Því miður líkindi á að of mörgu sé pakkað niður.

Því miður er of margar undankomuleiðir að finna í stjórnarsáttmála nýju ríkisstjórnarinnar til þess að draga brýn mál á langinn eða drepa þau. 

Afar víða eru málin afgreidd með því að skipa nefndir og starfshópa til að búa til skýrslur hér og hvítbók þar. 

Þetta er að sumu leyti skiljanlegt þegar um er að ræða flokka sem standa yst til hægri og vinstri í stjórnmálum. 

Þá er eina leiðin til að "brúa bilið" lausn, sem felur í raun í sér óbreytt ástand.

Varðandi sum þessara mála getur orðið um glötuð tækifæri að ræða til að koma málum í skaplegt framtíðarhorf, og er Landsspítaladæmið gott dæmi um það. Í því máli felst algert ósamræmi við það slagorð Katrínar og Bjarna að horft sé meira fram á veginn hjá þessari stjórn en hjá fyrri stjórnum. 

Rétt eins og það var fyrirsjáanlegt vorið 2013, að með því að fresta stjórnarskrármálinu myndi ekkert gerast næsta kjörtímabil í því máli, og þetta gekk eftir, er náttúrulega alveg jafnvonlaust núna að endurtaka þetta, - og ekki aðeins að endurtaka vonlausa og misheppnaða stjórnarskrárefnd í fyrsta sinn, heldur í fimmta eða sjötta sinn án árangurs allt frá árinu 1946. 

Og þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 og frumvarp stjórnlagaráðs virðast ekki nefnd einu orði. 

Sjallar og Framsókn fá auðvitað atvinnuvegaráðuneytin í sinn hlut til þess að tryggja eins óbreytt kerfi og unnt er í málefnum þeirra, og eins og ævinlega í öllum ríkisstjórnum, sem Sjallar hafa setið í í 75 ár, fá þeir dómsmálaráðuneytið í sinn hlut. 

Fögur orð um vandaðri og yfirvegaðri vinnubrögð og aukinna samræðustjórnmála hljóma vel og líta vel út á pappír, en þar er ekki á vísan að róa. 

Umhverfisráðherrann er afbragðs maður, með gríðarlega þekkingu á umhverfismálum og íslenskum aðstæðum og og hefur víðtæka reynslu af málarekstri á því sviði, en jafnframt vaknar spurningin um það, að stóriðju- og virkjanasinnar muni reyna að bola honum frá því að kveða upp úrskurði, vegna vanhæfis af völdum fyrri tengsla við hinar ýmsu framkvæmdir. 

 


mbl.is „Mistök fortíðar fest í sessi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Varðandi sum þessara mála getur orðið um glötuð tækifæri að ræða til að koma málum í skaplegt framtíðarhorf, og er Landsspítaladæmið gott dæmi um það."

Þetta er nú ljóta bullið í þér, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 1.12.2017 kl. 02:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir hafa misst vatnið á fæðingardeild Framsóknarflokksins út af því að flugvöllur verði ekki skammt frá Landspítalanum við Hringbraut.

En sumum, til að mynda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Ómari Ragnarssyni, finnst hins vegar allt í lagi að færa Landspítalann frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008 var hægt að reisa nýtt og stórt sjúkrahús á Landspítalalóðinni við Hringbraut og lóðin hefur ekki minnkað eftir Hrunið.

Þorsteinn Briem, 1.12.2017 kl. 02:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrsta lagi er nóg pláss fyrir nýtt og stórt sjúkrahús á Landspítalalóðinni við Hringbraut.

Var það fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008, þegar ætlunin var að byggja þar stórt sjúkrahús, og er það enn.

Bútasaumur skiptir þar engu máli, því hægt væri að byggja stórt sjúkrahús á lóðinni frá grunni.

Í öðru lagi er Landspítalinn við Hringbraut skammt frá miðju íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu.

Vífilsstaðir er hins vegar langt frá miðju íbúafjöldans og einnig landfræðilega
, þannig að langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir landsmenn búa, þyrftu að fara mun lengri leið að sjúkrahúsi á Vífilsstöðum en við Hringbraut.

Sumir sögðu að flugvöllur yrði að vera nálægt Landspítalanum en nú finnst Framsóknarflokknum í góðu lagi að Landspítalinn verði langt frá flugvelli fyrir höfuðborgarsvæðið.

Þorsteinn Briem, 1.12.2017 kl. 02:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir ferðamenn fara nær allir í miðbæ Reykjavíkur og langflestir þeirra gista á hótelum og gistiheimilum vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

En sumir halda að Kópavogur sé þungamiðja höfuðborgarsvæðisins, enda þótt einungis um þriðjungur íbúa svæðisins búi sunnan Reykjavíkur og hlutfallslega meira sé byggt í Mosfellsbæ en Kópavogi.

Vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík eru þrír háskólar með meira 20 þúsund nemendur og kennara.

Hversu margir háskólar eru í Kópavogi?!

Gamla höfnin í Reykjavík er langstærsta fiskihöfn Íslands og þar er HB Grandi, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, ásamt fjölmörgum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Hversu miklum fiski er landað í Kópavogi og er Sundahöfn, langstærsta inn- og útflutningshöfn Íslands, þar sem langflest erlend skemmtiferðaskip leggjast að bryggju, í Kópavogi?!

Og er Landspítalinn, stærsti vinnustaður Íslands með um fimm þúsund starfsmenn, í Kópavogi?!

Er Hallgrímskirkja, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, í Kópavogi?!

Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi, um 70% þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og þar eru langflest hótel, gistiheimili og veitingastaðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Og þar verður að sjálfsögðu haldið áfram að fjölga hótelum, gistiheimilum og veitingastöðum vegna þess að erlendir ferðamenn hafa mun meiri áhuga á að gista þar en til að mynda í Kópavogi.

Laugavegurinn, Hverfisgata, Skólavörðustígurinn, Lækjargata, Austurvöllur, Alþingi og stjórnarráðsbyggingar eru í Reykjavík en ekki Kópavogi og miðbærinn í Reykjavík er við Gömlu höfnina en ekki til að mynda í Kringlunni.

Við Laugaveginn einan starfa fleiri en í Kringlunni og Smáralind í Kópavogi samanlagt.

Þorsteinn Briem, 1.12.2017 kl. 02:21

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 1.12.2017 kl. 02:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 6.2.2016:

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er nú verið að byggja eða nýbúið að byggja
um 1.250 íbúðir:

Um 200 íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt,

um 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti 7,

um 140 íbúðir í Stakkholti,

um 180 íbúðir í Mánatúni,

um 80 íbúðir á Lindargötu 39 og Vatnsstíg 20-22,

um 20 íbúðir á Lindargötu 28-32,

um 90 íbúðir á Höfðatorgi,

um 140 íbúðir á Lýsisreit við Grandaveg,

um 20 íbúðir í Skipholti 11-13,

um 70 íbúðir á Mýrargötu 26,

um 20 íbúðir á Hljómalindarreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

um 70 íbúðir á Frakkastígsreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

um 40 íbúðir á Tryggvagötu 13,

um 80 íbúðir austan Tollhússins.

Einnig verða til að mynda um 200 íbúðir á Barónsreitum, um 60 á Hverfisgötu 96 neðan við Laugaveg 77, um 20 á Frakkastíg 1, um 170 við Slippinn í Vesturbugt, um 170 í Austurhöfn við Hörpu og um 100 við Guðrúnartún.

Þar að auki verða til dæmis um 350 stúdenta- og starfsmannaíbúðir við Háskólann í Reykjavík, um 100 íbúðir við Stakkahlíð fyrir námsmenn og aldraða og um 80 íbúðir við Keilugranda í samstarfi KR og Búseta.

Og einnig er ætlunin að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu.

Alls verða því byggðar á næstunni að minnsta kosti 2.100 íbúðir í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar í viðbót við þær 1.250 íbúðir sem þar er verið að byggja eða nýbúið að byggja.

Samtals 3.350 íbúðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Og einnig er nýbúið að byggja og verið að byggja íbúðir á Seltjarnarnesi.

Þorsteinn Briem, 1.12.2017 kl. 02:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 1.12.2017 kl. 02:44

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það sjá allir að það gengur ekki að þú skóflir inn 60 sinnum meira efni um eina setningu, nær allt marg fjölfaldað og langt fyrir utan efnið, en sem nemur þeirri tveimur og hálfu línu hjá mér sem fjallar um Landsspítalann. 

Þetta er frekja og ég verð að stytta þetta, - það hljóta allir að sjá. 

Á höfuðborgarsvæðinu búa um 210 þúsund manns. Á nesinu milli Skerjafjarðar og Kollafjarðar, sem Reykjavík reis fyrst á, búa um 40 þúsund manns vestan Kringlumýrarbrautar, en 170 þúsund manns austan við. 

Hver er að bulla? 

Ómar Ragnarsson, 1.12.2017 kl. 07:48

9 identicon

Ómar!

Þú ræður þinni síðu. Ritstjórn er ekki sama fyrirbærið og ritskoðun. Ritstjórn stunda allir skynsamir menn. Viðundrinu er í sjálfsvald sett að nota sína eigin bloggsíðu. Þú þarft ekki að líða fyrir frekjuna fremur en þú vilt. Þú getur sett hann út.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 1.12.2017 kl. 16:26

10 identicon

Hann ekki hreppti krossahnoss,

er hampa merkikerti,

en svíður síður sveittur koss,

sem svanninn brennimerkti...

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2017/10/30/tveir_valkostir_fyrir_forsetann/

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2017/12/02/nokkrir_forsaetisradherrar_an_storkross/

 kiss

Þjóðólfur á Krosskossi (IP-tala skráð) 2.12.2017 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband