Líka langoftast einn maður í bíl á þjóðvegunum.

Tölur í könnunum sýna víst að að meðaltali er rúmlega ein persóna á ferð í hverjum bíl í borgarumferðinni. 

Því miður hefur ekki verið gerð nema ein könnun á þjóðvegunu, að vísu dálítið gróf en niðurstaðan samt sláandi. 

Það var þegar ég fór á reiðhjóli frá Akureyri til Reykjavíkur í hitteðfyrra. 

Ég mætti á að giska tvö þúsund bilum á leiðinni og hafði góðan tíma til að sjá hve margir væru um borð í bílunum. 

Þetta var seint í ágúst og ferðamönnum að byrja að fækka, en gróf niðurstaða varð sú að í innan við 20 prósent bílanna væri setið í báðum framsætunum, líkast til aðeins í 15% tilfella. 

Ég upplifði hrun nokkurra fordóma þegar ég fór yfir í það að fara sem mest af öllum ferðum mínum bæði innanbæjar og út um land á rafreiðhjóli og Honda PCX 125 cc vespuhjóli, sem eyðir aðeins 2,2-2,5 lítrum á hundraðið og kemst samt um allt á hámarks leyfðum þjóðvegahraða. 

Fordómarnir voru meðal annars þessir: 

1.

Ég á heima austast í Grafarvogshverfi. Á meðan ég átti heima á Háaleitisbrautinni voru oftast farnar stuttar vegalengdir en vegalengdirnar eru of langar úr Spönginni í Grafarvogi.

Þetta reyndist rangt. Ég gleymdi einu: Því lengra sem ég hjólaði á þessu hjóli, þeim mun meiri varð sparnaðurinn. Svo að rafreiðhjólið var ekki selt eins og upphaflega ætlunin var. 

2.

Það er of óhagstætt veður og færð.

Ó, nei, þetta reyndust líka fordómar, rafreiðhjólið var notað oft í hverri einustu viku allt árið. Þegar Honda vespuhjólið bættist við rafreiðhjólið var það líka notað í hverri einustu viku ársins og líka í ferðum út á land. 

3.

Hjólanotkunin tekur of langan tíma.

Líka rangt. Að vísu tapast nettó um þrjár mínútur við að komast af stað á hjólunum en á móti kemur tímasparnaðurinn við að verða aldrei stopp í umferðarteppum og þurfa aldrei að leita að bílastæði. Á vespuhjólinu er maður ALLTAF styttri tíma á leiðinni en á bíl, hvert sem farið er. Á rafhjólinu tapast að vísu um mínúta á kílómetra á lengri innanbæjarleiðum, en á móti kemur, að vegna notkunar fótanna að hluta má færa þessar mínútur yfir á nauðsynlegan tíma við að halda sér í góðu líkamlegu formi.  


mbl.is Fleiri hjóli og velji bíllaust líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikill tími fer í að dæla bensíni á bíla á bensínstöðvum en rafbíla geta menn hlaðið heima hjá sér eða á meðan þeir skreppa til að mynda á kaffihús eða matsölustað á löngum ferðalögum.

Þorsteinn Briem, 11.10.2017 kl. 21:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meiri tími fer yfirleitt í að eiga og nota bíl daglega en til að mynda reiðhjól og þar að auki er margfalt dýrara að eiga bíl.

K
aupa þarf og dæla bensíni á bílinn, þrífa, fara með hann á verkstæði vegna bilana og dekkjaskipta, í skoðun, tryggja, greiða af honum gjöld, finna bílastæði og greiða í stöðumæli, svo eitthvað sé nefnt.

Íslendingar eru margir hverjir orðnir akfeitir og börnum er ekið til dæmis í skólann, í stað þess að láta þau ganga eða hjóla.

Þar að auki fylgir gríðarlegur annar samfélagskostnaður allri bílaeigninni, til að mynda mikill innflutningur á bensíni, mengun og slit á götum.

Gatnakerfið og bílastæði taka einnig mjög mikið og dýrt pláss og því mikilvægt að sem flest bílastæði séu í bílakjöllurum.

Þorsteinn Briem, 11.10.2017 kl. 22:36

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hjólum Hringinn og allir græða? Er ekki í lagi með ykkur? Látum vera að neyða borgarbúa í stræ-dó, eða ganga og hjóla.

 Túrisminn hverfur á korteri, með svona þankagangi.

 Þvílík andskotans þurs!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.10.2017 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband