Herraþjóðin og skítaþjóðirnar.

Sagan af herraþjóðum og þrælaþjóðum/skítaþjóðum er ekki ný, hefur skotið upp kollinum í gegnum mannkynssöguna og kannski aldrei meira en á síðustu öld. 

Velgengni stórs hluta Bandaríkjanna byggðist fram á síðustu öld á því að herraþjóðin bandaríska notaði vinnuafl þrælaþjóðanna eða "skítaþjóðanna" í Afríku óspart. 

Þetta fólk, "skítaholufólk" ef reynt er að þýða með hrárri þýðingu, var þó flest flutt nauðungarflutningum til lands verðandi herraþjóðar

Meira að segja afreksfólk eins og Jesse Owens mátti ekki gista á sömu hótelum og hvítir bandarískir afreksmenn. 

Á fyrri hluta síðustu aldar voru "skítaþjóðirnar", "skítaholuþjóðirnar" eða skítapakkið slavnesku þjóðirnar í austanverðri Evrópu og raunar allar þjóðir, sem ekki voru af kynþætti yfirburða, sem vísindamenn í þjónustu herraþjóðarinnar höfðu rannsakað til að sanna mismuninn á kynþáttunum. 

Í draumaríki herraþjóðarinnar áttu slavneskar þjóðir að verða auðmjúkir og þægir þjónar. 

Hegðun Japana í seinni heimsstyrjöldinni passaði vel inn í þessa ímynd. 

Nú hefur hugtakið "skítaþjóð" eða "skítaholuþjóð", heilf heimsálfa af rumpulýð, verið stimplað rækilega inn á ný, og sjá má þau viðbrögð hjá einstaka íslenskum bloggara, að Trump sé að segja það sem svo margir hugsi, að sumar þjóðir séu skítapakk og eigi því ekkert gott skilið. 

Það sé eðlileg hugsun hjá okkur, þessum kynhreinu, að finnast við vera yfir hafið yfir "skítaþjóðir." 

Og að taka undir með Trump að allir Haítibúar séu með alnæmi og því eigi að hafa sem minnst samskipti við það skítapakk. 

Hann virðist vera búinn að gleyma því hvaða þjóð byrjaði á því að smita aðrar með alnæmi án þess að vera stimpluð sem "skítaholuþjóð" auk þess sem það er ótrúleg fáviska og fordómar fólgnir í því að alhæfa svona án þess að hafa kynnt sér neinar staðreyndir. 

Svo er að sjá að undir skilgreininguna um skítapakk falli allar Afríkuþjóðir og þar með þjóður Nelson Mandela og Desmond Tutu. 

Nú hefur skilgreiningin meira að segja verið negld þannig, að skítapakkið í þessum löndum eigi ekki skilið að því sé veitt neyðarhjálp þegar náttúruhamfarir verða. 

Næsta skref gæti verið að láta Rauða krossinn flokka þjóðir og hætta allri aðstoð við "skítaþjóðirnar" og skítapakkið. 

Raunar virðist skilgreiningin á mismunandi þjóðum eða kynþáttum vera þríþætt, því að slagorðið "make America great again!" á aðeins við um Bandaríkjamenn en ekki Kanadamenn, sem eru beittir refsiaðgerðum ef þeir framleiða betri vörur en Bandaríkjamenn. 

Kanadamenn virðast vera óæðri Ameríkanar en hinir einu sönnu, mitt á milli þess að vera sannir Ameríkanar eða skítaþjóð. 

Ég hlustaði á Trump tala um ógnina af annarri, þriðju og fjórðu kynslóð innflytjenda. 

Þar með er ekki óhugsandi að næsta skref hjá honum verði að flokka Obama og aðra afkomendur innflytjenda frá Afríku sem skítapakk, algera andstæðu snillingsins og gáfumannsins, sem situr í Hvíta húsinu. 

Trump hefur neitað að hallmæla samtökum hægri öfgamanna og nýnasista í Bandaríkjunum og talið félaga í þessum samtökum upp til hópa hið vænsta fólk. 

Hafa þessi samtök þó drepið miklu fleiri blökkumenn og innflytjendur en nemur drápum, sem öfgamúslimar hafa staðið fyrir. 

 


mbl.is „Þetta fólk frá þessum skítalöndum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Ómar en ég verð samt að taka undir það sem Trumt sagði en spyr; Hvað er að þessum þjóðum sem geta ekki bjargað sér eftir öll þessi ár og milljarða aðstoð. Hvað er að þeim. Ég las einusinni í Kenía dagblaði reyndar tvær smágreinar og önnur á við í dag. Það kærið kona mann þekktan fyrir að hafa strokið sér á á viðkvæman stað. (In her most private place) en fer ekkert nánar út í það.

Sérðu hér er verið að tala um frumstæða þjóð a vestrænu áliti. Nei þetta eru ekki frumstæðar þjóðir heldur mjög meðvitaðar um sjálfa sig. Vestræni heimurinn bannar þeim að byggja sig upp nema með göfugum sólarsellum og heldur þeim í járngreypum varðandi frambarir. Þær mega ekki nýta kjötið af veiðidýrum og þær mega ekki nýta aðrar auðlyndir sem eru í jarðveginum s.s. kol og járn en það bara passar ekki ínní í plön Evrópubúans. Hin greinin var um peningagjöf frá mig minnir amerískum upp á milljarða svo svo heldur greinin áfram og segir: Við vonum bara að aðrar þjóðir geri hið sama. Þarna fyrir var búið að reisa bílaframleiðslu í stóru mæli og engin fátækt. 

Ég spyr aftur hversvegna eru þessar þjóðir ósjálfbjarga. Þeirra menn stela sjálfir styrkjum/gjöfum svo það myndast engin hvöt hjá stjórnendum landanna að byggja upp innviði. 

Það þarf menn eins og Trump þótt frétta og listamanna elítan sé alltaf á móti honum. 

Valdimar Samúelsson, 12.1.2018 kl. 14:43

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér skilst að Haiti hafi verið nefnt.  Þar risu svartir þrælar upp í upphafi 19. aldar og náðu svokölluðu "sjálfstæði" en þurftu að skuldsetja sig svo til þess að greiða eigendum sínum fyrir frelsið, frönskum þrælaeigendum, að þeir hafa aldrei síðan náð sér á strik.  Þáverandi bandarísk yfirvöld bökkuðu franska upp - en þetta var auðvitað fyrir tíð Lincolns.

Kolbrún Hilmars, 12.1.2018 kl. 16:01

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það má nú alveg tala fyrir hausamótunum á fólki ... Tutu hvað, Mandela hvað? Suður Afríka, er kanski best sett ... hlutfallslega, restin Rwanda, Alsír og líknandi lönd sem verið er að sóa í nánast öllum auðæfum vestrulanda, og ekkert breitist til batnaðar.

Sannleikurinn er sá, að þeir voru betur settir sem nýlendur heldur en sjálfstæð ríki.

Hvað varðar "þræla" hald Bandaríkjanna, þá er þetta ómenntað þvaður hjá þér, Ómar.  Allt þrælamálið er gert vinsælt í Hollywood, en Hollywood er álíka mikil "söguleg staðreynd" og Gróa á leiti.

Þjóðverjar hafa þurft að lifa við það að vera "skítholuþjóð", meira segja í munninum á Ómari.  Þjóðir sem mætti setja á "skítholulistann", er til dæmis Saudi Arabía, Quatar, UAE og mörg önnur lönd.  Þau þrjú fyrstu eru "raunveruleg" skítholuríki, sem njóta velununnar manna hér og annars staðar (líka hjá Dòna Trump), því nóga eiga þeir peninganna.  Aðrar þjóðir, eins og Kína og Rússland ... eru á skítholulistanum, þó þau eiga það á engann hátt skilið ... bara af því að Ómar, Hillary o Co. þola ekki "Vodka" lyktina af þeim (og svo tala þeir líka hrikalega skringilega).

Held maðurinn megi bara bulla úr sér þvaðrinu ... eins og honum sýnist.  Og hvernig væri að vaxa svolítið í gáfnafari, og í stað þess að vera mikið og meira bull og vitleysu, eins og þú hér, Ómar.  Af hverju ekki segja við kauða "Jú, þeir eru að leita að Ameríska draumnum".  Eða höfðu ekki bandaríkin sagt "give us your ...".

Örn Einar Hansen, 12.1.2018 kl. 17:04

4 identicon

Haiti þurfti að gera sinn "Icesave" samning við Frakka og voru að greiða sínar skuldir fram undir miðja 20. öld.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.1.2018 kl. 17:31

5 identicon

Já það er ekki sama hver tekur sér orðið skítahola í munn. Það var þó í lagi að þau Obama og nornin Hillary styddu borgarastyrjöld í Libyu, ekki vegna barnalegra hugmynda um eitthvað arabískt vor heldur þurfti að ganga milli bols og höfuðs hugmynda Ghadafi um gulldinar sem átti að verða viðskiptamynt olíusölunnar og hefði velt dollarnum úr sessi sem aðalskiptimynt í olíuheiminum. Libya var bara eitt skítaland í hugum þáverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum. Og Sadadam var farinn að heimta evrur sem greiðslu fyrir sína olíu, enda fékk hann að dingla fyrir það.

Ekki svo gleyma því Ómar að Forseti Íslands fór í ærlegt manngreinarálit í sumar þegar hann ræddi um að loka fólk inni og henda síðan lyklinum. Nokkuð sem minnir óþægilega á helför nasista gegn gyðingum, enda held ég að fáir hafi beinlínis verið látnir lausir af þeim sem sendir voru til Auschwitz. En það er víst ekki beinlínis í tísku þessa dagana að líta sér nær.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 13.1.2018 kl. 03:00

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo má ég til með að bæta því við að Obama, fv forseti, er EKKI afkomandi innflytjenda.  Móðir hans var hvít og bandarísk, en faðir hans afrískur sem býr enn þar í álfu með seinni eiginkonum sínum.

Kolbrún Hilmars, 13.1.2018 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband