Samt á að vaða yfir allt þetta svæði með risaháspennulínu.

Hreint vatn, eitt af því sjálfsagðasta, sem Íslendingar þekkja, er að verða æ dýrmætari auðlind á jörðinni, og skortur á því og barátta um það er vaxandi vandamál. 

En það er ekkert sjálfgefið að vaxandi mannfjöldi á höfuðborgarsvæðinu geti treyst því að hafa aðgang að hreinu vatni. 

Því er ógnað með því að síauka umsvif og byggingar á vatnsverndarsvæðunum, eru austan og suðaustan við byggðina á höfuðborgarsvæðinun. 

Þetta kemur fram í ýmsu, sem aðhafst er til að minnka hættuna á því að þessu ómetanlega vatnsverndarsvæði sé spillt. 

Þó er þar stór undantekning á. 

Í krafti þeirrar áltrúar, sem Íslendinga tóku á Alþingi á sjöunda áratugnum, þykir ráðamönnum þjóðarinnar sjálfsagt mál að vaðið verði með risamannvirki þvert í gegnum allt þetta vatnsverndarsvæði eins og það leggur sig, með lagningu risaháspennulínu sem kostar umsvif stórvirkra véla og gerð vega, auk þess sem viðhald þessarar línu verður ekki umflúið. 

Þar að auki verður þessi lína lögð þannig að sem mest sjónmengun verði af henni á svæði, sem býður upp á mörg dýrmæt náttúruverðmæti. 

En stóriðjudýrkendurnir og áltrúarmennirnir taka ekki annað í mál. 

Allar hugmyndir náttúruverndarfólks um að línan verði lögð í jörð vestan við þetta ómetanlega vatnsverndarsvæði eru slegnar út af borðinu. 

Og gamli söngurinn kyrjaður um að þetta fólk sé "lattelepjandi kaffihúsaafætur í 101 Reykjavík, öfga-umhverfisfasistar, sem sé á móti rafmagni, á móti lífskjarasókn, á móti atvinnuuppbyggingu." 

Þetta er sagt þótt við Íslendingar framleiðum þegar fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum fyrir eigin heimili og fyrirtæki og að lífskjarasókn okkar síðustu sjö árin hafi byggst á því sem stóriðjudýrkendur töldu ómöguleg og kölluðu með fyrirlitningartóni "eitthvað annað".   


mbl.is Vatnsrík jörð til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 hver voru rökin fyrir því að hugmynd báttúrverndarfólks var ekki valinn af því bara eru enginn rök, þó það sé til siðs hjá stjórnvöldum,skilst að það sé í samþytum landsnets það verði að velja hagkvæmasta kostinn ekki endilega besta kostinn þá er að breyta samþytum landsnets

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.12.2017 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband