Spurning hvort hægt verði að fara jafn hratt og Hulduherinn gerði.

Þegar Albert Guðmundsson stóð frammi fyrir því að hrökklast úr Sjálfstæðisflokknum 1987 var mjög skammt til kosninga og flestir töldu að krafaverk þyrfti að koma til að Albert gæti gert neitt í þessu. 

En hinn frægi "Hulduher" hans afrekaði það að stofna Borgaraflokkinn og bjóða fram í tæka tíð. Og frambjóðendurnir sem spruttu upp á vegum þessa öfluga hóps komu úr það ólíkum áttum, að það sýndi mjög staðfast persónufylgi Alberts.  

Á tímabili rauk fylgi þessa framboðs upp í 27% ef ég man rétt en dalaði mikið fram að kosningunum. Engu að síður fékk flokkurinn sjö þingmenn kjörna og hjó það stórt skarð í fylgi Sjálfstæðisflokksins að hann fékk aðeins 27% atkvæða í kosningunum. 

Flokkurinn kom nógu mörgum þingmönnum að til þess að geta styrkt afar tæpa stjórn Steingríms Hermannssonar tveimur árum síðar og koma því til leiðar að hún sat út kjörtímabilið. 

Þetta kostaði þó klofning Borgaraflokksins og eftir að Albert var gerður að sendiherra í París 1989 fjaraði undan honum, svo að hann féll út af þingi 1991. 


mbl.is „Þetta er aftur orðið gaman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir orð Sigmundar að það getur myndast stemming í stjórnmálunum að það sé gaman.

Hugsjónarmenn þurfa alltaf að standa vaktina gagnvart flokkseigendum í öllum flokkum ekki síst í þeim minni því þeir sem fara fyrir sérhagsmunum hafa oft fjármagnið til að grafa undan þeim sem eru drifnir áfram af hugsjónum sínum.

Að fá mann eins og Sigmund sem er fjárhagslega sterkur með hugsjæonir getur verið getur verið ómetanlegt fyrir þjóðina eins og dæmin hafa sannað þegar Sigmundur á í hlut eins og flestir kjósendur þekkja

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 25.9.2017 kl. 07:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn hefur síðastliðin ár verið með um 11% fylgi í skoðanakönnunum, einnig þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var forsætisráðherra.

Og flokkurinn fékk einnig um 11% atkvæða í alþingiskosningunum í fyrra, þannig að ekki er nú mikið til skiptanna á þeim bæ.

Þorsteinn Briem, 25.9.2017 kl. 07:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu meirihlutaríkisstjórn eftir Alþingiskosningarnar 2013 og var fyrsti ríkisstjórnarfundurinn haldinn 24. maí 2013."

Steini Briem, 20.12.2014:

"Fylgi Framsóknarflokksins er nú 11% samkvæmt skoðanakönnunum."

Og frá árinu 2014 hefur fylgi flokksins nær alltaf verið um 11%.

Þorsteinn Briem, 25.9.2017 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband