Litlar sögur úr umferðinni. Ein mínúta. Sjö metrar.

Dæmi um svipaða hegðun og nú viðgengst í Oddskarðsgöngum eru út um allt í íslenskri umferð.DSC00061

Í Hvalfjarðargöngum er 70 km hámarkshraði. Sá sem sættir sig ekki við það og vill endilega aka á 90 km hraða sparar um eina mínútu og fær sekt. 

Að hugsa sér, að spara eina mínúti á fimm stunda ferð til Akureyrar. 

Að spara eina mínútu á akstri á langleið er auðvitað út í hött. 

Ég ætla að setja hér inn myndir af því hvernig ökumaður einn, fullfrískur, þurfti endilega að leggja sínum stóra og mikla tíu milljón króna jeppa ólöglega og skapa vandræði í umferðinni til þess að spara sér sjö metra göngu í ágætu veðri. DSC00062

Þetta var um daginn fyrir framan útibú Landsbankans í Grafarholti.  Nóg aflöglegum bílastæðum var að finna eins og sést á myndum sem ég ætla að setja hér inn. 

Uppi við gangstéttina við bankann sjálfan, en efst í götunni, er að finna eitt stæði, sem er sérmerkt fyrir hreyfihammlaða, en þó það langt frá útibúinu, að jafnlangt er að fara þaðan inn og að fara úr bílastæðinu. 

Þegar þessar myndir voru teknar, var einn gráleitur skutbíll í þessu stæði og ökumaðurinn var hreyfihamlaður. DSC00063

En þetta stæði fyrir hreyfihamlaða er samt á þessum stað, af því að þá á hinn hreyfihamlaði, til dæmis ef hann er í hjólastól, auðveldara með að komast á alveg jafnsléttum fleti inn inn í útbúið.  

En eigandi jeppans dýra virtist ekkert að spá í eitt eða neitt nema sitt eigið rassgat. 

Hann lagði jeppanum í akbraut þar sem er tvístefnuakstur og ein akrein í hvora átt á þann hátt að hann gat ekki einu sinni drullast til að leggja samsíða gangstéttinni, heldur aðeins á ská svo að stóri jeppinn tæki enn meira pláss en ella. 

Fyrir bragðið olli hann truflun á akstri annarra ökutækja. DSC00064

Síðar, eftir að bíll hans hafði staðið þarna um stund, fóru aðrir aðvífandi ökumenn að leggja sínum bílum þarna líka.  Já, hvað "höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það." 

Allan tímann var næg bílastæði að fá með sjö metra lengri gönguleið, en þó þannig, að ökumaður bílsins, sem lagt er öfugt næst okkur á neðstu myndinni, sparaði sér ekki einn einasta metra í gönguleið!  

 

 


mbl.is „Hraðinn í göngunum gífurlegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

"Við vild­um ekki fresta opn­un gang­anna þó að við viss­um um þessa vinnu, vit­andi um ein­hverja erfiðleika." Það var reyndar margbúið að seinka opnun þessara ganga, það gekk bara ekki að fresta þessu framyfir áramót.Göngin voru löngu tilbúin en vinna við vegagerð til og frá göngum hefur tekið lang mestan tíma og er ekki tilbúin enn. Ég er búin að fara nokkrum sinnum í gegnum göngin og hef ekki rekist á einn einasta flutningabíl né vinnumann...

halkatla, 15.11.2017 kl. 00:43

2 Smámynd: Alfreð K

„Dæmi um svipaða hegðun og nú viðgengst í Oddskarðsgöngum eru út um allt í íslenskri umferð.“

Er svo innilega sammála þessum orðum og mundi raunar bæta við og segja „út um allt í íslenskri umferð og hefur verið svo um áratugabil.“

Þá má geta þess í sambandi við gaurinn sem lagði ólöglega, að í Reykjavíkurborg er fjársekt við slíku í dag litlar 10 þús. kr.

Alfreð K, 15.11.2017 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband