Kröflueldar skópu tímamót í skilningi á eldgosum. Sjónblekkingar.

Í hátt á annan tug umbrotahrina og samtals níu eldgosum í Kröflueldum 1975-1984 varð til tímamótaþekking jarðvísindamanna á hegðun og eðli íslenskra eldfjalla. 

Vegna bættrar og aukinnar mælingatækni var hægt að fylgjast með risi og sigi svæðisins og meira að segja staðsetja lárétt kvikuhlaup neðanjarðar í fyrsta sinn í svona miklum mæli. 

Eitt af mælitækjunum var hallamælir í nýbyggðu stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, og í ljós kom, að allar umbrotahrinurnar enduðu með kvikuhlaupi, níu sinnum upp á yfirborðið, en í hin skiptin lárétt, oftast til suðurs. Gjástykki. Sköpun jarðarinnar 1.

Annað merkilegt kom í ljós: Eftir hvert kvikuhlaup með tilheyrandi landlækkun á mælasvæðinu, byrjaði land að rísa að nýju, en þegar það var komið í sömu hæð og það hafði verið við síðustu umbrot, gerðist yfirleitt ekkert strax, heldur þurfti land að rísa heldur hærra en fyrr, áður en kvikan hljóp til, ýmist upp eða til annarrar hvorrar áttar eftir sprungustefnunni SSV-NNA. 

Hekla virðist vera í svipuðum fasa nú. Það eru liðin nokkur ár síðan fjallið hafði þanist jafn mikið út og fyrir síðasta gos, en samt gerist ekkert ennþá. Holuhraun. Flug við gíg.

Í Kröflueldum reyndist erfitt að spá fyrir um það hve lengi viðbótarþenslan myndi standa þar til allt færi af stað. 

Sama á við um Heklu nú. Hvað Öræfajökul snertir hafa menn ekkert viðmið frá fyrri gosum þegar engin mælitækni var til. 

Að lokum má geta þess, að á mynd RAX af Holuhrauni sést flugvél, sem er að því er virðist ofan í gígnum. TF-ULF Holuhraun

Þetta er hins vegar sjónblekking, því að ef svo væri, væri flugvélin að brenna upp til agna og ég ekki að skrifa þennan bloggpistil. 

Í gegnum tíðina höfum við Ragnar Axelsson oft farið í myndatökuferðir saman og haft samvinnu um að reyna að taka myndir, þar sem hægt væri að átta sig á stærðarhlutföllum. 

A þessari mynd er RAX í um það bil 2500 feta hæð yfir hinum ílanga gíg, en flugvélin fyrir neðan er í um 1000 feta hæð yfir gígnum og sýnist því bæði vera meira en tvöfalt stærri en hún raunverulega er og sýnist líka vera beint yfir gígnum, sem er einnig sjónblekking. 

Þar að auki sést af myndinni að stífur vindur stendur í átt að gígnum, þannig að hitann frá glóandi hrauninu leggur í átt frá flugvélinni. 

Til samanburðar ætla ég að leita uppi loftmynd, sem tekin var af flugvélinni TF-ULF undir stjórn Jóns Karls Snorrasonar yfir hinu glóandi Holuhrauni.  

Flugvélin sýnist vera eins og felumynd inni í hraunstraumnum en með sjónarhorninu í flugi beggja vélanna, TF-ROS, sem myndin er tekin úr, og TF-ULF, sem myndin er tekin af, verður til mögnuð sjónblekking. 

Eins og á mynd RAX leggur vindinn frá TF-ULF, og vélin er í raun ekki yfir hraunstraumnum, - annars hafði vélin brunnið í hitanum sem leggur upp frá hrauninu. 

Það leggur mistur upp frá hrauninu þannig að myndin verður hjúpuð seiðandi dulúð.  


mbl.is Þekktar eldstöðvar að þenjast út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband