Miklabraut hættulegust. Óskiljanleg framkvæmd við Klambratún.

Það má vera að Esjan hafi tekið allra fjalla flest mannslíf, en hún var skuggalega há, tala alvarlegra slysa á Miklubraut, sem kom fram í frétt á RUV í kvöld um fáránlega gerð veggja við þessa hættulegasta kafla í vegakerfi Íslands.

Skjóta fyrst, spyrja svo. Þetta virtist vera inntak svars þess manns, sem stjórnað hefur gerð þessara veggja meðfram Miklubraut við Klambratún þegar hann var inntur hvort þessir veggir væru ekki hættulegir fyrir alla aðila, gangandi, hjólandi og akandi á bílum og vélhjólum.  

"Við ætlum að árekstrarprófa þá síðar" var eftirminnilegt svar. 

Sem sagt: Fyrst eru veggirnir reistir með fé og fyrirhöfn, en síðan á á árekstraprófa þá í þeirri von að þá komi í ljós hvort það, sem fróðasti maður á Íslandi um vegaöryggismál sagði í viðtali í sömu frétt, að þeir væru stórhættulegir og ættu sér enga hliðstæðu í evrópsku vegakerfi. 

Hluti svarsins til að réttlæta þessa vitleysu var á þá leið að það stæði til að lækka hámarkshraðann úr 60 í 50 á þessum kafla. 

Eins og það skipti einhverju höfuðmáli hvort vélhjólamaður lendi á 50 kílómetra hraða eða 60 kílómetra hraða á þessu hrófatildri öðru megin og skaðræðishrjúfum brúnunum hinum megin. 

Eða hvort veggur, sem sundrast eða hrynur yfir gangandi eða hjólandi fólk innan við vegginn Klambraúni, hrynji eða sundrist mikið skár eftir árekstur stórs bíls á 50 kílómetra hraða frekar en á 60 kílómetra hraða.  


mbl.is Esjan tekið flest mannslíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðvegir í Reykjavík eru til að mynda Hringbraut, Miklabraut og Kringlumýrarbraut.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru því hluti af þjóðvegakerfinu.

Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, október 2009 - Kort á bls. 4

"8. gr. Þjóðvegir.

Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. ..."

Vegalög. nr. 80/2007

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 21:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miklabraut er þjóðvegur í umsjá Vegagerðar ríkisins og því á að sjálfsögðu að ræða við Vegagerðina um þessi mál.

Og tóm della hjá Ólafi Kr. Guðmundssyni, frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2013, að borgin vilji ekki vegrið við þessa veggi við Klambratún.

Þvert á móti hefur komið fram í fréttum að borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík hafa bent á að vegrið geti verið góður kostur við þessa veggi.

Ólafur Kr. Guðmundsson varð einnig uppvís að rugli hvað snertir breytingar á Grensásvegi, sem heppnuðust mjög vel.

Grensásvegur er hins vegar í umsjá Reykjavíkurborgar en ekki Vegagerðarinnar eins og Miklabraut, sem Ólafur Kr. Guðmundsson minnist ekki einu orði á, enda ekki við því að búast af enn einum bjálfanum í Sjálfstæðisflokknum.

Hvað þá Ómari Ragnarssyni, sem hatast við allt sem gert er í Reykjavík, sama hvað það er.

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 22:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki verið að fara í þessar framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún til að auka umferðarhraðann á Miklubraut.

Steini Briem, 4.5.2017:

"Raskið helg­ast af því að nú er verið að hefjast handa við gerð strætór­ein­ar á Miklu­braut til aust­urs á veg­hlut­an­um á milli Löngu­hlíðar og Rauðar­ár­stígs.

Einnig á að leggja göngu- og hjóla­stíga meðfram Klambra­túni.

Reykja­hlíð verður lokað við Miklu­braut og gert verður hellu­lagt torg (upp­hækkuð hellu­lögn) á gatna­mót Reykja­hlíðar og húsa­götu við Miklu­braut."

"
Fram­kvæmd­irn­ar eru í sam­ræmi við setta stefnu í Aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar 2010-2030 um að auka vægi al­menn­ings­sam­gangna og auðvelda fólki að kom­ast leiðar sinn­ar gang­andi og hjólandi um borg­ina."

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 22:16

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hér er crash test með svona víragirðingu: https://www.youtube.com/watch?v=nLADOJy3DNw

Klambratúnið verður lagt með grjóti inni í svona minkabúrum - það mun gefa eftir, en ekki svona mikið.  Væri meira öryggi að notast við steinsteypu-fleka, eins og kaninn notar allstaðar.  Það mun ekki krækja í neitt og snöggstoppa ökutæki.

Þetta er bara fyrir lúkkið, held ég.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.11.2017 kl. 22:29

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hatast við allt sem gert er í Reykjavík, sama hvað það er."  Hjólað í manninn en ekki málið, einu sinni enn, og þar að auki með alhæfingu, semm ekki stenst. 

Ég hef til dæmis alla tíð verið mjög meðmæltur framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar hvað varðar hjólreiðafólk, svo sem göngustíga og hjólastíga, og skrifað ótal pistla hér á bloggsíðunni til að styðja aukin not hvers kyns hjóla, reiðhjóla, rafreiðhjóla og sparneytinna vespuhjóla. 

Að ekki sé talað um meira en hálfrar aldar rökstuðning fyrir notkun smærri bíla til þess að leysa vandamál af völdum umferðarþunga í stíl við sömu hugsun og er að baki notkun hjólanna. 

Ómar Ragnarsson, 29.11.2017 kl. 22:54

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vanhæfni og skeytingarleysi eru einkennin á stjórnsýslu Dags Eggertssonar. Þetta er enn eitt dæmið.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2017 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband