Glataður þyrlurekstur. Brandari sem getur breyst í harmleik.

Til þess að reka þyrluþjónustu af einhverju öryggi þarf fimm þyrlur. Hvers vegna? Jú, vegna þess að rekstur þyrlna er svo miklu tímafrekari og flóknari en rekstur sömu stærðar af venjulegum flugvélum. 

Það er ekki fjarri lagi að reksturinn sé fjórum sinnum dýrari og að tíminn fyrir lágmarks viðhald sé líka margfalt meiri. 

Ef þyrlurnar eru fimm, eins og lágmarkið var í þyrlusveit Varnarliðsins, má reikna með að ein þeirra sé að lágmarki óflughæf á jörðu niðri hverju sinni, jafnvel tvær. 

Sé ein í útkalli og ein bilar er aðeins upp á eina þyrlu að hlaupa til þess að bregðast við tveimur útköllum samtímis, sem gerist auðvitað aftur og aftur. 

Síðan þarf að hafa nægan mannskap til þess að sinna útköllum.

Nú nýlega varð margra tíma seinkun á áríðandi útkalli vegna mannfæðar, að því er helst var giskað á í fjölmiðlum. 

Á hátíðarstundum mæra stjórnmálamennn sjávarútveginn, gildi hans fyrir þjóðarbúskapinn og gildi ómetanlegs framlags sjómanna. 

En samtímis er staðið þannig að rekstri öryggisþjónustu fyrir skipin á hafinu umhverfis landið, að helst kemur í hugann orðaval eins og hjá formanni Sjómannasambands Íslands. 

Í skásta falli að þetta sé brandari, sem er að vísu viðeigandi, því að með sama áframhaldi er aðeins spurning um tíma, hvenær hann verður að harmleik.  

 


mbl.is „Nýtt Alþingi skítur upp á bak“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sammála þessu. Svo mætti dreifa þeim, ef það væru fimm þyrlur, betur yfir landið. Þó höfuðstöðvar yrðu áfram í Reykjavík (jafnvel á Akureyri sem er mest miðsvæðis á landinu), þá gætu þær haft legustaði t.d. á Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Ísafirði og Höfn, svo dæmi séu tekin varðandi dreifingu/útkallstíma.
Annars sýnist mér að þyrlurnar eru oft á æfingum víðs vegar um landið að þegar kemur að útkalli þá er þær nálægt og geta brugðist hratt við.

Sumarliði Einar Daðason, 8.1.2018 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband