Forvitnilegt að kynnast því að vera hinum megin borðsins.

Alþingismenn höfðu margir hátt um það hve rangur úrskurður kjararáðs um laun Alþingismanna og annarra æðstu embættismanna ríkisins hefði verið.

Þetta reyndist þó aðeins vera í orði, því að ekkert var aðhafst gegn þessum úrskurði annað en það að forseti Íslands ákvað að mæta kjarabótunum miklu með því að gefa þær til líknarmála.

Kjararáð henti með þessu sprengju inn í komandi kjarasamninga, sem á eftir að súpa seyðið af á næstu misserum.  

Reikna má með því að í Skerðingaspilinu, sem Öryrkjabandalagið ætlar að gefa Alþingismönnum, gefist þiggjendum færi á að prófa það hver eru áhrif laga- og reglugerðarsetningar frá hendi löggjafar- og fjárveitingavaldsins gagnvart lífeyri öryrkja og fleiri lífeyrisþega, fólks, sem margt þarf að framfleyta sér af allt að 8-10 sinnum minna fé en Alþingismenn. 


mbl.is Afhenda þingmönnum „Skerðingarspilið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband