Hvar myndi svona hugsun enda?

Umræðan um það að afmá þekkt mannvirki og sögulegar minjar að meira eða minna leyti vegna þess hverjir reistu þau er ekki ný af nálinni. Meira að segja má heyra slíkar raddir hér á landi. 

Sennilega hefur þessi viðleitni gengið lengst hjá vígamönnum Íslamska ríkisins, sem gengu hreinan berserksgang í því að eyðileggja merkar menningarminjar. 

Frægt var þegar Talibanar sprengdu Búddalíkneski í Afganistan hér um árið. 

En svona aðgerðir eru hæpnar, jafnvel þótt í minna mæli séu. 

Þótt Lenín (afsakið Marx, sjá aths) segði að trúarbrögð væru ópíum fólksins og virtist hafa á þeim fyrirlitningu í samræmi við þau orð, létu bolsévikar menningarminjar Kremlar standa þótt misslæmir keisarar hefðu staðið fyrir þeim. 

Af og til koma upp raddir um það að taka merki Danakonungs af Alþingishúsinu. Þá gleymist það, að Kristján níundi lét reisa Alþingishúsið sem konungur Íslands og að á þeim tíma stóð sjálfstæðisbarátta Íslands ekki um það að hvort hann væri þjóðhöfðingi Íslands, heldur hafði Jón Sigurðsson staðið fyrir því að staðið væri við Gamla sáttmála sem samings milli konungs sem einstaklings og Íslendinga. 

Kórónan fellur því undir merkilegar sögulegar minjar. 

Ef farið hefði verið út í það að afmá allar minjar um völd og framkvæmdir einvaldskonunga fyrri tíðar, hefði þurft að eyðileggja Skansinn í Vestmannaeyjum, sem var hernaðarlegt mannvirki hannað af Dönum, og "afmá" Stjórnarráðshúsið og Viðeyjarstofu, sem voru reist fyrir atbeina einsvaldskonungs í Kaupmannahöfn. 


mbl.is Vilja afmá Taj Mahal úr sögu Indlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alþingishúsið var friðað af menntamálaráðherra 14. desember 1973 samkvæmt 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969."

lögum um menningarminjar nr. 80/2012 er gerður greinarmunur á friðlýstum húsum og mannvirkjum og þeim sem friðuð eru.

Við gildistöku laganna 1. janúar 2013 voru öll hús og mannvirki í landinu sem eru 100 ára eða eldri friðuð, því nú er miðað við aldur húss en ekki ákveðið ártal."

Alþingishúsið - Minjastofnun

Þorsteinn Briem, 1.11.2017 kl. 00:48

2 identicon

"Þótt Lenín segði að trúarbrögð væru ópíum fólksins og hefði á þeim fyrirlitningu í samræmi við þau orð"   Margir misskilja þau ummæli Karl Marx (ekki Lenin) að trúarbrögð séu ópíum fólksins. Í þeim fólst hvorki fordæming né fyrirlitning. Ópíum linaði þjáningar og var velkomin blessun. Á þeim tíma hafði ópíum ekki á sér það orð sem af því fer nú og misskilningurinn byggir á því að nota síðari tíma mælikvarða og túlkanir.

Og sumir vilja afmá stjórnarskrána og fá nýja vegna þess að hún á uppruna sinn hjá einsvaldskonungi í Kaupmannahöfn, eins og Skansinn í Vestmannaeyjum, Stjórnarráðshúsið og Viðeyjarstofa. Það má segja að stjórnarskráin okkar falli undir merkilegar sögulegar minjar. Auk þess sem hún þjónar sínu hlutverki vel. Við ættum því ekki að fordæma Talibana fyrir að sprengja Búddalíkneski á meðan að ástæðulausu er ráðist á merkilegar sögulegar og menningarlegar minjar okkar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 1.11.2017 kl. 03:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

Þorsteinn Briem, 1.11.2017 kl. 03:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%.

Þorsteinn Briem, 1.11.2017 kl. 03:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er einfaldlega lýðræði og okkur varðar ekkert um nafnleysingja og aðra vesalinga sem ekki sætta sig við það.

Þorsteinn Briem, 1.11.2017 kl. 03:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.9.2017:

"Meiri­hluta Íslend­inga, eða 56%, þykir mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili.

Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un MMR á af­stöðu Íslend­inga til nýrr­ar stjórn­ar­skrá­r.

Fram kem­ur, að Íslend­ing­ar sem bú­sett­ir hafi verið á höfuðborg­ar­svæðinu hafi verið lík­legri til að þykja það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá (61%) en þeim sem bú­sett­ir voru á lands­byggðinni (47%).

Enn frem­ur seg­ir, að 91% af stuðnings­fólki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og 92% af stuðnings­fólki Pírata þyki það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá.

Ein­ung­is 15% af stuðnings­fólki Sjálf­stæðis­flokks­ins þótti það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili.

76% Vinstri grænna, 40% Fram­sókn­ar og 39% Viðreisn­ar þótti það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá fyr­ir næsta kjör­tíma­bil.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 26. til 28. sept­em­ber 2017 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 1.012 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri."

Þorsteinn Briem, 1.11.2017 kl. 03:38

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Réttilega er sagt að stjórnarskrá sem að meginhluta gerð af Dönum fyrir danskt umhverfi teljist til fornminja, en okkur þætti samt fráleitt ef það væri rétt að bílafloti landsmanna ætti að vera með svipuðu sniði og bílar voru fyrir tæpri öld. 

Ómar Ragnarsson, 1.11.2017 kl. 07:57

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er mikil alda hér í USA að stroka út sögu lánsins, þar á meðal að rífa niður styttur og annað.

Hver er tilgangurinn í þessu? Ég held að vel lesið og vel gefið fólk sjái tilganginn með þessu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 1.11.2017 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband