Þjóðarpúlsinn er góð könnun en nýtur sín síður í hröðum púlsi.

Þjóðarpúls Gallup er að jafnaði viðamesta skoðanakönnun landsins, tekur yfir lengri tíma en aðrar kannanir og er með miklu fleiri þátttakendur. 

Venjulega gerir þetta Þjóðarpúlsinn tiltölulega marktækan. 

En þegar atburðarás er hröð eins og síðustu daga, nemur könnunin ekki snöggar sviptingar og getur misst talsvert af gildi sínu við það. 

Tvö prósentin, sem Miðflokkurinn fær, eru augljóslega ekki rétt tala, enda svöruðu langflestir spurningu Þjóðarpúlsins áður en flokkurinn varð til. 

Það er allur gangur á því nvernig nýjum framboðum helst á fylgi sínu i skoðanakönnunum. 

Stundum er fylgið miklu meira í fyrstu könnununum en þegar líður nær kosningum. 

Borgaraflokkur Alberts fékk fyrst 27 prósent en kom út með 10 í kosningunum. 

Þjóðvaki og Bandalag jafnaðarmanna lentu í svipuðu. 

Viðreisn og Björt framtíð juku hins vegar fylgi sitt fyrir síðustu kosningar. 

Ómögulegt er að segja hvort 7 prósenta skyndifylgi Miðflokksins endist til kosninga. 

En tvö prósent fylgi er ekki marktæk tala og hefur þar að auki áhrif á fylgi annarra flokka.  


mbl.is Flokkur fólksins með 10,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég sé að Magnús Þór Hafsteinsson skipar 1.sætið í Norðvesturkjördæmi hjá Flokk fólksins.

Magnús Þór var í Frjálslynda flokknum en þá vildi hann ganga til samninga við Sjálfstæðisflokkinn að Frjálslyndir myndu ganga inn í Sjálfstæðisflokkinn strax eftir kosningar. Fyrir mér a.m.k koma þessar fréttir mér verulega á óvart en svona er pólitíkin.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 30.9.2017 kl. 16:33

2 identicon

Magnús Þór Hafsteinsson er "banal bigot", eins og vinur hans Jón Magnússon.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2017 kl. 16:59

3 identicon

Ég var að finna þetta sem ég var að tala um hér í athugasemdinni hér ofar sem segir mér að fylkið eigi eftir að minnka hjá Flokk fólksins jafnvel verulega fyrir kosningarnar en fylkið hjá Sjálfstæðisflokknum mun hækka hinsvegar spái ég þegar kjósendur hafa áttað sig

Baldvin Nielsen

,,Fréttablaðið, 31. Maí 2006 06:15

Sjálfstæðismenn og Frjálslyndir hafa rætt sameiningu:

Tækifæri úr sögunni

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði á morgunvaktinni á Rás 1 að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert alvarleg og afdrifarík mistök þegar hann sleit viðræðum um meirihlutasamstarf með Ólafi F. Magnússyn hjá Frjálslynda flokknum í Reykjavík.

Hafi Sjálfstæðisflokkurinn einhvern tímann haft tækifæri til þess að eiga einhvern möguleika á því að fá okkur úr Frjálslynda flokknum aftur inn í Sjálfstæðisflokkinn þá gekk það tækifæri úr greipum í gær, sagði Magnús í gær.

Spurður af Fréttablaðinu hverjir hefðu rætt við hverja svaraði Magnús: Þetta hefur oft verið sagt við okkur þingmaður á þingmann og aðeins í óformlegum samræðum. Ég var ekki að vísa til annars. Hann sagði einnig að Morgunblaðið hefði bent á að Frjálslyndi flokkurinn gæti reynst Sjálfstæðisflokknum skeinuhættur. Boð um sameiningu hefði aldrei verið formlegt og ekki hugleitt af forystu Frjálslynda flokksins.

arnbjörg sveinsdóttir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks var hissa á orðum Magnúsar um sameiningartal, en sagði alla sem aðhylltust stefnu flokksins velkomna. FrÉttablaðið/stefán

Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir frjálslynda, sem og aðra sem aðhyllist stefnu flokksins, velkomna. Menn ræða ýmislegt í spjalli sín á milli, en enginn minna þingmanna hefur rætt við mig um að þeir hefðu verið með sérstakar þreifingar í þessa átt. Þannig að þetta kom mér frekar á óvart, en eins og ég segi þá eru frjálslyndir sérstaklega velkomnir vilji þeir fylgja okkar stefnu.''Tilvitnun líkur

B.N. (IP-tala skráð) 30.9.2017 kl. 17:23

4 identicon

Nú er svo komið, að nauðsinlegt er að þjóðarpúlsinn geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál, sem skjóta upp í þjóðfélaginu.

Stefna VG. Ísland beiti sér gegn múrum og girðingum milli þjóða og þjóðfélagshópa.Þannig að Afríkubúar fái sama rétt á Íslandi og íbúar EES ríkja, sem sagt íslenskir skattgreiðendur taki á sig offjögunarvanda Afríku. Þettta er nátttúrlega svo fullkomlega galið, að mann situr hljóðan.  Tökum á móti     fleiri flóttamönnum að lágmarki 500 á ári, og gerum landið móttækilegt fyrir fleiri hælisleitendum, tryggjum meira fjármagn og mannskap í málaflokkinn, svo hljóðar stefna VG elítunnar.                                                       Síðan koma þessir snillingar og segja "Vitleisa" að stilla öldruðum, öryrkjum og húsnæðislausum sem búa í tjaldi og húsbílum víða á stórhöfuðborgarsvæðinu, upp á móti flóttamönnum og hælisleitendum, segir VG elítan.                                                                         Það væri gott mál ef VG liðar gætu kennt þjóðinni, að versla tvisvar fyrir sömu krónuna, það hefur mér aldrei tekist, og mun áreiðanlega aldrei takast.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.9.2017 kl. 18:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Íslendinga vill taka á móti fleiri flóttamönnum, samkvæmt skoðanakönnunum, en hvergi hef ég séð að Vinstri grænir vilji taka á móti "að lágmarki 500 á ári".

Þorsteinn Briem, 30.9.2017 kl. 18:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valið stendur á milli vinstri stjórnar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata annars vegar og hægri stjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins hins vegar.

Og engar líkur á að hægri stjórn sinni málefnum öryrkja og aldraðra betur en vinstri stjórn.

Þorsteinn Briem, 30.9.2017 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband