Enginn kannaðist við Chernobyl fyrst. Við könnumst ekki við rányrkju.

Þegar mesta kjarnorkuslys allra tíma varð í Chernobyl í Úkraínu á sínum tíma voru fyrstu vísbendingarnar þær að geislavirkt loft breiddist út yfir norðanverðri Evrópu allt til Norður-Noregs. Auglýsing um sjálfbæra beit (1)

Í fyrstu vildi enginn kannast við að hefði farið úrskeiðis en smám saman kom hinn ógnvænlegi sannleikur í ljós.

Enn í dag er stórt svæði í Úkraínu óbyggilegt vegna þessa hroðalega slyss. 

En Sovétstjórnin, sem þá réð ríkjum í Úkraínu hékk á þöggun málsins eins og hundur á roði. 

Slysið sýndi hve gríðarlega sterk tilhneiging til afneitunar getur verið hjá heilum þjóðum og jafnvel stórveldum. Fólk í sandi v.Kringilsá

Þegar Sameinuðu gerðu skýrslu um ástand umhverfismála í löndum heims upp úr síðustu aldamótum, varð Ísland meðal efstu þjóða. 

Í krafti upplýsingalaga fékk ég skýrsluna afhenta og þá kom í ljós að undir atriðinu "ástand jarðvegs" skilaði Ísland auðu, stöfunum N/A, sem þýða að engar upplýsingar sé að finna. 

Samt hafði Ólafur Arnalds orðið eini Íslendingurinn til að hljóta umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs nokkrum árum fyrr fyrir nákvæmlega það sem lýst var eftir, rannsókn á ástandi jarðvegs á Íslandi.

Í skýrslunni vorum við í þokkalegum félagsskap tveggja Evrópuþjóða í þessu efni: Hverjar haldið þið að þær hafi verið?  Jú, Úkraína og önnur fyrrum austantjaldþjóð, álíka illa sett eftir umhverfissóðaskap kommúnismans. Auglýsing um sjálfbæra beit (3)

Nú er í nafni íslenskra bænda og íslensku þjóðarinnar birtar ljósmyndir af sauðfé á öroka uppblásnu landi og fullyrðt að lambakjötið og íslenskur sauðfjárbúskapur byggist á sjálfbærri nýtingu lands. 

Þó liggur fyrir fyrrnefnd verðlauna rannsókn Ólafs Arnalds og reynsla og starf Landgræðslunnar í meira en öld, en þetta tvennt hefur sýnt á óyggjandi hátt að á stórum svæðum á hinu eldvirka svæði Íslands á sér stað beit á óbeitarhæfu landi. 

Þegar forsvarsmenn þessarar ósvífnu auglýsingar eru inntir nánar eftir þessu, segja þeir án þess að depla auga, að það skorti rannsóknir!Auglýsing Landsvirkjun

Forherðingin og afneitunin er alger. Fyrir nokkrum dögum var fjallað hér á síðunni um svipaða afneitun gagnvart orkunýtingu á Íslandi. 100% eru endurnýjanleg! Þó liggur fyrir að minnsta kosti 20% núverandi orkuframleiðslu, þ.e. a.m.k tvær stórar gufuaflsvirkjanir,  er sannanlega ósjálfbær, rányrkja öðru nafni. Auglýsing um sjálfbær beit (5) 


mbl.is Líklega kjarnorkuslys sem enginn kannast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér fjallar stjarneðlisfræðingurinn og heimspekingurinn, Harald Lesch, um tregðu manna til þess að skipta um skoðun, enda þótt augljósar staðreyndir sýni að skoðanir þairra séu fáránlegar. Nefnir hann dæmi þar um.  Þetta sé algengur mannlegur eiginleiki sem tengdur sé sjálfsímyndinni.

Í viðræðum við slíka menn verði að gæta þess að misvirða ekki sjálfsvirðingu þeirra og skoðanir heldur leitast við að byggja e.k. brú til móts við þær.  https://www.youtube.com/watch?v=OQem_nMk65I

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.11.2017 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband