Langdregin umræða og óánægja um tryggingargjaldið.

Umræða og óánægja um tryggingargjaldið eru margra áratuga gamalt fyrirbrigði, því að það er ekki nóg með að gjaldið hafi alla tíð verið gagnrýnt fyrir að vera oft á tíðum óréttlátt, heldur einnig fyrir það hve það hefur verið hátt. 

En einhvern veginn hefur þetta gjald ævinlega siglt sinn sjó í gegnum umræður og loforð um að það verði endurskoðað, og virðist lítið lát ætla að verða á því. 

Og þrátt fyrir hástemmdu orðin um lækkun virðisaukaskatts á bókum, frestast það líka, sem og úrbætur fyrir þá, sem eru verst settir í þjóðfélaginu, en verða nú, einu sinni enn, að bíða eftir þeirri gömlu og margþvældu frestunar "úrlausn" að ekkert verði gert fyrr en eftir "ítarlega rannsókn á vandamálinu." 

Það er til dæmis erfitt að sjá, hvað þurfi að rannsaka svona mikið varðandi fötlun einstaklings sem hefur verið hin sama frá fæðingu fyrir hálfri öld, svo dæmi sé tekið.

Um langflesta aldraðra og öryrkja gildir svipað, og munu rannsóknir á rannsóknir ofan engu breyta um það.  


mbl.is Leggja til lækkun tryggingagjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband