Firring og afneitun.

Óvenjuleg firring og afneitun einkennir hegðun Bandaríkjaforseta dag eftir dag, nú síðast með útgöngu BNA úr UNESCO og fordæmingu forsetans á umfangi hjálparstarfs á Puerto Rico, en grunnur þessarar hegðunar virðist vera stærilæti yfir "mætti" og dýrð Bandaríkjanna og Ísraels og vesöld Palestínu og Puerto Rico. 

Mótsagnir hafa valdið því að þessi maður hefur komist til valda. 

Eitt atriði í því að það tókst, var, að hann var eini frambjóðandinn í aðdraganda forsetakosninganna sem sagðist berjast gegn "spillingunni í Washington", en margt sem hann sagði um hana átti við rök að styðjast. 

Hið hlálega var, að sjálfur er og hefur Trump verið umvafinn spillingu og hroka alla tíð. 

En slagorð hans um að skera upp herör gegn spilltri valdastétt í Washington átti stóran þátt að færa honum forsetaembættið á silfurfati. 


mbl.is Trump kvartar yfir kostnaði Maríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi maður er gersamlega hrokkinn af hjörunum. Er samt ekki viss um að bandaríkjamenn væru betur settir með glæpakvendið Hillary.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2017 kl. 12:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á óvenjulegum tímum gerist það ótrúlega,eins og bara í íþróttum þar sem dómari dæmdi fullkomlega löglegt mark af Bandaríska liðinu boltinn fór ekki yfir línuna. Í Evrópu hefði dómari skoðað upptöku til að vera viss,sem kom síðan á daginn að sannaði að markið heði ekki átt að standa. Leikurinn var gegn Puerto Rico.

Helga Kristjánsdóttir, 13.10.2017 kl. 13:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessu átti að fylgja að það kostaði BNA þáttöku í HM í Rússlandi.

Helga Kristjánsdóttir, 13.10.2017 kl. 13:29

4 Smámynd: Mofi

Hann kvartaði yfir því að innviðir borgarinnar hefðu verið hræðilegir, enginn séns að þeir voru það?  Hann kvartaði yfir því að þetta væri dýrt... aldrei lent í vandræðum svo voru dýr og kvartað yfir því?  Hillary kom Trump til valda, enginn heiðarlegur einstaklingur sem veit eitthvað um hennar fortíð gat kosið hana.

Mofi, 13.10.2017 kl. 14:23

5 identicon

En heiðarlegir einstaklingar sem eitthvað vissu um fortíð viðrinisins Tromps gátu kosið hann? Nú þarf að gefa nýja skilgreiningu á "heiðarlegir".

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 13.10.2017 kl. 23:42

6 Smámynd: Mofi

Að skrifa metsölubók, stjórna verðlauna sjónvarpsþætti, byggði upp fyrirtækja veldi sem er virði miljarða. Já, hvernig gat einhverjum dottið í hug að hann gæti orðið öflugur forseti?  Allt sem ég hef séð sem á að vera slæm fortíð er afskaplega lítilfjörlegt; eitthvað í þá áttina að hann sagði eitthvað sem var dónalegt, ég sé það bara fyndinn plús.

Mofi, 14.10.2017 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband