Ráðherradómur er fullt starf. Starf Alþingismanns líka.

Sú var tíð að það þótti ekkert tiltökumál þótt Alþngismenn gegndu jafnframt störfum ráðherra eða borgarstjóra í Reykjavík. Svo mikilvægt þótti að flokksræðið væri algert, að þegar Þorsteinn Pálsson varð formaður Sjálfstæðisflokksins án þess að sitja á þingi, var mikið gert í því að koma honum á þing. 

Kölluðu gárungar það fyrirbæri "stól handa Steina." 

Þess vegna rennur þeim, sem þrá sem mest völd flokksforingja og mest flokksræði yfirleitt kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir heyra rætt um það að ráðherrar segi af sér þingmennsku á meðan þeir gegna ráðherradómi. 

Er þó löngu viðurkennt að framkvæmdavaldið hér á landi sé of sterkt miðað við löggjafarvaldið, að jaðri við það að Alþingi sé afgreiðslustofnun fyrir ráðherrana. 

Með þessu ofríki framkvæmdavaldsins sé lýðræði skert og ráðríkir ráðherrar eigi stóran þátt í þeim átakastjórnmálum og skotgrafahernaði sem hefur valdið því að traust kjósenda og almennings á þinginu er að mestu leyti þorrið ef marka má skoðanakannanir. 

Það er því viðbúið að nú sé rekið upp ramakvein þegar þingmenn eins flokksins nefna þann möguleika að hugsanlegir ráðherrar hans fái að sinna ráðherrastörfum eins og vert sé, því að það sé fullt starf en ekki hálft. 

Og jafnframt því sé séð til þess að þeir sem sinni þingmennsku líti á það sem fullt starf en ekki hálft. 

Tal um launakostnað í þessu samhengi er hjákátlegt. Það getur aldrei verið hagkvæmt og góð ráðstöfun á almannafé að borga tólf þingmönnum fullt kaup fyrir að sinna hálfum störfum. 


mbl.is 50 milljón króna ráðherrar Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eg er sammála því að aðskilja skuli framkvæmdavald og löggjafarvald en tel ekki að kjörnir þingmann eigi að segja af sér þingmennsku til að gerast ráðherrar. Miklu nær væri að ráðherrar yrðu ráðnir eftir hæfi utan þingsins. En þingmennirnir eiga að sitja á þinginu. Til þess eru þeir kjörnir af kjósendum.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.11.2017 kl. 07:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alþingismenn sem einnig eru ráðherrar fá að sjálfsögðu sérstaklega greitt fyrir það.

Og 21 hefur verið ráðherra á Íslandi frá árinu 1919 án þess að eiga sæti á Alþingi, síðast Ólöf Nordal innanríkisráðherra í Sjálfstæðisflokknum 2014-2017 og Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra í Framsóknarflokknum 2016-2017, þannig að enga lagabreytingu þarf til þess.

Ragna Árnadóttir var til að mynda dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra í ráðuneytum Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2010 án þess að eiga sæti á Alþingi.

Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í Sjálfstæðisflokknum 1983-1986 og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra í Alþýðubandalaginu 1988-1991 voru utanþingsráðherrar.

Hádegismóri ætlar auðvitað einnig að skammast út af því þar til hann hrekkur trúlega af Moggaritstjórastólnum núna í janúar vegna aldurs, þar sem hefð er fyrir því að Moggaritstjórar hætti sjötugir.

Mun eðlilegra væri að óheimilt sé að alþingismenn séu einnig ráðherrar til að aðskilja miklu betur löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið.

Utanþingsráðherrar á Íslandi

Þorsteinn Briem, 6.11.2017 kl. 08:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

... án þess að eiga sæti á Alþingi sem þingmenn með atkvæðisrétt, átti þetta nú að vera.

Þorsteinn Briem, 6.11.2017 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband