Næsta skref: Að vaða með nýja stórlínu yfir öll vatnsverndarsvæðin.

Nú er sótt að flestum undirstöðum ímyndar Reykjavíkur og nágrennis sem auglýst hafa verið sem "hreinust í heimi" á öllum sviðum.

Innan við ár er síðan 40 ára ófremdarástand sjávar í Skerjafirði birtist á ný, sem var kannski ekki aðalatriðið, heldur það að þrjóskast var í lengstu lög við að leyna ástandinu.

Nýslegið er met í svifryksmengun, þrítugfalt yfir heilsuverndarmörkum með arsen, kvikasilfur, blý og brennisteini, og nú eru það gerlar í kalda vatninu í Reykjavík. 

Þessi nýjasta kemu frá vatnsverndarsvæði borgarinnar, en Landsnet lýsir yfir einbeittum vilja til að vaða sem stærstu gerð af nýrri háspennulínu í gegnum öll vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins með tölu með öllu því raski og mengunarhættu sem því fylgir. 

"Virkjanaæðið" sem forstjóri Orku náttúrunnar kallaði það, birtist meðal annars í því að á sama tíma sem virkjanamenn telja alltof dýrt að fara með línur í jörðu á skárri leið en yfir vatnsverndarsvæðin öll austan höfuðborgarsvæðisins og líka alltof dýrt að leggja línur í jörð á leið Vesturlínu til Ísafjarðar og Bolungarvíkur, telja þeir að leikur einn sé að leggja línur í jörð yfir þvert Vestfjarðahálendið og um alla firði Ísafjarðardjúps á leiðinni frá nýrri virkjun í Ófeigsfirði á Ströndum alla leið vestur á Ísafjörð. 

 

 


mbl.is Jarðvegsgerlar í neysluvatni í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband