"Að drekkja sér í eigin drullu..."?

Þegar Óli kommi var heimsóttur fyrir meira en aldarfjórðungi um hátvetur á Hornbjargsvita, þar sem hann var þá vitavörður, talaði hann um að kapítalisminn myndi "drekkja sér í eigin drullu." 

Átti hann þá við afleiðingar tryllingslegrar framleiðslu og neyslu í markaðsþjóðfélaginu, sem stefna myndi tilveru mannkyns í voða á komandi öld. 

Raunar kom í ljós við fall kommúnismans í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu að í þeim löndum hafði myndast eitthvert versa ástand í umhverfismálum á byggðu bóli. 

Nú er plastúrgangur að verða eitt skæðasta spilliefni í umhverfinu og gildir það jafnt um þróuð sem vanþróuð lönd og um lönd með kapítalisku og kommúnisku skipulagi. 

Með stórauknum heimsviðskiptum hefur mengun af völdum úrgangs orðið æ víðfeðmara og tengsl þjóðanna að sama skapi nánari, hvað varðar svo stórt sameiginlegt vandamál sem til dæmis plastframleiðslan, notkunin og úrgangurinn eru, að þetta er ekki lengur spurningin um að hluti þjóða drekki sér í eigin drullu, heldur verður ógnin æ víðtækari um alla jörð, bæði á sjó og landi.  


mbl.is Hættir að taka við „erlendu sorpi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

"Raunar kom í ljós við fall kommúnismans í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu að í þeim löndum hafði myndast eitthvert versa ástand í umhverfismálum á byggðu bóli. "

Hvaða rugl er þetta ... hér byrjar þú á að tala um hrakfallaspá frá einhverjum "einbúa", og ferð síðan í að tala um að Sovétríkin hafi boðið mestu umhverfisspyllingu fyrr og síðar, og veður svo út í plast rugl?

Hvaða umhverfisspyllingu ertu að tala um? Chernobyl? Hvorki fyrsta, síðast, né skæðasta í sögunni.

Þú hefur ábyggilega í huga þér, Chernobyl og Fugushima.  Hvernig er með geymslu á kjarnorkuúrgangi, sem Bandaríkin hafa siglt til Suður-Ameríku á áratugi, minst Tvö skaðvæn slys í Bandaríkjunum, og eitt í Bretlandi.

Ekkert af þessu, kemur upp á borðið hjá þér ... sjálfum umhverfismanninum.  Er nú "umhvefis" málin, háð pólitík hjá þér?

Örn Einar Hansen, 9.1.2018 kl. 22:34

2 identicon

Bjarni, -Ríkin í Vestur Evrópu hafa frá því fyrir hrun Sovétsins fjárfest gríðarlega í mengunarvörnum í í Sovétinu og Austurblokkinni. -Ástand þessara mál þar var svo skelfilegt að fyrir þessi Vesturevrópupuríki var ódýrara að styrkja umhverfisúrbætur  hjá nágrönnunum í austri frekar en að fara í enn dýrari framkæmdir heimafyrir. 
Eigum við að ræða mengunina í Kína?

Hér er svo fróðlegur hlekkur um geislamengun:
https://climateviewer.com/2013/11/24/10-most-radioactive-places-on-earth/

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 9.1.2018 kl. 23:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Annar þessara vesölu "einbúa" var margsigldur um sína daga og víðlesinn og tók meðal annars þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni. 

Hinn "einbúinn" var menntaður búfræðingur og bjó með eiginkonu sinni til dauðadags.  

Ómar Ragnarsson, 10.1.2018 kl. 00:11

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Auk þess að vera búfræðingur og nýta sér þekkingu sína og áhuga til þess að verða langt á undan sinni samtíð til að vera með algerlega lífræna ræktun, var Óskar Magnússon fremsti veflistamaður landsins, - þekktur fyrir það út fyrir landsteinana, - og fyrstur manna hér á landi til að nota reiðhjólahjálm að staðaldri. 

Ómar Ragnarsson, 10.1.2018 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband