Í boga framhjá næststærsta sveitarfélagi landsins.

Þegar dregin er lína frá Kjalarnesi eða Mosfellsbæ í gegnum höfuðborgarsvæðið í átt til Suðurnesja liggur leiðin að sjálfsögðu í gegnum Kópavog sem er í raun við þungamiðju byggðar höfuðborgarsvæðisins og er næstfjölmennasta sveitarfélagið á svæðinu með 34 þúsund íbúa. 

Þegar á það er litið að auk þessa liggur línan fá Seltjarnarnesi austur til Suðurlands um jaðar bæjarlands Kópavogs er ekki að undra að bæði fólk og fyrirtæki sæki til Kópavogs og að bæjarfélagið sé sístækkandi. 

Þegar hálfhringleiðin um Álftanes er skoðuð, sem nú er verið að leggja til í tengdri frétt á mbl.is sést að hún liggur í boga framhjá landi Kópavogs. 

Einnig sést hvað þessi leið verður dýr og löng og myndi bara seinka nauðsynlegum fjárframlögum til Sundabrautar og annarra samgangna á augljósum höfuðlínum höfuðborgarsvæðisins. 

Leiðin myndi liggja um náttúruverndarsvæði og útivistarsvæði Skerjafjarðar og Álftaness og ævinlega verða það sem blasir við á korti: Leið í hálfhring framhjá meginlínu samgagna á höfuðborgarsvæðinu. 

Þar að auki lækkar land stöðugt á þessu svæði auk þess sem spáð er hækkandi sjávarstöðu. 


mbl.is Vill brúa Skerjafjörð og reisa nýja byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þungamiðja höfuðborgarsvæðisins er að sjálfsögðu ekki í Kópavogi þegar einungis um þriðjungur (35%) íbúa höfuðborgarsvæðisins býr sunnan Reykjavíkur.

Þorsteinn Briem, 22.9.2017 kl. 17:31

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík starfa langflestir vestan Kringlumýrarbrautar og á því svæði eru stærstu vinnustaðirnir í Reykjavík.

Og langflest hótel og gistiheimili í Reykjavík eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík eru samtals um 20 þúsund nemendur og kennarar og á Landspítalanum starfa um fimm þúsund manns.

Vestan
Kringlumýrarbrautar er enn verið að þétta byggðina og auka atvinnustarfsemi, til dæmis með því að reisa stór hótel og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar.

Hversu mikil atvinnustarfsemi er til að mynda í Háaleitis- og Bústaðahverfinu, Laugardalssvæðinu, Grafarvogi, Grafarholti, Árbænum og Breiðholtinu?!

Reykvíkingar
eru 58% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Og ef einhverjir geta talið upp meiri atvinnustarfsemi í Reykjavík en vestan Kringlumýrarbrautar, einhverju öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess, þætti mér gaman að sjá það.

Þorsteinn Briem, 22.9.2017 kl. 17:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítalans býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur starfsmanna býr í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna, í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem þýðir mun meiri innflutning á bensíni, meira slit á götum og bílum, meiri mengun og mun fleiri árekstra í umferðinni.

Þorsteinn Briem, 22.9.2017 kl. 17:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, stærsta vinnustað landsins, starfa um 4.700 manns og mikilvægt að sem flestir þeirra búi nálægt sjúkrahúsinu, meðal annars til að minnka bensínkaup, slit á götum og bílum.

Nú býr um helmingur
þessara 4.700 starfsmanna í minna en fjórtán mínútna hjólafjarlægð frá sjúkrahúsinu.

Og ákveðið hefur verið að Landspítali-háskólasjúkrahús verði áfram við Hringbraut.

Ætlunin er að byggja um 600 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu og mjög stórir vinnustaðir eru skammt frá því svæði, til að mynda Landspítalinn, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands, og líklegt að margir sem þar starfa kaupi íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, í stað þess að búa langt frá þessum vinnustöðum.

Það sparar þeim mikil bensínkaup, löng ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, miklar og margar umferðartafir og jafnvel kaup á bíl, þar sem einn bíll getur nægt á heimili í stað tveggja.

Þar af leiðandi getur verið hagstæðara að búa nálægt vinnustað, enda þótt íbúðir séu dýrari þar en langt frá vinnustaðnum.

Þorsteinn Briem, 22.9.2017 kl. 17:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.

Þar eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús og í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar.

Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.

Og þá áttu þar lögheimili 7.915 börn (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn), þar af 2.659 í 101 Reykjavík, 3.203 í 105 Reykjavík og 2.053 í 107 Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Þar að auki starfa flestir Reykvíkingar vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 22.9.2017 kl. 17:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 6.2.2016:

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er nú verið að byggja eða nýbúið að byggja
um 1.250 íbúðir:

Um 200 íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt,

um 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti 7,

um 140 íbúðir í Stakkholti,

um 180 íbúðir í Mánatúni,

um 80 íbúðir á Lindargötu 39 og Vatnsstíg 20-22,

um 20 íbúðir á Lindargötu 28-32,

um 90 íbúðir á Höfðatorgi,

um 140 íbúðir á Lýsisreit við Grandaveg,

um 20 íbúðir í Skipholti 11-13,

um 70 íbúðir á Mýrargötu 26,

um 20 íbúðir á Hljómalindarreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

um 70 íbúðir á Frakkastígsreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

um 40 íbúðir á Tryggvagötu 13,

um 80 íbúðir austan Tollhússins.

Einnig verða til að mynda um 200 íbúðir á Barónsreitum, um 60 á Hverfisgötu 96 neðan við Laugaveg 77, um 20 á Frakkastíg 1, um 170 við Slippinn í Vesturbugt og um 170 í Austurhöfn við Hörpu.

Þar að auki verða til dæmis um 350 stúdenta- og starfsmannaíbúðir við Háskólann í Reykjavík, um 100 íbúðir við Stakkahlíð fyrir námsmenn og aldraða og um 80 íbúðir við Keilugranda í samstarfi KR og Búseta.

Og einnig er ætlunin að byggja allt að 600 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu.

Alls verða því byggðar á næstunni um tvö þúsund íbúðir í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar í viðbót við þær 1.250 íbúðir sem þar er verið að byggja eða nýbúið að byggja.

Samtals um þrjú þúsund íbúðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Og einnig er nýbúið að byggja og verið að byggja íbúðir á Seltjarnarnesi.

Þorsteinn Briem, 22.9.2017 kl. 17:57

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langflest hótel, gistiheimili og veitingahús á höfuðborgarsvæðinu eru vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Í ferðaþjónustunni eru 69% starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Þorsteinn Briem, 22.9.2017 kl. 18:22

8 identicon

Geðveikt spennandi fyrir okkur fólkið á landsbyggðinni er ykkar djúpvitra umræða um línur og þungamiðjur höfuðborgarsvæðisins. Endilega meira af þessu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.9.2017 kl. 18:29

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það snertir alla íbúa landsins og útgjöld ríkissjóðs ef í viðbót við hundraða milljarða Borgarlínur og Sundabraut á að fara út í stórfelldar vegaframkvæmdir yfir Skerjafjörð og um Álftanes. 

Steini upplýsir að innan við 50 þúsund manns búi vestan Kringlumýrarbrautar af þeim 200 þúsundum, sem búa þá annars staðar á Höfuðborgarsvæðinu. 

Þessir innan við 50 þúsund eru um 25% íbúa svæðisins alls og eiga samt að teljast svona miklu merkilegri en aðrir. 

Ómar Ragnarsson, 22.9.2017 kl. 23:24

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Snöggt yfirlit yfir vinnustaðasvæði austan Kringlumýrarbrautar sem fyrirtækin færa sig stöðugt til: Hverfin við Suðurlandsbraut og meðfram henni frá Kringlumýrarbraut austur að Réttarholtsvegi og suður að Miklubraut, allt Ártúnshöfðahverfið eins og það leggur sig, sem og Hálsahverfið austast í Ártúnshverfinu,  Mjóddin, Smárahverfið allt og stór hluti Lindahverfisins í Kópavogi, Kauptúnshverfið í Garðabæ og vinnustaðahverfin syðst í Garðabæ og Kaplakrikahverfið og Flatahraunshverfið í Hafnarfirði beggja vegna Fjarðarhrauns og Vallahverfið og Helluhverfið syðst í Hafnarfirði.    

Ómar Ragnarsson, 22.9.2017 kl. 23:40

11 identicon

 Það er engin Kringlumýrarbraut í Kópavogi, Garðahreppi, Hafnarfirði eða Mosfellsbæ.  Í þessum bæjarfélögum búa u.þ.b. 80.000 manns.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.9.2017 kl. 10:20

12 identicon

Laukrétt hjá þér Ómar...

Ásinn er nefnilega að færast frá austri til vesturs yfir í norður suður ás.

Þú hefðir alveg getað bætt við upptalninguna svæðið í kringum Keilir/Ásbrú sem er að verða nýsköpunar- og hátæknimiðstöð og svæðið í kringum Keflavíkurflugvöll í starfsemi tengda flugi á alþjóðavísu. Þetta eru þau 2 svæði þar sem flest vellaunuð störf eru að verða til á Íslandi í dag. Og það án þess að nokkur tali mikið um það...

Á meðan borgaryfirvöld eru upptekin við að hreinsa ló úr naflanum á sjálfum sér þá kýs fólkið með fótunum og flyst þangað sem framtíðin er að verða til. Á jaðar höfuðborgarsvæðisins...

Magnús (IP-tala skráð) 23.9.2017 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband