Vörnin vegna varnarveggjarins brast.

Greinilegt var þegar Ólafur Guðmundsson taldi í upphafi veggjamálsins við Miklubraut, að þeir væru ekki boðlegir, heldur jafnvel slysagildrur, að meðal aðstandenda veggjanna var farið í öfluga vörn. 

En hún brast endanlega þegar fréttakona RUV stikaði níu metra fyrir framan myndavélina á þann einfalda og skýra hátt, að á nokkrum sekúndum brustu allar málsvarnir. 

Nú hefur álit Ólafs Guðmundssonar hlotið staðfestingu og það er vel. 

Bara að úrbæturnar komi ekki of seint.  


mbl.is Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er vonandi að úrbæturnar komi ekki fyrst eftir fyrsta banaslysið líkt og útbæturnar á hinum lífshættulegu girðingum, sem hefjast fyrst nú eftir að þær urðu unga manninum að bana um daginn.

Þá sem stóðu fyrir þessari framkvæmd á auðvitað að kæra til lögreglu. Það þarf ekki banaslys til. Hér er um grafalvarlega vanrækslu að ræða og ítrekaðar tilraunir til að hylma yfir hana.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.12.2017 kl. 00:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki einfalt Guard Rail effektívara og margfalt ódýrara.

Og hvað var eiginlega verið að gera þarna? Hefur umferðin eitthvað greiðst? Og svo á að lækka hraðann?

Til hvers var öll þessi peningabrennsla? Fyrir hverja?

Halldór Jónsson, 14.12.2017 kl. 09:02

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hefur þessi Ólafur ekki haft ákveðnar skoðanir á þeim fyrirætlunum Dags og Co að lækka hámarkshraðann úr 60 í 50? Það dregur úr afköstum brautarinnar umm sjöunda hluta

Halldór Jónsson, 14.12.2017 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband