Góð landkynning á Youtube?

Ísland fær þessa fínu auglýsingu á Youtube á fyrsta degi ársins. Heimsfræg "flugeldamenning" Íslendinga birtist með frábæru myndbandi af því þegar "risaterta" springur á miðri umferðargötu og bæði akandi og gangandi vegfarendur mega þakka yfir að sleppa óskaddaðir frá tiltækinu.

Nú er að sjá hvort fleiri krassandi fréttir geti fylgt í kjölfarið, svo sem ný rannsókn, sem bendir til þess að í fáar klukkustundir í nótt hafi svifryksmengun með arseniki, blýi, kvikasilfri, brennisteinsvetni og fleiri eiturefnum orðið jafn mikil eða meiri en alla 354,8 aðra daga ársins samanlagt. 

Einnig að flugeldasalan hafi vaxið hröðum skrefum ár frá ári að undanförnu. 

Skyggnið í Reykjavík fór niður í 700 metra í svækjunni. 

Í fréttinni um þessa skaðlegu mengun fylgdi að rekja mætti furðu mörg ótímabær dauðsföll til þessarar mengunar. 

Fer þá að verða spurning hvort björgunarsveitirnar geti komið í veg fyrir nógu mörg ótímabær dauðsföll til að vega upp á móti því. 

Í einni frétt í vikunni kom fram að helst mætti ekki verða stórt slys á milli jóla og nýárs, vegna þess að þá væri björgunarsveitarfólk upptekið við flugeldasölu, og lægi fjárhagslegt líf sveitanna við.  

Þar sem ég átti áður heima, byrjuðu skotdrunurnar daginn fyrir Þorláksmessu og linnti ekki fyrr en meira en hálfum mánuði seinna. 

Snema í gærmorgun byrjuðu sprengingarnar og þeim linnti ekki í nótt fyrr en komið var undir morgun. 

Nú er ár þar til aftur verður lagt upp í þetta sérstæða árlega átak í flugeldanotkun hér á landi. 

Á þessu ári, sem er til stefnu til næsta flugeldaæðis, ætti að vera tími til þess að svara fjölmörgum spurningum sem hljóta að koma upp. 

Ég hef ævinlega verið fylgjandi því að vanrækja ekki að gera sér dagamun, en engu að síður má alveg velta upp spurningum hvar mörkin liggja. 

Hve margar borgir erlendis eru "keppinautar" okkar í þessum efnum?

Í hve mörgum öðrum löndum eru almannavarnir og björgunarsveitir algerlega háðar þessu fjárhagslega?

Hve góð landkynning er eindæma svifryks- og loftmengun fyrir Reykjavík sem "hreinustu borg í heimi"? 

Og síðan er spurningin, hvort björgunarsveitirnar okkar eigi það skilið að þurfa að vera fjárhagslega algerlega háðar flugeldaæðinu. 

 


mbl.is Risaterta sprakk í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér Ómar, það er dapurlegt að hjálparsveitir þurfi zð byggja tilveru sína á flugeldasölu. En að benda eingöngu á hjálparsveitir og tengja við ótímabær dauðsföll, það er högg undir belti. Það eru í dag ótalmargir söluaðilar flugelda. Svo er hitt, að setja hjálparsveitir á fjárlö, það væri þá ný skattlagning sem samkvæmt venju ríkisins myndi skila ca 40 - 45 % til sveitanna hitt sæti eftir í ríkishýtinni, ekki líst mér á það.  

Kjartan (IP-tala skráð) 1.1.2018 kl. 16:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sumir söluaðilarnir eru reyndar íþróttafélög, sem berjast fyrir heilbrigði. Ég hef verið félagi í björgunarsveit í áratugi og vil að þær njóti óumdeilanlegs stuðnings. 

Ómar Ragnarsson, 1.1.2018 kl. 16:54

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sleppti kaupum á flugeldum í fyrsta skipti í ár af umhverfisástæðum. Í stað þess að kaupa flugelda og styrkja þar með björgunarsveitina Ársól á Reyðarfirði, styrkti ég hana beint með fjárframlagi. Á fésbókarsíðu þeirra er flipi sem hægt er að smella á : "styrkja".

Stór hluti verkefna björgunarsveitanna fer um þessar mundir í að hjálpa erlendum ferðamönnum. Þeir styrkja ekki björgunarsveitirnar en það mætti ráða bót á því með því að gefa þeim kost á að tryggja sig fyrir hugsanlegum neyðarköllum, t.d. hjá bílaleigunum. Ef þeir afþakka slíka tryggingu, mætti rukka þá fyrir útkallið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.1.2018 kl. 23:51

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ef ávallt ætti að taka það versta, út úr notkun á hlutum og banna, væri sennilega ekki margt, sem mætti gera í dag.

" Shit happens" 

 Gleðilegt ár og takk fyrir allt, Ómar Ragnarsson.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.1.2018 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband