbygging með gerbreyttu yfirbragði götumyndar og undirstöðum, sem ná niður í jörðina eftir gröft húsgrunns. 

Ómar Ragnarsson, 15.9.2017 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband