Hvað er íslenskara en Heiða?

Ég hef lengi haft miklar mætur á Heiðu Guðný Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum. Hún minnir mig á baráttukonuna og ömmusystur mína, Björg Runólfsdóttur, sem ég var í sveit hjá í fimm sumur og var líka bóndi og náttúruverndarsinni og barðist ein með tvö börn sín á jörð sinni bestu ár ævi sinnar fyrir því að eignast jörðina aftur, sem fyrrum maður hennar hafði selt ríkinu þegar kreppan stóð sem hæst. Heiða á Ljótarstöðum

Heiða er Skaftfellingur að ætt eins og Björg Runólfsdóttir var. 

Við Heiða erum skyld í sjötta lið. 

Björg var heit Framsóknarkona af gamla skólanum en gerðist afhuga flokknum á efri árum. 

Sumir telja sig sjá ákveðna samsvörun með hluta af Vinstri grænum og þessum eðal Framsóknarmönum á fyrstu áratugum þess flokks áður en hann gerðist heilmingaskiptaflokkur með Sjálfstæðisflokknum og barðist hatrammlega fyrir hræðilega ranglátri kosningalöggjöf. 

Hvorugur Framsóknarflokkurinn nú sýnist líklegur til þess að gefa eftir í stóriðju- og virkjanasókn sinni, - annars hefði Sigmundur Davíð ekki stillt sér upp í miðjum hópi þeirra sem ætla sér að reisa álver á milli Blönduóss og Skagastrandar.  

Þórólfur Gíslason og hans menn hafa þegar keypt upp helstu bújarðir þar sem hægt verður að græða á virkjanaframkvæmdum. 

Nú er Heiða komin í BBC og varla er hægt að hugsa sér íslenskara en hana til kynningar á landi okkar. 


mbl.is Fjallað um Heiðu fjallabónda á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heiða engan hún á svein,
hafnaði þeim öllum,
Framsókn kelling aldrei ein,
með ótal ljótum köllum.

Þorsteinn Briem, 5.10.2017 kl. 02:13

2 identicon

blesasuð konan svipað og SIGRÍÐUR í brattholti var gerð að goðsögn þó gangan til til reykjavíkur hafi verið gerð til að mótmæla girðíngu en ekki virkjun fossins. en auðvitað var hún á móti virkjuninni en það var annað mál 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 05:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú á að fara að telja manni trú um að andstaðan við Gullfossvirkjun hafi verið "annað mál" hjá Sigríði en girðing aðalmálið og að hún hafi verið "gerð að gosögn." 

Lengi skal manninn reyna. 

Ómar Ragnarsson, 5.10.2017 kl. 13:38

4 identicon

no 3.  ómar er það þá miskilníngur hjá mér að sigríður sé goðsögn friðun fossa þá bið ég forláts en oft vitnað í þessa göngu það vill svo til að við þektum gömlu konuna tilgandur ferðarinar var ekki björgun fossins heldur meint ofríki afréttarmana sem ætluðu að girða hluta brattholts frá móðurjörðinni. mer vitanlega var ekkert minst á virkjun í þessari ferð. en breitir því ekki að hún var á móti virkjuninnien biðst afsökunar á goðumbera sigríði fyrst ómar tekur hana ekki í guða tölu. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband