Mun skárri stuðningur en var við myndun Nýsköpunarstjórnarinna.

Stjórnarmyndunin núna er hliðstæð myndun Nýsköpunarstjórnarinnar að tveir stórir flokkar af ystu vængjum pólitíska litrófsins mynduðu stjórn með miðjuflokk sem þríðja aðila. 

Fjórðungur þingmanna Sjálfstæðisflokksins var á móti þeirri stjórnarmyndun, en nú er það fimmtungur þingmanna og sjöttungur flokksráðs Vg sem er á móti. 

Þar að auki skiptust flokksráðsmenn Alþýðuflokksins í tvær álíka stórar fylkingar með og á móti, og úrslitum réði um það á hvorn veginn málið færi, að formaðurinn sat hjá. 

Þess má geta að 1944 voru "kommarnir" aðdáendur Stalíns og Sovétríkjanna og mjög fyrirlitnir af hægri sinnuðustu Sjálfstæðismönnunum. 

Á sama hátt völdu hörðustu kommarnir valaöflum í Sjálfstæðisflokknum hin verstu orð og áttu ekki auðvelt með að sætta sig við stjórnarforystu Ólafs Thors.  

Auk mesta peningalega góðæris, sem gengið hafði yfir Ísland, var það var líklega samvinna Sovétmanna og Bandaríkjamanna og Breta í stríðinu við Hitler sem lagði grundvöllinn að því að hægt var að réttlæta stjórnarmyndunina. 

Enda fór það svo, að um leið og slettist upp á vinskapinn hjá Bandamönnum og Kalda stríðið hófst, olli það stjórnarslitum. 

P. S.  Óskylt þessu en þó jákvætt og sætt: Var að setja tónlistarmyndbandið "Eins og rós", eitt af lögunum á nýrri plötu Gunnars Þórðarsonar inn á Youtube með mun meiri gæðum en eru á facebook.  Slóðin er:  https://youtu.be/ffLoDxXHlxg


mbl.is „Betra en ég átti von á“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það verður fróðlegt að sjá alla æluna þegar Venesúelastjórn Brynjars Níelssonar byrjar að troða málum ofan í kokið á honum og Ásmundi Friðrikssyni.

Þessi stjórn hefur ekki eins mikinn meirihluta eins og hún þykist hafa og margir verða barðir til hlýðni.

Þorsteinn Briem, 30.11.2017 kl. 00:06

2 identicon

Enda þótt Einar Olgeirsson ætti ekki sæti í Nýsköpunarstjórninni þá held ég að persónuleg vinátta hans og Ólafs Thors hafi mjög stuðlað að myndun hennar.

Einar, sem þá var þingmaður, var handtekinn snemma árs 1941, vegna svokallaðs dreifibréfsmáls, og fluttur til Bretlands. Þá voru laun þingmanna ekki sambærileg við það sem nú er, auk þess sem þau munu hafa verið bundin þingsetu. Ólafur Thors gekkst fyrir því að Einar héldi þingfararkaupinu á meðan á fangavistinni stóð.

Einar Olgeirsson ræddi þessi mál í sjónvarpsviðtali skömmu fyrir andlát sitt. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 00:29

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hárrétt hjá þeir, Hörður. "Við erum miklir gæfumenn ef við komum þessu í framkvæmd" sögðu þeir sín á milli þegar þeir unnu að myndun stjórnarinnar. 

Ómar Ragnarsson, 30.11.2017 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband