Fordæmalausir vatnavextir? Forsmekkur að meiru?

Síðan einangrun Öræfasveitar á landi var rofin að austanverðu á sjöunda áratug síðustu aldar með byggingu brúar yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi minnist ég þess ekki, að önnur eins flóð hafi orðið jafn víða á leiðinni um Suðausturland og nú hafa orðið. Lettir við Jökulsárlón

Vestan við þetta flóðasvæði bíður brúin hjá Jökulsárlóni eftir óhjákvæmilegum örlögum sínum þegar sjórinn brýtur endanlega niður símjókkandi haftið, sem er á milli lónsins og sjávarins. 

Þá mun lónið breytast í fjörð með fljótandi ísjökum og þjóðvegur eitt endanlega rofna nema farið verði áður í mótvægisaðgerðir. 

Komið hafa fram hugmyndir um varnarmannvirki til að stöðva landbrotið, en þá gleyma menn því að þarna eru 200 metrrar niður á fast undir sandinum. 

Til að minnka rofið og kraftana sem eru í gangi í straumunum í ósnum þyrfti að búa til nýtt afrennsli fyrir Jökulsá það fjarri núverandi ós, að hið eyðandi samspil verði afnumið.  

 


mbl.is Sumar bílaleigur rukka strandaglópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband