"Fyrirbyggjandi aðgerðir", - teygjanlegt og hentugt hugtak valdhafa.

"Öryggishagsmunir ríkisins" er hugtak sem oft er notað erlendis til þess að réttlæta aðför að blaðamönnum og uppljóstrurum vegna staðreynda sem "lekið" hefur verið úr stofnunum eða fyrirtækjum. 

En nú hefur íslenskur sýslumaður gengið heldur betur lengra. Hann telur að möguleikar á því að fjölmiðill fari að upplýsa um fleiri mál en þau, sem hann hefur þegar upplýst um,  réttlæti að lögbann verði sett á frekari umfjöllun. 

Nú liggur fyrir að blaðamennirnir hafa eingöngu notað upplýsingar um æðsta valdamann þjóðarinnar og hans nánustu sem skiptu almenning máli og vörðuðu almannahagsmuni. 

Þeir hafa lýst því yfir að þannig ynnu þeir úr gögnunum, sem þeir hafa skoðað.  

En sýslumaður gefur sér það fyrirfram að blaðamennirnir kunni að taka upp á því að rótast eins og naut í flagi ofan í hvers manns koppi í gögnum Glitnis og að þess vegna sé réttlætanlegt að stöðva alfarið fyrirfram alla umfjöllun blaðamanna um bankann. Þetta séu "fyrirbyggjandi aðgerðir." 

Fróðlegt væri að vita hvort hliðstætt mál þekkist á Vesturlöndum. 

Því að "fyrirbyggjandi aðgerðir" er bæði teygjanlegt hugtak og þægilegt að grípa til í því skyni að kæfa alla upplýsingagjöf og umfjöllun um hvaðeina sem valdamiklir telja sér í óhag. 

Til dæmis liggur fyrir að rannsóknarblaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur um árabil flett ofan af ýmsu misjöfnu og saknæmu. 

Það gæti því orðið "fyrirbyggjandi aðgerð" að leggja fyrirfram lögbann á allt sem þessi blaðamður birtir. 


mbl.is „Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirbyggja hvað?

Kannski fyrirbyggja að Creditinfo hnýsist í "bankaleynda" ó-opinbera einkareikninga almennings?

Nú þarf að auglýsa eftir starfhæfum sýslumanni í Reykjavík, sem vinnur lögum samkvæmt, og fyrir almenning í "réttarríkinu".

Ekki varð ég hissa á að sýslumannsembætti brýtur réttindi á almenningi. Einfaldlega vegna þess að ég þekki það af eigin reynslu, hvernig þeir komast upp með að ganga erinda glæpabanka eins og Glitnis. Ganga erinda glæpabanka við að rukka ólögleg lán einstaklinga. Ó-opinberra einstaklinga sem ekki geta varið sig fyrir svona embættisvaldníðslu og óverjandi opinberu ofbeldi.

Svei öllum þeim embættistoppum, sem níðast á varnarlausu fólki, sem glæpabanka kerfið hefur brotið réttindi á og rænt það aleigunni og lífsstarfinu í fjölmörgum tilfellum. Ekki undarlegt að fólk á Íslandi verði mikið veikt á líkama og sál, af svona svívirðilegu valdníðsluofbeldi.

Það er mikið að siðferði og dómgreind þeirra einstaklinga, sem finnst þetta eðlileg framkoma Sýslumanna gagnvart almenningi og fjölmiðlum. Og gagnvart almenningi, sem þeir toppar eiga að verja gegn lögbrotum, en ekki berja niður með valdníðslu og lögbrotum.

Mér ofbýður nú oft umfjöllun sumra blaðamanna og fleiri. En þöggun á aldrei rétt á sér. Það verður að leysa þessi spillingarmál á Íslandi öll með opinni samfélagsumræðu, ef hér á að verða búandi fyrir fólk í framtíðinni.

Hvers vegna létu sumir sér ekki nægja að kæra til lögreglu, ef um lögbrot blaðamanna var að ræða í þessu tilfelli? Hvert er raunverulegt hlutverk blaðamanna, hér í embættis og bankaspilltasta ríki jarðarinnar? Eiga blaðamenn bara og reykja gras, sprauta sig, eða tyggja nikótíntyggjó, milli fyrirskipana frá faldavaldsníðinga embættiskerfisins á skerinu?

Það er ekki gæfulegt blaðamanna prógramm, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 01:27

2 Smámynd: Réttsýni

Það er auðvitað hræðilegt að svona aðför skuli gerð að blaðamönnum á Íslandi enda augljóst að hún er ekki gerð til annars en að leyna almenningi mikilvægum upplýsingum. Sem betur fer átta flestir sig á hættunni sem hæer er á ferðum og að við henni þurfi að bregðast hart.

"The Founding Fathers gave the free press the protection it must have to bare the secrets of government and inform the people. They also knew that free speech is the friend of change and revolution. And they also knew that it the deadliest enemy of tyranny." - Hugo Black.

Réttsýni, 17.10.2017 kl. 04:26

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta er algjörlega ólíðandi og ætti að kalla á hörð viðbrögð alls almennings. En hvernig er með aðra bloggara á mbl.is? Finnst þeim þetta mál of léttvægt til að fjalla um það?

Jósef Smári Ásmundsson, 17.10.2017 kl. 07:00

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sjálfstæðismenn höfðu lítið að segja í gærkvöldi. Enda kannski margir að uppgötva að þeir eru aðilar í glæpasamtökum í anda mafíunnar.Sumum er ekki viðbjargandi og voru farnir að verja foringja sinn og aðgerðir með því að hann sé nú mannlegur.Al Capone átti sinn Frank Nitty. Þetta er ekkert öðruvísi hér nema byssum er sem betur fer ekki beitt.Þar sem er spilling þar er þöggun.Þetta eru nánast sömu aðferðir sem einn mesti glæpamaður Bandaríkjanna notaði. Dró að sér vini sem voru tilbúnir að fórna ærunni og lífið fyrir foringja sinn til að vernda spillinguna og viðbjóðinn.Ef minnsti grunur féll á þá að þeir væru ekki að vinna skítverkin fyrir foringjann var þeim slátrað.Þetta er ekki fögur viðmiðun en kolkrabbinn teygir sig greinilega hér inn í æðsta dómstól landsins.Dómstól sem á að vernda okkur frá glæpamönnum.

Ragna Birgisdóttir, 17.10.2017 kl. 08:30

5 identicon

Hér kemur spurningin upp, hvort Ísland sé lýðræði eða ekki.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 10:08

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það samkrull sem hér tíðkast á milli stjórnmála og fjármála kallar á spillingu. Og hér á Íslandi er mikil spilling.

Sæmundur Bjarnason, 17.10.2017 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband