"Allir ganga með ráðaherra í maganum, nema gítaristinn."

Þór Whitehead lýsti skemmtilega í grein í Morgunblaðinu þeirri sérkennilegu en mannlegu stöðu í stjórnarmyndunum, að einn helsti vandinn við að koma láta svonefndan "ráðherrakapal" ganga upp hverju sinni, sé að koma nógu mörgum þingmönnum í ráðherrastóla.

En það geti haft sérkennilegar afleiðingar, svo sem þæe, að með því að Sjálfstæðismenn láti forsætisráðherraembættið eftir, geti opnast möguleikar fyrir allt að tveimur fleiri þingmönnum flokksins í ríkisstjórn en ella. 

Þetta hafi til dæmis gerst 1983 og þá hafi þingmönnunum, sem komust í stóla, fundist ágætt að formaðurinn yrði ekki of valdamikill en þeir sjálfir að sama skapi áhrifameiri. 

Þess vegna hafi þingflokkurinn tekið þessa ákvörðun. 

Í "ráðherrakaplinum eftir kosningar síðar, var haft á orði, að "allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gengju með ráðherra í maganum nema gítaristinn." 

Var þar átt við Árna Johnsen. 

Raunar voru þá til embætti sem gátu verið allt að því ígildi ráðherraembættis. 

Árni varð síðar formaður fjárveitinganefndar, sem er afar mikilvægt og valdamikið embætti, og Stefán Valgeirsson var gerður að stjórnarformanni í Byggðastofnun sem þá var fyrirferðarmikil stofnun í ríkisapparatinu.  

 


mbl.is Segir sjálfstæðismenn í vandræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar minn. Undarlegt með blessaðan drenginn hann Björn Val Gíslason, að það er enginn fjölmiðill með þann sjóaða gítarista í beinni útsendingu, þegar hann á að hafa sagt þetta?

Summir eru svo ekta og einlægir á sinn hátt, að þeir myndast illa þegar blekkinga fjölmiðlar stríðsbanka herranna senda út "miðlun" í beinni.

Sumir eru sjó&land-verkafólk sem ekki verður fetað í raunveruleg spor, með raunverulegu striti.

Hann Björn Valur var góður í ,,roðlaust og beinlaust" gítar og söng.

Leikrit á að sýna í alvöru leikhúsum, en ekki í herteknu og bankarændu löggjafa og framkvæmda-vettvangi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2017 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband