Hvernig skyldi þetta vera í öðrum ríkjum og löndum?

Í útskýringum á því að einn maður gat á andartaki fullvissað alla íbúa hálfrar annarrar milljóna ríkis um það að dauðastund þeirra væri að renna upp og að engin leið var til að afturkalla þessi skilaboð í 40 mínútur sést glögglega hrópandi brotalöm á kerfi, sem varðar líf eða dauða íbúa heils lands. 

Því að vissulega er þéttbýll eyjaklasi, sem er að flatarmáli álíka stór að flatarmáli og Belgía ígildi lands í Evrópu. 

Kerfi, sem felst í því að tvisvar eða þrisvar á hverjum degi styður einn maður á hnapp, og síðan á annan hnapp í beinu framhaldi til staðfestingar til að standa að nokkurs konar endurræsingu svona gríðarlega mikilvægs kerfis, gat ekki annað en brugðist fyrr eða síðar. 

Til samanburðar má nefna, að þegar ég kannaði hvað þyrfti að gera í símafyrirtækjum á Íslandi til að þau leyfðu hleranir, kom í ljós að hjá tveimur af þremur fyrirtækjunum þurftu þrir yfirmenn þess að samþykkja og kvitta fyrir hleranaleyfi, en hjá einu fyrirtækinu þurfti aðeins einn til. 

Ástæðan til þess að þrír voru taldir lágmark hjá tveimur fyrirtækjanna var sögð sú, að leyfi til hlerunar væri svo afdrifarík og alvarleg ákvörðun, að vissara væri að þrír menn hið minnsta bæru ábyrgð á því. 

Að sama skapi fannst mér þá og finnst enn það galið að fela mikið og óafturkræft vald aðeins einum manni. 

Þriggja manna kerfi eða hliðstæða þess hjá tveimur íslenskum símafélögunum er víst við lýði varðandi "kjarnorkuhnapp" Bandaríkjanna, og þess vegna vekur hið glataða kerfi almannavarna á Hawai furðu og spurningar.

Hvernig skyldi sambærilegum kerfum í öðrum ríkjum Bandaríkjanna og raunar í öðrum löndum heims vera háttað? 

Og hvað um enn mikilvægari kerfi hvað snertir endanlega en hugsanlega mjög snöggsoðna ákvörðun um gagnárás, sem getur hleypt allsherjar kjarnorkustríði af stað?

Hnappa, sem varðar allt líf á jörðinni?


mbl.is Hvað gerðist eiginlega á Havaí?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ætla að benda á, að það að "alvarleg ákvörðun, að vissara væri að þrír menn hið minnsta bæru ábyrgð á því", er tæplega nein vörn.

Vörn í Þessu sambandi felst ekki i því að Jón, Séra Jóna, og Herra Jón bera einhvera ábyrgð, fyrir Jónasi frændi sem er forsætisráðherra.

Heldur er spurningin, sem þú áttir að spyrja sjálfan þig þessi ... hvað getur "fórnalambið" gert, þegar búið er að skerða rétt hans og brjóta á honum mannréttindin. Verður Jón, Séra Jón og Herra Jón hjálpsamir, með Jónas frænda að baki sér?

Að ákveða að skerða rétt fólks, er ekkert óvanalegt ... en þegar menn eru ekki færir um að verja rétt sinn, geta borið fyrir sig skjöldu eða sótt skaðabætur, því engin veitir fórnalambinu upplýsingar ... því þetta er "svo viðkvæmt" mál. Fórnarlambið er því aðhlátursefni, utangáttar og réttur þessa einstaklings fótum troðin um alla hans framtið. Sjálfsvirðingin, af honum svift ... réttur hans, til að framfleita sér ... eyðilagður.

Og af hverju? Af því "öfugi" Jón, vildi kíkja á hann á klóstinu?

Sama á við, um varnarkerfi þjóða. Að halda að Jónas frændi, muni aldrei notfæra sér aðstæðurnar til að geta kíkt á sætu Stínu, í baði. Er svo fjarri nokkru viti, að það er bara botnlaust.

Og ef Rússar senda 1000 Eldflaugar á Bandaríkin... Bíddu hægur, Jón heldurðu að þetta sé rétt? Bídd aðeins, ég ætla að spyrja Séra Jón ... Séra Jón, ertu búinn að fá boðskap frá Guði um þetta mál? Nei, bíddu ég er á bæn...

Það væru lítil svörin, og eins og með "hleranirnar", þá er enginn sem virðir fórnarlambið viðlits ... ef fórnarlambið hefur ekki möguleika á AÐ SVARA FYRIR SIG.

Örn Einar Hansen, 15.1.2018 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband