Ástandið 2009 ósambærilegt við það sem nú er.

Vinstri stjórnin 2009 tók við mörg hundruð milljarða króna hruni ríkissjóðs Íslands og enn stærra bankahruni og hruni fyrirtækja. 

Það er því fráleitt að bera saman neyðaraðgerðirnar þá, sem óhjákvæmilega hlutu að felast í hækkun skattprósentu, við ástandið nú eða undanfarin ár, en það var reynt í sjónvarpsumræðum í kvöld. 

Þessi brunarústaríkisstjórn 2009 skerti að vísu kjör aldraðra og öryrkja og hefði átt að láta það ógert. 

Í öllu fimbulfambinu í umræðunum í kvöld um tuga og hundruð milljarða fjárhæða loforð stjórnmálaflokkanna var aðeins einu sinni minnst á það atriði sem hefur búið til öll þessi verðmæti, þrefalda fjölgun erlendra ferðamanna á örfáum árum. 

Ekki hafði þetta verið nefnt í þetta eina sinn í kvöld fyrr en Sigmundur Davíð reyndi að gera lítið úr því með einhverri mestu talnakúnstaleikfimi sem heyrst hefur. 

Umræðurnar voru annars ágætis sjónvarpsefni, fjörugar og stundum allt að því dramatískar eins og þegar tilfinningarnar báru Ingu Sæland ofurliði. 

Bjarni Benediktsson naut þess kannski frekar en hitt að langflestum spurningum þátttakendanna var beint til hans og hann gat nýtt sér yfirveguð svör aukinn tíma á skjánum.  

Björt framtíð er nú í slæmri stöðu og góð ráð dýr. Björt Ólafsdóttir, sem hefur staðið sig vel sem umhverfisráðherra, reyndi að höfða til náttúruverndar- og umhverfisverndarfólks með því að leggja höfuðáherslu á græna framtíð, stöðvun virkjanaæðis og þjóðgarð á miðhálendinu, en ákvæðið um 5% þröskuld atkvæða á landsvísu er ósanngjarnt. 

Það er ekki sanngirni í því að 4,9% atkvæða gefi engan þingmann á sama tíma og 1,5% atkvæða eru að jafnaði á bak við hvern þingmann þeirra flokka, sem komast yfir þennan þröskuld. 

Miðað við síðustu skoðanakannanir er Björt framtíð alveg á mörkum þess að fá einn þingmann og Flokkur fólksins á mörkum þess að fá þrjá. 


mbl.is „Geturðu aðeins haldið þér rólegum?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 28.10.2017 kl. 03:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja í árslok 2008 voru að sögn Ríkisskattstjóra 22.675 milljarðar króna, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 28.10.2017 kl. 03:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2009:

"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008] en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%."

Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila

Þorsteinn Briem, 28.10.2017 kl. 03:50

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008:

9.3.2008:

Íslendingar skulda mest í heimi

Þorsteinn Briem, 28.10.2017 kl. 03:56

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 28.10.2017 kl. 04:01

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 13.9.2016:

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 28.10.2017 kl. 04:06

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 13.3.2017:

Þúsundir manna hér á Íslandi, bæði Íslendingar og útlendingar, misstu vinnuna vegna Hrunsins hér haustið 2008.

Þúsundir útlendinga höfðu þá verið að byggja íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu og þeir fluttu úr landi ásamt þúsundum íslenskra iðnaðarmanna.

Þúsundir manna hér á Íslandi misstu einnig íbúðir sínar og urðu gjaldþrota.

Íbúðir voru því tiltölulega ódýrar hérlendis mörgum árum eftir Hrunið og því ekki mikill vandi fyrir ungt fólk að kaupa íbúðirnar ef það hafði til þess fjárráð, sem það hafði yfirleitt ekki.

Og þúsundir manna fluttu úr landi vegna lágra launa hérlendis.

Til að hægt sé að reisa hér ný íbúðarhús þarf að flytja inn vinnuaflið og það þarf einnig að búa einhvers staðar.

Og nú starfa hér aftur þúsundir útlendinga við að reisa íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel og gistiheimili, svo og við ferðaþjónustuna, þannig að hægt verður að aflétta hér öllum gjaldeyrishöftum á morgun.

Atvinnuleysi hér á Íslandi er nú nær ekkert vegna ferðaþjónustunnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hatast við.

Og nú hefur loks nýlega verið hægt að stórhækka hér laun vegna ferðaþjónustunnar sem hefur mokað erlendum gjaldeyri inn í landið, þannig að gjaldeyrisforðinn er nú jafnvirði átta hundruð milljarða króna.

Nokkur ár tekur að hanna og reisa íbúðarhúsnæði, enginn skortur er á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði hér í Reykjavík í mörgum hverfum borgarinnar og hér býr einungis rúmlega helmingur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 28.10.2017 kl. 04:09

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 13.10.2017:

"Við erum stödd í stærsta uppbyggingarskeiði í Reykjavík frá upphafi.

Mikil þörf er á íbúðabyggingum til að mæta aukinni þörf fyrir húsnæði í höfuðborginni en lykilatriði í þeirri uppbyggingu sem nú stendur yfir er samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða.

Þessi félög hafa fjárhagslega burði til að fara í uppbyggingu, enda stefnum við á að 2.500-3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir fari af stað á árunum 2014-2019."

Nú þegar liggja fyrir staðfest áform um 4.145 íbúðir með þessum félögum:

1.000 íbúðir í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir, 470 búseturéttaríbúðir, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 135 hjúkrunarrými, 110 sértæk búsetuúrræði og um 640 félagslegar íbúðir.

Allt um þetta hér.

Þorsteinn Briem, 28.10.2017 kl. 04:11

11 identicon

það má altaf deila um gæði ráðherra. björt hegðaði sér ekki öðruvísi en aðrir ráðherrar frá mér til mín um mig, það verða að vera mörk hver kemst iná þíng. hef ekki séð mikinn stöðugleika í þeim löndum sem lágan þröskuld

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.10.2017 kl. 04:54

12 identicon

" ákvæðið um 5% þröskuld atkvæða á landsvísu er ósanngjarnt. "

Já það ætti að vera 10% til að auka líkurnar á starfhæfum ríkisstjórnum því það er útkoman sem landsmenn óska eftir úr þessum kosningum.

Fólk getur bara gengið í stjórnmálaflokk og unnið að sínum hugðarefnum í stað þess að stofna flokk um eitthvað dægurmálaþras á kaffistofunni

Grímur (IP-tala skráð) 28.10.2017 kl. 16:56

13 identicon

Ómar minn. Hvernig ætli staðan sé öðruvísi á bak við tjöldin, heldur en fyrir framan tjöldin, frá því árið 2009?

Allir sem ekki eru mjög ungir og reynslulausir, og hafa fylgst með Íslands spilltri pólitík þessi ár frá síðasta bankaráni ársins 2009, vita að ekkert er eins og það er látið sýnast af valdafjölmiðlum. Ég og þú teljumst líklega með þeim sem enn hafa eitthvert hálfbannað, haltrandi og um það bil útskúfað tjáningarfrelsi ennþá.

Hvert frá sinni varnarlausra ólíkra sjónarhóls spýtunni.

Hangandi eins og þrjósk bráð fyrir framan villimennsku-kerfisbanka-mafíuna. Og bara það eftir fyrir okkur, að brosa framan í myndavélastjórana illra afla stýrandi, þaggandi og valdmisbeitingar kúgandi:)

Það er til líf eftir þetta jarðlíf:)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2017 kl. 21:50

14 Smámynd: Þorkell Guðnason

Yfirgangur gauksins sem stöðugt verpir í hreiðrið þitt Ómar - fælir amk. mig - nú, sem endranær frá því að leggja hér orð í belg. Þar sem mér virðist, það hvorki skipta þig, né gaukinn nokkru máli, verður bara svo að vera.
Góðar stundir.

Þorkell Guðnason, 28.10.2017 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband