Vaxandi lið á versta tíma fyrir okkur.

Lið Kosovo getur velgt íslenska landsliðinu undir uggunum í kvöld. Liðið hefur verið vaxandi í keppninni og markatölurnar í tapleikjunum hafa endurspeglað það, 0:3, 0:2 og 0:1, - sem sagt liðsmunurinn að étast upp.  

Tilviljanir og og heppni eða óheppni ráða oft miklu í knattspyrnunni og gera hana oft óútreiknanlega. 

Að öðru jöfnu eru góð lið oftar heppin en lakari lið - og öfugt. 

En það getur allt gerst, líka það að jafntefli í öðrum leik í riðlinum skili okkur áfram, hvernig sem Kosovo-leikurinn fer. 

Já, leikurinn í kvöld verður einstakur, hvernig sem hann fer. 


mbl.is Ísland átti ekki að mæta Kósóvó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst við vera svolítið í sporum breta fyrir tapleikinn fræga. Of mikill gorgeir og sigurvissa fyrirfram kann ekki góðri lukku að stýra. Við gætum alveg eins staðið í sömu sporum og bretar forðum. Fotballen er rund, eins og norðmenn segja. Allt getur skeð.

Virðing fyrir andstæðingnum er ávallt hollust.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2017 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband