Gamalkunnug "lím"staða Framsóknar?

Á árunum 1971-1991, eða í 20 ár, varð niðurstaðan sú í kosningum, að engu skipti hvað kjósendur kusu, þeir kusu í raun alltaf Framsóknarflokkinn, sem var samfellt í ríkisstjórn þessi 20 ár, nema þá fjóra mánuði haustið 1979, sem minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sat með atbeina Sjálfstæðisflokksins. 

Frá 1995-2007, eða í tólf ár, gerðist þetta aftur, þannig að í 45 ár samtals, var Framsókn í stjórn í 37 ár. 

Sigurður Ingi Jóhannsson orðar þetta þannig nú, að "Framsókn sé límið í íslenskum stjórnmáljum."

Í stjórnarmyndun fyrir ári var Björt framtíð með þessa lykilstöðu og með því að líma sig við Viðlreisn réði hún því í raun að akki var mynduð miðju-vinstristjórn heldur miðju-hægri stjórn. 

Þá var Framsókn með SDG innanborðs hálfgert eitrað peð í stjórnarmyndunarviðræðum, en núna gæti Framsókn með SDG utanborðs verið "lím" og Sjálfstæðisflokkurinn eitrað peð, að vísu ansi stórt pað - en fimm þingmönnum minna peð en síðast.  


mbl.is Útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í stjórnarmyndun fyrir ári var Björt framtíð með þessa lykilstöðu og með því að líma sig við Viðreisn réði hún því í raun að akki var mynduð miðju-vinstristjórn heldur miðju-hægri stjórn."

Þetta er nú ljóta bullið!

Vinstri grænir, Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð fengu samtals 27 þingmenn og Viðreisn 7 þingmenn í alþingiskosningunum í fyrra.

Viðreisn vildi þá hins vegar ekki mynda fimm flokka ríkisstjórn með þessum flokkum og enginn vildi mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum, nema Sjálfstæðisflokkurinn.

Það var því Viðreisn sem kom í veg fyrir þá stjórnarmyndun en ekki Björt framtíð.

Alþingiskosningarnar árið_2016

Þorsteinn Briem, 30.10.2017 kl. 03:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir líta út fyrir að flokkurinn sé í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndun.

Áður en hann hélt inn á fund forseta sagðist hann aðspurður ekki útiloka neitt stjórnarsamstarf nema eitt og átti þá við að ganga inn í meirihlutasamstarf með fráfarandi ríkisstjórnarflokkum."

Steini Briem, 31.10.2016

Þorsteinn Briem, 30.10.2017 kl. 03:26

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hver er með Alzheimer eins og þú varst svo smekklegur að segja um mig í dag?  Hvert er "bullið" eins og þú segir núna. 

Ég hlakka til þess að sjá þig afneita þessum staðreyndum:

Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn höfðu samanlagt 28 þingmenn i fyrra og gátu því ekki myndað meirihlutastjórn án þess að hafa Bjarta framtíð með svo að stjórnarþingmennirnir yrðu 32. En með því að líma sig fyrirfram við Viðreisn og rjúfa ekki þau bönd var það auðvitað Björt framtíð sem réði því að mið-hægristjórnin var mynduð. 

Ómar Ragnarsson, 30.10.2017 kl. 19:48

5 identicon

Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég sem unglingur á 7. og 8. áratugnum hét því að ég myndi frekar drukkna í rotþró frekar en að kjósa Framsóknarflokkinn. Og það var jafnvel áður en Ólafía komst á koppinn. Ástæðan var sú sem þú nefnir, að flokkurinn hafði aðeins eina stefnu, þ.e. að komast í ríkisstjórn, en var að öllu öðru leyti stefnulaus. Ég myndi ekki lýsa flokknum sem lími, frekar sem slími eða eins og alltaf áður sem óvirkum, pinsípplausum organisma. Sérstaklega á það við í dag um flokkinn með Sigurð Inga sem formann.

Varðandi Sjálfstæðisflokkinn, þá hefur sá flokkur ekki ófá vandamál. En eitt af vandamálum flokksins er formaðurinn vegna þess að hann er vingull, reynir alltaf að setja sig á milli tveggja stóla. Ég tel heillavænlegast fyrir flokkinn að velja sér nýjan formann, helzt einhvern með óflekkað IceSave-mannorð og sem gerir sér grein fyrir því að láglaunastéttirnar, gamla fólkið og öryrkjarnir, sem Bjarni kom aldrei auga á, lifa ekki á loftinu einu saman.

Á vinstriflokkana og "Viðreisn" ætla ég ekki að minnast ógrátandi, flestir vita mitt álit á þessum flokkum. Hins vegar er ég mjög hlynntur pólítísku samstarfi Miðflokksins og Flokks fólksins (sem ég kaus). Svo er bara að sjá hvað sé hægt að setja utan þessa tvo flokka. Ég álít, að B og D myndi ganga, það yrði stöðug ríkisstjórn með 35 þingmönnum, ef bara Sigurður Ingi gæti fengizt til að taka sönsum. BDMF, Miðju-hægri-frjálshyggju-félagshyggju-umbótastjórn, sem hefur engar áætlanir um íslenzka aðild að ESB.

laughing 

Pétur D. (IP-tala skráð) 30.10.2017 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband