Vegna reynslunnar af gosunum 1982, 2010 og 2011.

Reynslan af afleiðingum eldgosanna í Eyjafjallajökli 2010, Grímsvötnum 2011 og í Indónesíu 1982 á flug farþegaþotna veldur því að menn eru í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi eldgoss í eldfjallinu Galonggung í Indónesíu. 

Þegar þota frá British Airways með 265 manns um borð var á flugi frá Löndon til Indónesíu og Ástralíu 24.júní 1982 flugu flugstjórarnir henni óafvitandi í blindflugi inn í gosmökk frá eldfjallinu með þeim afleiðingum að það drapst á öllum hreyflunum. 

Við tók svifflug á þotunni og lýst var yfir neyðarástandi. 

En þegar komið var niður í lægri loftlög olli hitabreytingin því að hægt var að koma hreyflunum í gang á ný. Að vísu slokknaði aftur á einum þeirra en engu að síður tókst að lenda þotunni klakklaust. 

Þegar Eyjafjallajökull gaus 2010 fór allt á hliðina í flugi í Evrópu og á Norður-Atlantshafi vegna varúðarrástafana, sem gripið var til í ljósi hins geigvænlega flugs 1982 og tölva í London látin ráða. 

Vegna skorts á mælingum á gosmekkinum urðu þessar truflanir margfalt meiri en hefði þurft. 

Í Grímsvatnagosinu 2011 gerðist hið sama aftur, en nú var búið á vegum Jónasar Elíassonar og Sverris Þóroddssonar að útbúa íslenska flugvél sérstaklega til að mæla magn gosefna í lofti, og með því að nota hana í einn sólarhring, þegar tölvan í London skipaði fyrir um að loka Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli á sama tíma og ótakmarkað skyggni og heiðskír himinn var við Faxaflóa, tókst að sýna fram það með mæligögnum úr þessu mælingaflugi að vellirnir gætu verið opnir. 

Lítið hefur frést af frekari framförum í þessu efni síðan Jónas Elíasson prófaði mælingabúnað sinn í námunda við lítið gos í Japan fyrir fimm árum, og því gæti enn verið hætta á að menn fari í svipað far og í gösunum 2010 og 2011 og gengið að óþörfu of langt í því að loka fyrir flugumferð. 

Eftir að hafa fengið tækifæri til að læra af fjórum eldgosum síðan 1982 væri slæmt ef þau tækifæri hafa ekki verið nýtt. 

Núna er það Indónesia. Næst gæti það verið Ísland.  


mbl.is Viðbúin að snúa við öllum flugvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé meiri hættu á að menn fari að treysta mælingum of mikið, þótt ég viti að minn ágæti bekkjarbróðir Jónas Elíasson er eldklár. Og gangi of langt í því að treysta þeim, með afleiðingum sem við skulum ekkert minnast á.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 15:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ástandið þegar mælingarnar hófust, voru þessar kvöldið sem flogið var á mælingavélinn frá Selfossflugvelli: Frá flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík blasti Snæfellsjökull við í allri sinni dýrð svo og gervallur Faxaflói. 

Stjórnendur fyrirhugaðrar lokunar flugvalla við flóann tóku ekki mark á þessu og heldur ekki ljósmyndum, sem þeim voru sendar. Tölvustrimillinn í London var það eina sem þeir myndu taka mark á. 

Sem sagt eins og Laxness sagði: "Hefurðu bréf upp á það?"

Af því að ég flaug þetta flug að hálfu á móti Þóroddi Sverrissyni er ég að segja frá því sem upplifði þennan einstæða sólarhring. 

Þegar farið var í loftið á Selfossflugvelli var skyggni aðeins fimm kílómetrar niðri við jörð, og öskumagnið sem mælarnir sýndu, samsvaraði mörkum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar á því öskumagni, sem leyfa mætti flug í. 

Rétt vestan við Þorlákshöfn skipti alveg um og frá Selvogi og allt vestur til Ísafjarðar var heiðbjart allan sólarhringinn sem mælingaflugið um Faxaflóa stóð. 

Farið var með mælingastrimlana jafnóðum eftir hvert flug upp í flugstórnarmiðstöð og niðurstöðurnar sendar til London. 

Aðeins einu sinni í öllu fluginu við Faxaflóann kom smá mengun fram á mælinum í um það bil tvær sekúndur. Það var þegar flogið var í þúsund feta hæð yfir gufuna frá Hellisheiðarvirkjun!  

Ef þessar mælingar og síðari mælingar Jónasar, sem gerðar voru í Japan og hann lýsti í fyrirlestri hér heima voru ekki nógu góðar, þá veit ég ekki hvað þarf til að mælingar séu áreiðanlegar. 

Tölvan í London marg klikkaði. Hún bannaði til dæmis allt flug á Suðurlandsundirlendinu 1. maí 2010 þegar 35 hnúta norðvestanvindur stóð á gosið í öllum hæðum og feykti öskunni í austurátt þannig að Suðurlandsundirlendið var alveg hreint.

Nokkrum dögum síðar leyfði hún hins vegar flug um Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkurflugvöll einmitt þann dag þegar þar féll mesta askan þar frá Eyjafjallajökulsgosinu, svo að þunnt öskulag lagðist yfir allt!  

Mælingin í 5 kílómetra skyggninu í Ölfusinu var dýrmætust, því að á henni var hægt að sjá hvaða sjónflugsskilyrði voru þegar aska í lofti var við efstu leyfilegu mörk.  

Ómar Ragnarsson, 28.9.2017 kl. 19:33

3 identicon

Mælingar Jónasar verða aldrei meira en “viðmiðun”, flugstjórinn er sá sem tekur loka ákvörun, “go or not go.” Ísing var það sem ég óttaðist mest, en ekki t.d. turbulence. Ástæðan var m.a. sú að einu sinni lenti ég í mjög slæmum “icing condition” að næturlagi í flugi frá Köln til Basel. Var á “flight level” 140 og fékk strax að lækka flugið niður í 5000 fet og lenti í Stuttgart, gisti þar og flaug svo daginn eftir til Basel. Treysti aldrei 100% á meteo varðandi ísingu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 20:54

4 identicon

Edit(smávægileg): "go or no go."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband