Áhrifarík lýsing sérfræðings. Meira að segja fleiri eldgos!

Þrír ólíkir fundir eða þing þessa dagana hafa verið með sama megin viðfangsefnið, umhverfismál með, hlýnun jarðar og afleiðingar hennar.

Þetta voru fundur Alkirkjuráðsins fyrir viku, Evrópska dreifbýlisþingið í Hollandi í þessari viku og Umhverfisþing í Reykjavík í dag. 

Á fundi Alkirkjuráðsins var fyrirlestur Halldórs Björnssonar sérfræðings á Veðuðrstofu Íslands mjög áhrifaríkur, enda afar vel samsettur og fluttur.

Og yfirlýsing ráðsins um skyldu kirkna undir hatti ráðsins, sem eru með 500 safnaðarmeðlimi, til að beita sér í þessum málaflokki, bar þetta með sér. 

Þessi fyrirlestur og stefnumótun ráðsins hefði verið upplagt fréttaefni fyrir fjölmiðla. 

Fólk sperrti eyrun í umræðuhópi um þessi mál á Evrópska dreifbýlisþinginu í dag, þegar það fékk að vita um áhrifin, sem þegar sjást á Íslandi, til dæmis stórfellt tjón á vegakerfinu á Austurlandi þegar stórir hlýir og rakir lofmassar skella æ ofan í æ á landinu suðaustanverðu, minnkun, lækkun og létting jöklanna, sem veldur meðal annars hinu hratt stækkandi og djúpa Jökulsárlóni, sem á eftir að verða að firði og rjúfa hringveginn verði ekkert að gert og súrnun sjávar og breytingar á lífríki hans sem veldur dæmalausum dauða sjófugla. 

Enn magnaðra fannst þeim að heyra að létting jöklanna ylli því að landið undir þeim og næst þeim lyftist með minnkandi fargi og að afleiðingarnar yrðu fjölgun eldgosa. 

Evrópubúum er í fersku minni búsifjarnar í flugsamgöngum vegna gosanna í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. 

Halldór Björnsson hafði greinilega mikil áhrif á viðstadda með hinum vel flutta fyrirlestri sínum á Umhverfisþinginu íslenska í dag eins og tengd umfjöllun á mbl.is ber með sér. 

 


mbl.is Víðtækar afleiðingar frekari hlýnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2014:

"Höfn í Hornafirði stendur nú 15 sentímetrum hærra en árið 1997 og ástæðan er minna farg af bráðnandi jökulþekju.

"Áætlað er að þegar Vatnajökull hefur hopað allur muni land undir honum miðjum rísa um rúma 100 metra og allt að 20 metra við Höfn í Hornafirði.

Fargléttirinn við bráðnun jökulsins mun stórauka eldvirkni
, enda á kvikan þá greiðari leið upp á yfirborðið."

Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 22:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Talið er að suðurströnd Íslands hafi færst fjóra kílómetra suður í Kötluhlaupinu 1918.

Þá myndaðist Kötlutangi sem var syðsti punktur Íslands í nokkra áratugi, uns hafið hafði nagað hann burt og borið efnið vestur með ströndinni og meðal annars bætt vel í ströndina hjá Vík í Mýrdal.

Á landnámsöld
, og allt til 1179, var Hjörleifshöfði að minnsta kosti að hluta umlukinn sjó og fyrir vestan hann var Kerlingarfjörður, hin ágætasta höfn, sem fylltist í Kötluhlaupi árið 1179 (Höfðárhlaupi).

Þessi tvö litlu dæmi sýna hve mikilvirk jökulhlaupin eru í því að mynda sandana á Suðurlandi - Kötluhlaup, Skaftárhlaup, Skeiðarárhlaup - en Katla hefur stundum hlaupið undan Sólheimajökli og myndað þannig Skógasand og Sólheimasand, auk þess sem hún hefur hlaupið niður í Þórsmörk og þannig lagt til aura Markarfljóts.

Þar fyrir utan bera jökulárnar kynstur af framburði til sjávar ár og síð
, frá Hvítá í vestri til Jökulsár í Lóni í austri."

Vísindavefurinn - Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn?

Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 22:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 22:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.11.2014:

"Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju.

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið."

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 22:36

6 identicon

Ómar minn. Er nýbúið að fikta eitthvað í Hellisheiðar tilrauninni, til að láta fréttina passa við óttalega leikritið? Eða þurfti þess ekki einu sinni?

Fikt í Hellisheiðarvirkjun, sem náði alla leið til Selfoss, og með tilheyrandi fréttapassandi "ba-bú-viðvörunum" og brunaliða-björgunarsveitanna lögreglu-afleysingar-mannaða liðhlaupana fyrirtækjastýrðu?

Nú þarf að bæta við gífurlegu fjármagni til lögreglunnar á Íslandi, og ekki seinna en strax!

Svo lögreglan geti mögulega sinnt sínum lögregluskyldum á löglegan hátt, en ekki undir kúgunarþrýstingi glæpabankastýringar og fyrirtækjastýrðri ólöglegri "brunavarðasveit"!

Þetta bankaræningja-dópsölulið er orðið alveg snældu snar vitlaust villimannagengi, í lögreglulausu Íslandinu!

Ég get sagt þetta, en það er ekki víst að þú getir sagt þetta Ómar minn.

Nú tekur ábyrgur almenningur við, og tekur ábyrgð á sínu siðferðiskrefjandi tjáningarfrelsi og gagnrýnikrefjandi lýðræði á Íslandi!

Það er til einskis að kjósa, ef bankastýrðir handrukkarar stýra Íslandi!

Þvílík bölvunarinnar og illskunnar óverjandi suðurlandsins Eymd!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband