Súrnun sjávar, stórmál fyrir Íslendinga, sem nær aldrei er nefnt.

Í allri umræðunni sem hefur verið vegna "40 þúsund fífla" sem kuldatrúarmenn segja að hafi farið á Parísarráðstefnuna 2015 hefur nánast aldrei verið minnst á súrnun sjávar. 

Ástæðan er sennilega ekki aðeins sú að hagsmunirnir sem í húfi eru vegna breytinga í efnasamsetningu sjávar eru miklu minni heldur en hagmunirnir varðandi hlýnunar andrúmsloftins, heldur einnig sú, að það hefur reynst auðveldara fyrir afneitarana, sem kalla ráðstefnugestina í París "40 þúsund fífl" að flækja umræðuna um lofthitannn með því að vefengja mælingar og rannsóknir "lélegra vísindamanna og falsara" og halda í staðinn fram mælingum "raunverulegra vísindamanna sem ekki láta glepjast af áróðri" svo að notað sé orðfæri Trump og ákafra fylgismanna hans hér á landi. 

Að mæla sýrustig og innihald sjávar og sýna fram á það að hafið drekkur í sig drjúgan hluta vaxandi koltrísýrings í andrúmsloftinu er hins vegar erfiðara að véfengja. En kannski verða rannsóknirnar á afleiðingum þess afgreiddar sem "lygar og falsfréttir." 

Fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð er það hins vegar stórmál að láta ekki súrnun sjávar verða þöggun eða afneitun að bráð. 

Um stórfelld áhrif á nytjastofna hér við land getur verið að ræða. 


mbl.is Súrnun hefur áhrif á allt lífríki hafsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

 Höfin eru basísk, og geta því ekki „súrnað“.Hér er smá kafli úr grein minni „Gróðurhúsaáhrif væru góð, eða...“

Á sama hátt og aldrei er talað um „endurhlýnun” heldur aðeins „hlýnun” er ávallt talað um koldíoxíð- „mengun”, aldrei nokkurn tímann eins og rétt er, um „hringrás”.

Þess er líka aldrei getið, að um 97% koldíoxíðs gufuhvolfsins kemur frá náttúrunni eins og það hefur gert í milljarða ára Í hæsta lagi 3% stafa af brölti mannanna.

Og sú staðreynd heyrist aldrei nefnd að þessi „lofttegund lífsins” streymir úr iðrum jarðar allan sólarhringinn í gífurlegu magni alla daga ársins ofansjávar og neðan og raunar ekki síst hér á Íslandi. Þetta nær hámarki í eldgosum, en þótt ekkert sé eldgosið streymir koldíoxíð upp frá jarðhitasvæðum jarðar allan ársins hring, ekki aðeins ofansjávar, heldur jafnvel enn frekar á Atlantshafshryggnum og öðrum slíkum eldvirkum neðansjávarhryggjum, sem ná meira en fjörutíu þúsund kílómetra neðansjávar í öllum heimshöfum í mörgum hlykkjum allt umhverfis jörðina.koldi_769_oxi_769.jpg

Á þessum hryggjum eru ótaldar þúsundir, ef ekki milljónir eldstöðva og loftventla, sem koldíoxíð streymir upp úr. Án þessa uppstreymis nýs koldíoxíðs mundi jurtalífið í sjó og á landi stórlega dragast saman, því það sem kemur frá mönnum, dýrum, fiskum, bakteríum og sveppum dugar engan veginn til. Jurtirnar eru gráðugar í koldíoxíð.

Hér kemur að dálítið merkilegu atriði: Enginn veit, eða getur vitað hve mikið náttúrulegt uppstreymi koldíoxíðs er. Mæling á uppstreymi lofttegunda úr jörðu er gífurlegum erfiðleikum bundin sem m.a. má sá á því að nýlega var tveimur aðilum falið að mæla uppstreymi brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun. Annar aðilinn sagði uppstreymið vera 5000 rúmmetra á sólarhring, hinn sagði það vera 80.000 rúmmetra. Hver sá vísindamaður, sem gefur frá sér áætlanir og yfirlýsingar um uppstreymi koldíoxíðs úr eldfjöllum og hverasvæðum ofansjávar og neðan allt umhverfis jörðina fer aðeins með getgátur gjörsamlega út í loftið og verður sjálfum sér og vísindunum til minnkunar.Enginn veit þetta og enginn getur mælt þetta. Það eina sem er öruggt er, að magnið er gríðarlegt.

En af hverju er ekki settur „kolefniskvóti” á hverasvæði og eldfjöll Íslendinga? Ástæðan virðist harla einföld: Menn virðast almennt alls ekki vita um þetta uppstreymi, sem er þó lykilatriði í koldíoxíðhringrásinni. Kyoto- menn nefna það aldrei.

Sömuleiðis er aldrei talað um það gífurlega magn koldíoxíðs, sem kemur frá sveppagróðri og þeim bakteríum sem nýta súrefni, í höfum, í landi og í lofti. Þessir sveppir og bakteríur eru langflestar ósýnilegir, en allar þessar örverur framleiða koldíoxíð án þess að nokkur taki eftir því nema þá sem loftbólum í brauði eða ostum eða þegar freyðir í ölglasi. Allt sem deyr, jafnt ofansjávar sem í höfunum, frá smæsta grasstrái upp í stórhveli er leyst upp af þessum sveppagróðri og bakteríum og breytist að stórum hluta í koldíoxíð.

Í höfunum kemur líka mikið frá fiskum og öðrum lífverum Margt smátt gerir eitt stórt, og menn ættu að hafa í huga að örverur eru meira en helmingur af því sem lifir, öllum lífmassa jarðar og frá þeim kemur meginþorri allrar losunar koldíoxíðs á jörðinni þótt fáir veiti því athygli. Mikið kemur frá andardrætti dýra, manna, fugla, skordýra (gífurlegt magn, sem alltaf gleymist)olfl. Losun frá mönnum er í hæsta lagi rúm 3% heildarlosunar. Um 97% koldíoxíðs er framleitt af náttúrunni, sem fyrr sagði, ekki af mönnunum, sem framleiða ca. 3%. En ekki nóg með það koldíoxíð veldur aðeins ca. 3,6% gróðurhúsaáhrifa. Áhrif mannsins sem t.d. Parísaramkomulagið gæti haft áhrif á, geta því ekki verið meiri alls en 0,12%. (sjá mynd).

Um allt þetta tala þeir sem býsnast út af „súrnun sjávar“ aldrei. Það er út af fyrir sig rétt að vatn getur tekið til sín lofttegundir, súrefni, koldíoxíð o.fl. að vissu marki í hlutfalli við loftþrýsing og hitastig. Gróðurhúsamenn virðast hins vegar halda, að allt koldíoxíð í höfunum komi úr því agnarlitla magni sem er í andrúmsloftinu, þ.e. þeim ca 400 grömmum (ekki kílóum) þess sem finnast í hverju tonni gufuhvolfsins, og aukning þess um fáein grömm í hverju tonni muni breyta heimshöfunum í gallsúra eyðimörk!

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.10.2017 kl. 13:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú att greinilega erindi á ráðstefnu "fíflanna" sem verður haldin í Bonn í næsta mánuði. 

Eða kannski frekar að koma þessum staðreyndum þínum strax á framfæri svo að hægt verið að hætta við þessa ráðstefnu. 

Ómar Ragnarsson, 23.10.2017 kl. 14:08

3 identicon

Hvað mundi maður kalla mann sem flýgur oft til Evrópu og ekur þar þúsundir kílómetra á bensínbíl en vegna þess að hann notar reiðhjól innanbæjar þegar hann ferðast einn segist hann hafa minnkað kolefnisspor sitt um 75%?

Hvað kallar maður fólk sem flýgur og ekur þúsundir kílómetra til að halda ráðstefnu um loftslagsmál sem vel hefði mátt halda á netinu? Hversu trúverðugur er málflutningurinn þegar helstu forsvarsmenn og talsmenn mæta á einkaþotum og aka um ráðstefnuborgina í stórum limosínum?

Er fífl eitthvað verra orð en eitthvað annað?

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.10.2017 kl. 15:52

4 identicon

Já Bonn hefur sem sagt verið valin fyrir huggulega jólainnkaupaferð þetta árið.

En færi ekki betur á því að ef menn hafa svona góðan málstað að svara gagnrýnisröddum málefnalega?

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 23.10.2017 kl. 16:00

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.11.2014:

"Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju.

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið."

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 23.10.2017 kl. 17:18

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.

Langflestir menga því mun meira í sinni heimabyggð en utan hennar
, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.

Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.

Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.

Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.

Þorsteinn Briem, 23.10.2017 kl. 17:38

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.

Skógareyðing á einum degi
losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga a milli Bandaríkjanna og Evrópu."

Þorsteinn Briem, 23.10.2017 kl. 17:41

10 identicon

Vilhjálmur, gamað að heira einhvern sem getur komið þessu frá sér á vel útilátinn hátt.

Ómar, þetta er ekkert nýtt ... búið að tala um þetta í tvo áratugi.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.10.2017 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband