Sjaldgæfur klofningur. Sameining og samvinna með því að sundra?

Framsóknarflokkurinn hefur aðeins einu sinni á aldar ferli sínum klofnað á þann hátt, að annar flokkur hafi orðið til við klofninginn. Það var þegar Tryggvi Þórhallsson stofnaði Bændaflokkinn 1933. 

Tryggvi var fyrrverandi forsætisráðherra, en á síðustu ellefu árum hafa fimm formenn leitt Framsóknarflokkinn, svo að úrvalið er öllu meira en 1933 hvað snertir fyrrverandi formenn. 

Lýðveldisflokkurinn 1953, Borgaraflokkurinn 1987 og Frjálslyndi flokkurinn 1999 máttu teljast klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokknum.

Kommúnistaflokkurinn 1930, Sameiningarflokkur alþýðu - sósíalistaflokkurinn 1938, Alþýðubandalagið 1956, Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1970, Bandalag jafnaðarmanna 1983, Þjóðvaki 1994 og Samfylkingin 1999 komu úr stærstum hluta úr sósíalista og jafnaðarmanna.

Hvað Samvinnuflokkinn áhrærir geta möguleikar hans varla talist miklir miðað við það að sá Framsóknarflokkur sem klofnaði 1933 var með meira en tvöfalt meira fylgi en Framsóknarflokkurinn hefur notið síðustu misseri.

Nýir flokkar telja sig oft vera stofnaða til að sameina vinstri menn en það hefur aldrei gengið eftir til lengdar.

Hin nýja stjórnmálahreyfing Samvinnuflokkurinn gefur sig út fyrir að auka samvinnu meðal miðjuflokka. En miðað við flokkadrættina sem nú eru í gangi og fjölda lítilla framboða, er erfitt að sjá að þetta nýja útspil muni ná meiri árangri en allt sameiningartalið allt frá árinu 1938.  


mbl.is Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fram nú klofin Framsókn bauð,
í fjósi jafnt sem hlöðu,
rindill þar og rifið gauð,
reimt af fólki gröðu.

Þorsteinn Briem, 24.9.2017 kl. 04:39

2 identicon

Hinn pólitíski veruleiki skersins er að verða all skrautlegur. Nýir flokkar myndast og hverfa eins og „elemenary particles“ tómarúmsins. Sá nýjasti kennir sig við „samvinnu“, þótt „samspilling“ væri nær lagi, enda protagonistinn einn frægasti braskari landsins, Björn Ingi aka Bingi, vinur spillingarbangsans, Sigmundar Davíðs.  Enn eitt „heimsmet“ fáránleikans. Flest bendir til þess að til að bjarga landinu frá því að verða „failed state“ ættum við að ganga í EU.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.9.2017 kl. 11:45

3 identicon

verði sigmundi að góðu óska honum velfarnaðar. eru oft sterkir einstaklíngar sem stofna þessa flokka bændaflokkurinn fór inní sjálfstæðisflokkinn. hvað verður um þenan nýja flokk þegar sigmundur fer í burtu kemur í ljós. það eru yfirleitt ekki málefni sem kljúfa flokka né ríkistjornir. heldur berónuleg óvild raunveruleg eður ey skiptir ekki máli. þó bjarni og óttar hafi fallist í faðma. var límið farið í kópavogin.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.9.2017 kl. 14:14

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

,,Sam­vinnu­flokk­ur­inn, ný stjórn­mála­hreyf­ing sem skil­grein­ir sig frá miðju til hægri á hinum póli­tíska skala," segir í fréttinni. Þetta er nú eitthvað málum blandað að samvinna sé skilgreind til hægri. Er ekki samvinna félagsmálhreyfing. Menn eru nú farnir að skreyta sig með stolnum skrautfjöðrum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.9.2017 kl. 17:35

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Réttar lýsing hefði verið hægra megin á miðjunni. Eða frjálslyndur félagshyggjuflokkur.

Ómar Ragnarsson, 24.9.2017 kl. 20:46

6 identicon

Hvenær verður Heiðarlegi flokkurinn stofnaður úr þessu öllu saman?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 24.9.2017 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband