Fátt í boði til bjargar.

Þegar að rykið hafði að mestu sest eftir bankahrunið 2008 kom í ljós við rannsókn nokkrum árum síðar að það hafði verið hrein hundaheppni að íslenska bankakerfið hryndi ekki þegar síðla árs 2006, tveimur árum fyrr. 

En eftir á að hyggja var þessi "hundaheppni" kannski ekki það besta sem þá gat komið fyrir, því að á þessum tveimur árum sem liðu milli 2006 og 2008 hafði bankakerfið blásið svo út og sömuleiðis "snjóhengjan", innistæður útlendinga á Íslandi, að hið endanlega og óhjákvæmilega hrun 2008 varð miklu, miklu stærra, þrátt fyrir kosningaslagorðin 2007 um "trausta efnahagsstjórn." 

Og það tók hátt í átta ár að losna við "snjóhengjuna". 

Í stöðunni sem var uppi, þegar símtalið fræga var hljóðritað án þess að forsætisráðherrann vissi það, var í meginatriðum um tvennt að ræða: Að gera eitthvað, þótt svigrúmið væri þröngt, eða láta bankakerfið bara gossa. 

Eftir á að hyggja reyndist munurinn aðeins vera tveir dagar og tapið vegna neyðarhjálparinnar varð 35 milljarðar. 

En það verður að líta á það sem gert var í ljósi þeirrar stöðu og þeirrar óvissu sem þá blasti við. 

Því að frammi fyrir óförum með of litlar upplýsingar, verða örvæntingarfull ráð oft fyrir valinu, ef á annað borð eitthvað er í boði. 

Því að úr því að menn sluppu með skrekkinn 2006 var kannski ekki útilokað að einhverju væri hægt að bjarga 2008. 

Það var enn í boði að gera eitthvað.

Ef ekkert yrði gert og í ljós kæmi eftir á, að einhverjar aðgerðir hefðu orðið betri en engar, var ekki óhugsandi að hægt yrði að saka menn um að hafa vanrækt að grípa til einhverra ráða. 

Í ljós kom eftirá að staðan hafði því miður ekki verið þannig að neitt annað hefði verið hægt að gera en þó það að setja neyðarlögin, en sú aðgerð átti eftir að reynast sérlega vel úr garði gerð og hún lagði grunninn að því hvernig hægt var að vinna sig út úr hruninu. 

Á einum stað í símtalinu er talað um aðgerðaleysi érlendra stofnana, þær "gerðu ekki neitt" segir Seðlabankastjóri. 

Það rímar ekki alveg við það að Seðlabanki Bretlands hafði fyrr á árinu boðið Seðlabanka Íslands aðstoð sem ekki var þegin. 

Hvort sú aðstoð hefði breytt einhverju er hins vegar óvíst, svo alvarleg var staðan þegar orðin þá og hafði í raun verið það alveg í feigðarsiglingunni frá 2006. 

Íslenska bankakerfið og þar með fjármálakerfið hafði siglt sofandi að feigðarósi og hin "tæra snilld" Icesave gerði málið á endanum miklu stærra og verra viðfangs. 


mbl.is Ræddu örlög bankakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Icesave, Icesave, Icesave!" gapir Sjálfstæðisflokkurinn.

Hver er ábyrgð þáverandi bankaráðs Landsbankans, til að mynda sjálfstæðiskonunnar sem keypti Moggann eftir Hrunið?!

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir athafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 18.11.2017 kl. 10:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Þorsteinn Briem, 18.11.2017 kl. 10:53

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Þorsteinn Briem, 18.11.2017 kl. 10:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

Þorsteinn Briem, 18.11.2017 kl. 10:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

11. október 2008:

"Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda: "Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.

Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.

Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna."

Forsætisráðuneytið: Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF)

Þorsteinn Briem, 18.11.2017 kl. 10:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Þorsteinn Briem, 18.11.2017 kl. 10:59

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkisstjórn Svíþjóðar 2. júlí 2009:

Í NÓVEMBER 2008
STAÐFESTI ÍSLAND að landið ætlaði að standa við skuldbindingar sínar hvað snertir bankainnistæður að 20.887 evrum, samkvæmt tilskipun sem gildir á Evrópska efnahagssvæðinu (94/19/EG) .

"I november 2008 bekräftade Island att landet kommer att leva upp till sina åtaganden enligt insättningsgarantidirektivet, det vill säga att ärsätta insättare i isändska bankers utländska filialer upp till det högsta möjliga beloppet enligt den isländska insättningsgarantin, 20.887 euro."

Þorsteinn Briem, 18.11.2017 kl. 11:00

10 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Það er ekki að undra: að þessi lítilmenni, Davíð og Geir skulu síðan frá þessum atburðum, vera bornir á Gullstólum, í boði aðdáendaklúbbs ''Sjálfstæðismenna'', eftir að hafa komið samfélaginu í uppnám og eyðileggingu:: með þessum gjörningum sínum, Haustið 2008.

Má ekki á milli sjá - hvort þeir nái ekki að standa jafnfætis:: einhverjum mestu lítilmennum 13.aldar hér á landi:: þeim Sturlu Sighvatssyni og Gissuri Þorvaldssyni, þegar nánar er skoðað, t.d. ?

Stjórn: Róberts gamla Mugabe, suður í Zimbabwe virðist nálgast fullkomnun hreinleikans / í samanburði við þessi ómenni:: annað verðlaunað með Sendiherrastöðu vestur í Washington - hitt:: með ritstjórastól, hjá elsta núlifandi dagblaði landsmanna.

Bezt - að hafa sem fæst orð þar um, þó tilefnið sé margfalt Ómar, sem og aðrir lesendur þínir / sem skrifarar, hér á síðu !

Með beztu kveðjum: engu að síður - af Suðurlandi / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.11.2017 kl. 12:58

11 identicon

"boðið Seðlabanka Íslands aðstoð" þetta sumar var staðlað innlegg í sjónvarpsfréttum stöðvar 2 þar sem fréttamaður hleypur á eftir Geir og spyr Hvenær kemur stóra lánið Geir - sem betur fer fyrir okkur var það lán aldrei tekið og skuldir þjóðarbúsins á erlendri grund því ekki auknar.

Aðstoðin frá UK hefði eflaust kostað það að við værum hér enn í skuldafjötrum  Icesave - Mr Brown hefði krafist þess fyrirvaralaust jafnvel með símtali

Grímur (IP-tala skráð) 18.11.2017 kl. 15:23

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hið meinta tilboð frá UK var hannað til þess að vera óboðlegt þannig að ekki yrði hægt að taka því en samt gætu breskir ráðmenn sagt eftir á við umbjóðendur sína að þeir hafi þrátt fyrir allt "boðið aðstoð".

Hérna er þetta í dæmisöguformi.

Maður grefst á kaf í snjóflóði og þú hendir björgunarhring ofan á snjóhrúguna þegar hún hefur stöðvast. Snýrð þér svo við, horfir framan í myndavélarnar og segir "ég bauð fram aðstoð en hann vildi ekki þiggja hana".

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2017 kl. 15:32

13 identicon

Ómar minn. Eins og þú og fleiri skilja, þá er ekki allt upplýst með einhverri "írskri" smjörklípu uppi á Íslandi í dag.

Þeir sem fylgdust með Landsdómi af athygli, vita í dag að þetta er bara enn ein blekkingin sem hent er út í loftið af núverandi skoðanakannana "Skoppu og Skrýtlu" fjölmiðlanefndar.

Þeirri nafnlausu glæpafjölmiðlanefnd tókst meira að segja að fyrirskipa það, að sprengja síldina burt frá Íslandi til að það væri alveg öruggt að hægt væri að svelta, bankaræna og kúga Íslandsbúa.

Síldin í Kolgrafarfirði fyrir nokkrum árum skyldi frekar rekin frá fjöruborðinu, heldur en að leyfa bankarændri þjóðinni að notfæra sér þessa Móður Jarðar guðsgjöf og lífsbjörg?

Svæðinu var öllu lokað af lögreglu og tilheyrandi, til að sprengja "litla skaðlausa sprengi Kínverja"? Það þurfti að fæla lífsbjörgina frá Íslandsströndum með miklum tilkostnaði og hættulegum sprengingum hins opinbera bankaráns skattkerfis? Svo þrælunum banka/kauphallar/fjármálaeftirlits-stýrðu/rændu og kúguðu yrði ekkert til bjargar?

Og Haf-ró "vísinda" og bankaglæpona fjármálakerfisins er komin á? Með tilheyrandi skelfilegum afleiðingum stéttarskiptingar-eftirmálum, sjúkdómum, landflótta og fjölskyldu sundrungu?

Það er verið að mylja neðan af heimsveldis-bankaráns-drottnandi píramídanum global-galna.

Mér er svo ofboðið núna af ýmsum ástæðum, að ég treysti mér tæplega til að ræða stöðuna meir að sinni.

Það var nefnilega ekki út af engu, sem Fjölnis Frímúrarar í Reykjavík buðu konunum sínum út að borða í gærkvöldi kl 19.00, þann 17 nóvember 2017! Það þurfti að halda uppá skepnuskap valdníðsins.

Almáttugur hvað allt er og verður rotið og spillt, þegar gömlu og nýju stjórnsýslu spillingaröflin sameinast, fyrir utan lög og rétt almennings!

Almættið algóða og alvitra og heilög Guðsmóðir hjálpi öllum að komast úr andans fangelsi illra afla. Það er ekki í mannlegu valdi einu saman.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2017 kl. 17:16

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef ég man rétt fólst tilboðið frá Seðlabanka Bretlands fyrst og fremst í því að liðka til og hjálpa til við að breyta lagalegu umhverfi Icesave svo að áhætta Íslands breyttist til batnaðar. 

Einhver færari en ég í að gúgla gæti kannski grafið þetta upp.  

Ómar Ragnarsson, 18.11.2017 kl. 17:19

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já það var látið líta út fyrir að vera til þess fallið að liðka fyrir úrlausn mála vegna Icesave, en hins vegar fylgdu því slíkir afarkostir að fyrirfram var vitað að tæknilega yrði ómögulegt að ganga að þeim.

"Let's make them an offer they can impossibly accept."

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2017 kl. 17:38

16 identicon

Ómar minn. Björgúlfur Guðmundsson gamli sagði í Landsdómi að Alister Darling hefði í "kurteisilegu og huggulegu" samtali bent honum á að það væri ekkert annað í boði en að hlýða! (samvinna breta og rússa?)

Og Árni fjármálaráðherra var bara kúgaður og króaður af úti í horni í Bretaveldi með orðunum; hér skrifar þú undir Árni! Annars fer illa!

Það er til einskis gagns að halda svona réttarhöld eftir lögmanna-rándýrt bókasafn í mörgum bindum, ef ekki er nokkur einasti lögmaður á Íslandi er svo fjölmiðlamafíu-ó-hertekinn, að geta sagt og gert réttlátt!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2017 kl. 18:39

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Það var Steingrímur Jóhann sem seldi FIH að því er virðist vísvitandi með 35 milljarða tapi til þess að láta Davið Oddssonlíta illa út og að hann hefði tapað þessu fé með lánveitingunni til Kaupþings. En það var hægt að selja FÍH með miklum hagnaði sem nú er vitað.

Steingrímur fórnaði beinlínis 35 milljörðum af okkar fé bara til þess að reyna að skaða Sjálfstæðisflokkinn áróðurslega.

Hann ætti að fara fyrir Landsdóm fyrir þetta skemmdarverk aðeins og erum við þá ekki byrjuð á misgjörðum þessa manns gagnvart þjóðinni og almenningi þegar hann gaf kröfuhöfunum bankana og veitti þeim skotleyfi á almenning í landinu með þeim afleiðingum að þúsundir heimila misstu allt sitt.

Svo hreykir þetta sér ennþá á Alþingi í stað þess að hann ætti að vera á bak við lás og slá.

Halldór Jónsson, 18.11.2017 kl. 22:43

18 identicon

Sæll Ómar, ég er að bæta við góða grein þína og reyna að svara athugasemd þinni (nr. 14) í stuttu máli.

Það eru í raun tvö vandamál í gangi allt árið 2008:

1) Vandamál íslands: Hvernig höldum við bankakerfinu lifandi.

Meginmarkmið íslenska ríkissins og seðlabankans var að bjarga íslenska bankakerfinu ekki (erlendum) sparifjáreigendum.

1.a) Glitnir átti ekki pening ekki einu sinni einhverja tugmilljarða (en ríkið gat reddað þessu í einhvern tíma allavegana)

1.b) Kaupþing var með risavaxna gjalddaga árið 2009 og voru eiginlega steindauðir, eina vonin að bjarga þeim var að fá aðstoð frá Seðlabanka Evrópu eða Bretlands í gegnum (erlendu) dótturfélögin í Luxemburg og Englandi (Singer-Friedlander).

1.c) Landsbankinn var með nokkuð stóra gjalddaga 2009 og 2010. Aðalvandamálið þar var hins vegar áhlaup á Icesave, þ.e skammtímafjármögnun á gjaldeyri. Um hrunhelgina kom lokatilboð frá Bretum að yfirtaka Icesave útflæðið gegn 50 ma. kr. greiðslu frá frá Íslenska ríkinu í gjaldeyri (sem var lofað fyrst en endaði svo hjá Kaupþingi).

2) Vandamál Bretlands og Hollands. Hvernig björgum við sparifé Englendinga og Hollendinga sem bundið er í útibúum (eða dótturfyrirtækjum) erlendra banka með sem minnstum tilkostnaði fyrir ríkin og án þess að ganga gegn ESB/EES. Varðandi íslensku bankanna átti þetta við Icesave í þessum tveim löndum.

Okkur var boðin aðstoð með lið 2) en ekki 1). Það fólst í

2.a). Aðkoma alþjóðagjaldeyrissjóðsins (til lausafjárútgreiðslu vegna mögulegs áhlaups á Icesave, Edge ofl.) Þetta var sumarið fyrir hrunið.

2. b). Yfirtaka viðkomandi ríkja (England/Holland) á Icesave-reikningum gegn tryggingu (helst með ríkisábyrgð Íslands, peningagreiðslu ríkissins (hrunhelgin) eða víkjandi lánum í eignasöfnum bankana þar sem það var hægt (eftir hrun))

Þessu streittust íslenskir bankaeigendur á móti þar sem þetta hefði ekki bjargað bönkunum heldur flýtt falli þeirra, sérstaklega Kaupþings og Landsbanka sem voru með þunga gjalddaga á gjaldeyrislánum fyrir hluta árs 2009. þ.e. þeir hefðu haft minni gjaldeyri án erlendu innlánunum innanborðs. í staðinn var reynt að taka ástarbréfa dans með Seðlabanka Evrópu í gegnum erlendu dótturfélögin (sbr. sem hafði verið gert á Íslandi) en það gekk ekki upp.

Neyðarlögin:

1) Settu innnistæður í forgang yfir útlán. Þannig var hægt að láta útlánin (eignir) "fjármagna" innistæðuskuldbindingar með "lágmarks" aðkomu rikissins.

2) Ullu einu stærsta hruni á hlutubrefamörkuðum og hækkun á skuldatryggingaálagi breska ríkissins þann 6.10 frá kreppunum 1929

3) Voru útfærð þannig að flytja öll þau útlán yfir sem þurfti til að tryggja ALLAR innistæður á Íslandi í nýju bönkunum. Þ.e. í stað þess að ríkið væri eingöngu að tryggja og fjármagna innistæður eins og Bretar gerðu við bresk innlán þá fjármagnaði íslenska ríkið innlánin með eignum þrotabúsins.

(athuga að Bretar tryggðu bara að fullu (fyrst 100.000 pund) innlán innan Bretlands, EKKI innlán breskra banka utan Bretlands umfram grunnskuldbindingu 20.000 Evrur)

4) Neyðarlögunum var svarað með Bresku Hryðjuverkalögunum sem heimiluðu greiðslustöðvun útibúa erlendra banka og yfirtöku(!) breskra dótturfélaga erlendra banka.

5) Útfærsla neyðarlaganna á íslandi  ollu Icesave-deilunni sem snérist annars vegar um

a) Sjálftöku Íslands úr (verðandi) þrotabúi íslensku bankanna. Þ.e. ríkið notaði eignir (útlán mest) úr þrotabúunum til að tryggja innistæður á íslandi að fullu (yfir grunnviðmiðum um 20.000 Evrur per reikning).

b) Óljósri skuldbindingu gagnvart erlendum reikningum, þ.e. 20.000 Evrur fyrir erlenda innistæðueigendur. Ísland túlkaði regluverk ESB þannig að aðeins Tryggingasjóður bæri ábyrgð en ekki ríkið sem slíkt. Tryggingasjóður átti svo kröfur í bankana en þær kröfur virtust vera langt yfir innistæðu sjóðsins. ESB vildi að ríkin myndu brúa (tímabundið) bilið. Ísland vildi bíða eftir endanlegri úrlausn þrotabúana. Bretar vildu neyða Ísland að taka lán fyrir bresku innistæðunum (upp að 20.000 Evru lágmarkinu) sem þeir voru búnir að leggjaút fyrir, Hollendingar og Luxemburg  eignuðust víkjandi skuldabréf í m.a. erlendum dótturfélögum íslensku bankana sem tryggðu grunninnistæður en Hollendingar vildu auk þess að innheimtar eignir umfram grunnskuldbindingar myndu skiptast jafnt milli landana. Þetta síðasta vildu Bretar alls ekki þar sem þeir hefðu þá þurft að fjármagna ævintýri breskra banka á ESB svæðinu umfram grunnskuldbindingu.

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 20.11.2017 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband