Snjall og óvæntur leikur Katrínar.

Það var óvæntur en snjall leikur hjá Katrínu Jakobsdóttur að velja Guðmund Inga Guðbrandsson framkvæmdastjóra Landverndar og utanþingsmann í embætti umhverfisráðherra.

Nokkrar flugur eru slegnar í einu höggi: 

1. Búið er að velta vöngum yfir valinu á milli Lilju Rafneyjar og Ara Trausta sem kandidötum, meðal annars vegna þess að þau eru oddvitar flokksins, hvort í sínu landsbyggðarkjördæmi. Ég þekki Ara Trausta úr samstarfi frá fornu fari og hefði vel treyst honum fyrir ráðuneytinu. Miður hefur mér þótt stuðningur Lilju Rafneyjar við græðgisssprengju í sjókvíaeldi, og ég á líklega skoðanasystkin í því efni meðal fylgismanna Vinstri grænna. Með því að velja annað hvort Ara eða Lilju Rafney hefði Katrín hugsanlega skapað óróa inni í flokknum, sem er bæði með heitt náttúruverndarfólk innan sinna raða og einnig furðu margt ansi "framsóknarlegt" fólk úti á landsbyggðinni, samanber stuðning margra þar við stóriðju og eldri tegundir af "atvinnuuppbyggingu" eins og skoðanakannanir hafa leitt í ljós.  

2. Mörgum hefði hins vegar þótt óþægilegt fyrir Vg að ganga fram hjá landsbyggðarþingmönnum varðandi ráðherraembætti. En Guðmundur Ingi Guðbrandsson býr í Borgarfirði og telst því fyllilega vera landsbyggðarmaður. 

3. Fyrir flokk, sem kennir sig við umhverfismál, er það ótvírætt mikils virði að í fyrsta sinn í sögunni er maður, sem kemur beint úr forystu öflugra náttúruverndarsamtaka, skipaður umhverfisráðherra. Ég hef átt mikið og einstaklega gefandi og ljúft samstarf við Guðmund Inga Guðbrandsson um árabil og er sérstaklega ánægður með það mikla og kröftuga starf, sem hann hefur unnið á vettvangi náttúruvernarhreyfingarinnar í sjálfri grasrótinni af dugnaði en jafnframt lagni og útsjónarsemi ungs hæfileikaríks manns. Þess má geta að danskir sjónvarpsmenn gerðu þátt um íslenska náttúru og náttúruverndarmál fyrir þremur árum, þar sem Guðmundur Ingi var lykilmaður.  


mbl.is Ráðherrakapallinn opinberaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það verður spennandi að sjá hvort niðurgreiðsla á innfluttri og orkusnauðri jurtaolíu til brennslu í bílvélum lifi áfram nú þegar er búið að koma Steingrími J. í stólinn fyrir aftan ræðupúltið. 

Geir Ágústsson, 30.11.2017 kl. 13:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú, ég hélt að kostnaðurinn við utanþingsráðherra væri of mikill, að mati Hádegismóra, en þar er að sjálfsögðu engan veginn sama hvort um er að ræða ráðherra Pírata í vinstri stjórn eða ráðherra Vinstri grænna í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 30.11.2017 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband