Gamli söngurinn um óverðuga hefst einu sinni enn.

Ég er að velta því fyrir mér hvort í nágrannalöndum okkar hefjist ævinlega mikill hneykslunarsöngur þegar listafólk ber eitthvað úr býtum vegna verka sinna.  

Ég hef ekki haft fregnir af því en sú undra margir hér á landi finni listafólki flest til foráttu, þetta séu ómagar og afætur á þjóðinni og samansafn ónytjunga. 

Hæstur verður söngurinn við úthlutun listamannalauna. 

"Það getur hver sem er farið út í bílskúr og raulað og glamrað eitthvað á gítar" voru ein af mörgum ummælum, sem heyrðust í síðdegisþætti í útvarpi, þegar rætt var um listafólk. 

Gefið er í skyn að þetta séu ölmusugjafir fyrir verk, sem engin eftirspurn sé eftir. 

Það er nefnilega það. Rétt áðan heyrði ég auglýstar aukasýningar á Bláa hnettinum, sem hefur verið gríðarlega vinsæll í leikhúsinu. Engin eftirspurn? 

Síðustu árin hefur orðið hrein sprenging í umfangi og veltu í kringum "skapandi greinar", sem laðar tugþúsundir ferðamanna til landsins og leggur tugi milljarða króna í þjóðarbúskapinn.

Engin eftirspurn? 

En samt heldur söngurinn um afæturnar og ónytjungana áfram. 


mbl.is 369 fá listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þeir eru svona vinsælir og mikil eftirspurn eftir þeim, þá skil ég ekki hvað þeir þurfi að gera við listamannalaun. 

Það er gífurlega mikil eftirspurn eftir Siggi Skyr í Bandaríkjunum þar sem að einstaklingur kom þessu á koppinn nánast eins síns liðs án styrkja frá hinu opinbera og nú var hann að selja kompaníið fyrir bunch af money. Væri ekki alveg tilvalið að við styrktum hann líka þar sem það er svo mikil eftirspurn eftir afurðinni hans?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.1.2018 kl. 21:10

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta með eftirspurnina nægir oft ekki, ef hún kemur ekki fram þegar varan er tilbúin. 

Halldór Laxness gat til dæmis fyrstu árin á ferli sínum vitað hvernig bókum hans yrði tekið og þegar hann skrifaði sitt frægasta verk, Fátækt fólk, reyndu áhrifamenn að setja fyrir hann fótinn með því að svipta hann listamannalaunum. 

Ómar Ragnarsson, 6.1.2018 kl. 00:19

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið, Sjálfstætt fólk.  Fátækt fólk er eftir Tryggva Emilsson ef ég man rétt.  

Ómar Ragnarsson, 6.1.2018 kl. 00:20

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvað ætli Tryggvi Emilsson hafi fengið af styrkjum, fyrir sitt "Fátækt Fólk"?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.1.2018 kl. 00:23

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Fátækt fólk Tryggva Emilssonar gefur Fátæku fólki Laxness ekkert eftir í snilld og er sennilega eitt vanmetnasta ritverk, sem gefið hefur verið út á bók á Íslandi. Tryggvi fékk nú aldeilis gusurnar yfir sig fyrir ævisöguna, en aldrei var honum rétt ein einasta króna af almannafé fyrir. Munaði reyndar minnstu að hann hlyti rithöfundaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, en snobbið kom í veg fyrir það.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.1.2018 kl. 00:37

6 identicon

Og hvort ætli þjóðin hafi nú grætt meira á því að halda ritsnillingum eins og Tryggva Emilssyni á hungurmörkum alla sína ævi þannig að allur hans vökutími fór í brauðstrit eða að gera honum kleift að láta ljós sitt skína með því að styðja við bakið á honum meðan hann hafði enn óskert þrek til skrifa?

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 7.1.2018 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband