Tvær aðaluppsprettur hlaupa í Jökulsá á Fjöllum.

Vatnasvið Jökulsár á Fjöllum er stórt. Kverká og Kreppa koma með vatn úr Brúarjökli.Kverkfjöll og Herðubreið.

Og frá tveimur af þremur hæstu eldfjöllum landsins, Kverkfjöllum og Bárðarbungu, kemur vatn í ána undan Dyngjujökli. 

Komið hefur fyrir að stíflulos í Kverkfjöllum, þar sem er mikill jarðhiti undir jökli og á yfirborði, hafi valdið hlaupum í ánni, en einnig óx jarðhiti undir vestanverðum Dyngjujökli þegar umbrot urðu undir jöklinum í aðdraganda Holuhraunsgossins.Bárðarbunga, Dyngjujökull, Kverkfjöll Jökulsá á Fjöllum, Herðubreið

Jarðhiti er það mikill í austanverðri Bárðarbungu að í fyrsta skipti í sögunni var hægt síðsumars að horfa niður í gegnum jökulinn ofan í jarðhitasvæðið í gegnum lóðrétt op, sem hitinn hafði brætt.  


mbl.is Rafleiðni í ánni farið hækkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband