Hlýðið, annars skulið þið hafa verra af!

Wilson Bandaríkjaforseti var hvatamaður að stofnun Þjóðabandalagsins svonefnda eftir Fyrri heimsstyrjöldina. Hugsjónin var sú að stofna samtök þjóða til varnar friði í heiminum í tengslum við Versalasamningana, en valdaskipti í Bandaríkjunum þar sem einangrunarsinnum óx ásmegin, komu síðan í veg fyrir að Kanarnir gengju í bandalagið. 

Þegar aðrar valdamestu þjóðir heims, svo sem Þýskaland og Sovétríkin, gengu í og úr Þjóðabandalaginu eins og jójó, -  og þesssu bandalagi mistókst að koma í veg fyrir það með viðskiptaþvingunum að koma í veg fyrir að Ítalir legðu Abbesíníu (Eþíópu) undir sig né heldur kæmu í veg fyrir að Seinni heimsstyrjöldin brytist út, voru dagar þess taldir. 

F.D. Roosevelt Bandaríkjaforseti var mikill áhugamaður um að koma á fót öflugri alþjóðastofnun en Þjóðabandalagið hafði verið, til að vinna að friði í heiminum, og í þetta sinn gengu flestar þjóðir heims, bæði öflugustu ríkin sem hin smæstu, fljótlega í þessi samtök. 

Til að styðja við þessa mikilvægu alþjóðlegu stofnun lögðu Bandaríkin hennni til lóð á besta stað í New York, sem einnig sýndi það táknrænt hvaða ríki væri öflugasta í heimi og í fararbroddi í mannréttindamálum og lýðræði. 

Í tengslum við Sþ var komið á fót víðtæku samstarfi þjóða heims um alþjóðlega sáttmála og stofnanir á ótal sviðum, svo sem mannréttindasáttmála, barnasáttmála, hafréttarsáttmála, þróunaraðstoð, alþjóðabanka, alþjóða gjaldeyrissjóðinn, alþjóða flugmála- og alþjóða siglingamálastofnun, alþjóðadómstol o.s.frv o.s.frv. 

Bandaríkin voru í forystu um stofnun NATO til þess að tryggja varnir Evrópuríkja gegn útþenslu kommúnismans, að vísu með hótun um að beita kjarnorkuvopnum ef með þyrfti, en þá réðu Bandaríkin ein þjóða yfir gereyðingarvopnum. 

Undir fána Sameinuðu þjóðanna var komið á herliði sem Bandaríkjamenn stýrðu til að koma Suður-Kóreu til hjálpar 1950 þegar Norður-Kóremenn gerðu innrás í landið. 

Auk þessa veittu Bandaríkjamenn Evrópuríkjum, sem voru í sárum eftir heimsstyrjöldina, hina svonefndu Marshallaðstoð, sem spornaði við hættunni á því að Sovétríkin færðu áhrifa- eða valdasvæði sitt yfir ríki í Vestur-Evrópu. 

Þar að auki varð þessi aðstoð til þess að margborga sig fyrir báða aðila, veitanda og þiggjanda, í aukningu milliríkjaverslunar og endurreisn eftir stríðið. 

En nú er önnur öldin. 

Kominn er til valda í Bandaríkjunum forseti, sem ætlar að umbylta þessu öllu, rifta samningum eða breyta þeim með hótunum og lama Sameinuðu þjóðirnar í einhliða átaki til þess að "endurreisa mátt og dýrð Ameríku." 

Þar að auki verði hverju því ríki eða stofnun sem ekki hlýði Bandaríkjunum refsað harðlega. 

Kjörorðið er: "Ameríka ofar öllu!" (America first) Sem þýðir raunar ekki Ameríka, heldur aðeins Bandaríkin, því að bæði Kanada og Mexíkó eru farin að finna fyrir þessari stefnu og virðast ekki vera þess verð af hálfu Trump að kallast Ameríkuríki. 

Kjörorð Trumps er raunar ekki ný hugsun, því að mikill valdamamður stórveldis á síðustu öld hóf kjörorðið "Deutschland uber alles!" upp í æðsta veldi með alkunnum afleiðingum. 

Trump segir í jólaboðskap sínum, að tilefni framkvæmdar hótunar hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum og einstökum ríkjum þeirra hafi verið kærkomin. 

Sem þýðir að þetta er bara byrjunin, og því fleiri tilfelli óhlýðni, sem hægt verði að finna, því fleiri og kærkomnari verði refsningarnar. 


mbl.is Skerða framlög til Sþ um 258 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Woodrow Wilson war svertingja hatari og óþvera forseti, sömu sögu má segja um FDR enda voru þeir báðir demókratar.

Hvað hafa SÞ gert án þess að klúðra því, ég man ekki eftir neinu í augnablikinu.

Eitt er víst að viskustykkja furstarnir hafa notfært sér SÞ í hið ýtrasta og hafa komið vina þjóðum til að verða óvinaþjóðir, svo mikið vitum við.

USA burt úr SÞ og NATO þá hafa ESB delarnir þetta eins og þeir vilja eins fáraðleigr þeir nú eru og þar með talið meðlima þjóðirnar allar og Tjallarnir líka.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 27.12.2017 kl. 05:32

2 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Mér finnst Ómar og Sam- hitt og þetta fólkið minna mig á ofdekraða unglinga sem halda að þeir viti allt eftir að hafa lesið Andrés Önd. Foreldrarnir sagðir vitlausir en alltaf nógu góðir til þess að borga meiri vasapening.

En stundum verða foreldrarnir að sýna hörku og gefa kartöflu í skóinn.

Richard Þorlákur Úlfarsson, 27.12.2017 kl. 09:04

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Enn á ný líkir síðuhafi Donald Trump við Adolf Hitler. 

 Það er semsagt talið sjálfsagt af öllum, sem gagnrýna Trump, að USA borgi alltaf brúsann, sama hvaða fjandans dellu um ræðir? 

 Furðulegur málflutningur, svo ekki sé meira sagt.

 Góðar stundir, með áramótakveðjum að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 27.12.2017 kl. 10:10

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með þessu frá Halldóri Agli og raunar einnig frá Richard Þorláki!

Þú þarft nú ekki að fara alveg af hjörunum vegna þessara sjálfsögðu mála, Ómar!

Trump er ekki að gera þessum ríkjum neitt illt, aðeins taka af þeim eitthvað af þeim ofmældu styrkjum sem þau hafa fengið úr ríkissjóði Bandaríkjanna.

Þarna er loksins kominn stjórnmálamaður sem meinar þar sem hann segir og stendur við sín loforð, bæði kosningaloforð og þau sem hann fyrir fram tilkynnti, áður en kom til þessarar atkvæðagreiðslu í SÞ.

Óvirðingin við ákvörðunarvald bandaríska þingsins og forsetans um staðsetningu sendiráðs landsins í Ísrael var frekjuleg og skammsýn í reynd, en árangurinn kennir væntanlega þessum ríkjum (helmingurinn af þeim múslimaríki) lexíu sem þau gleyma ekki.

Jón Valur Jensson, 27.12.2017 kl. 13:19

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ævinlega er skautað fram hjá því að yfirlýsingin var tvíþætt: Annars vegar að flytja sendiráðið frá Tel Aviv til Jerúsalem og hins vegar að sá gerningur þýddi viðurkenningu Bandaríkjanna á því að Jerúsalem væri höfuðborg Ísraelsríkis og einskis annars. 

Ómar Ragnarsson, 27.12.2017 kl. 13:57

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Jerúsalem er höfuðborg Ísraelsríkis og einskis annars. 

Jón Valur Jensson, 27.12.2017 kl. 14:19

7 identicon

Funny Animal Pictures Of The Day - 25 Pics

Húsari. (IP-tala skráð) 27.12.2017 kl. 14:19

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sameinuðu þjóðirnar og þar á undan Þjóðabandalagið, var falleg hugsjón, en eins og venjulega þá eyðileggja spilltir menn fallegar hugsjónir. SÞ er ekkert annað en spillingarbæli og harðstjóraklúbbur, stjórnað af múslimaríkjum með 100 sinnum ljótari feril í mannréttindamálum en Ísrael, sem er fórnarlamb 86% af ályktunum fyrirbærisins.

Flestar þessara 86% ályktana eru að frumkvæði harðstjóranna í Arababandalaginu, sem eru flestir blóðugir upp fyrir enni, af blóði sinna eigin borgara eða minnihlutahópa í löndum þeirra.

Sá sem heldur að SÞ eigi eitthvað skylt við baráttu fyrir mannréttindum, býr á einhverri annarri plánetu en við hin. Ef hungursneyð geysar í Afríku, er það fyrsta sem SÞ gerir, að halda ráðstefnu sem kostar fleiri hundruð milljónir, í stað þess að gera eitthvað í málinu.

Núna þegar þessi harðstjóraklúbbur múslimaríkjanna er farinn að nota allsherjarþingið til að skipta sér af innanríkismálum þess lands sem borgar mest til SÞ, með enga lagaheimild til þess á bak við sig, er mælirinn einfaldlega fullur. Ég skil Trump vel í þessu máli.

Theódór Norðkvist, 27.12.2017 kl. 17:06

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Theódór!

Jón Valur Jensson, 27.12.2017 kl. 18:47

10 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image may contain: 1 person, text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 27.12.2017 kl. 22:12

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteinn enn einu sinni með sinn haturslitaða áróður gegn Gyðingum.

Jón Valur Jensson, 28.12.2017 kl. 14:34

12 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Jón Valur ekki vera svona And- Gyðingalegur hérna, því að þessi orð eru höfð eftir honum Miko Peled rithöfundi, er skrifaði bókina The Generals Son, nú og hann kom hér til Íslands, þú?     

Image may contain: 1 person, text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.12.2017 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband