Sparnaður, sem eykur heildarútgjöld?

Dæmin um svonefnt skúffubókhald í rekstri stofnana og fyrirtækja eru mýmörg. Það felst í því að spara í rekstri á einu sviði (skúffu), en að afleiðingarnar verði stóraukin úgjöld á öðru sviði (annarri skúffu). 

Það er til dæmis hægt að spara peninga með því að minnka mokstur og hálkueyðingu gatna, hjólastíga og gangstéttna en fyrir bragðið verður samanlagður kostnaður annars staðar vegna hálkuslysa margfalt meiri, kostnaðurinn færist úr skúffu borgar- eða sveitarsjóðs yfir á heilbrigðiskerfið og almanna borgara.  

Fróðlegt væri að sjá útreikninga á tilfærslu kostnaðar með því að nota sjúkraflugvélar til þess að spara sjúkrarými á yfirfullum Landsspítala. 

Er hugsanlegt að sparnaðurinn vegna minni útgjalda í skúffu húsnæðis syðra auki heildarútgjöld annars staðar, við sjúkraflug og á heilbrigðisstofnunum úti á landi?

Annað dæmi hefur áður verið nefn hér á síðunni, þegar vegna sparnaðar og skorts á fjármagni í októberlok 2015 var ákveðið að fresta rannsóknum vegna gáttaflökts fram á næsta fjárhagsár. 

Afleiðingin varð hætta á ótímabærum dauðsföllum eða mikilli örorku vegna heilablóðfalls hjá þeim sem voru á þessum sérkennilega biðlista. 

Mer var kunnugt um slíkt tilfelli, þar sem kostnaðurinn vegna alvarlegs áfalls, langrar spítalavistar og endurhæfingar auk tekjumissis varð margfaldur á við meintan sparnað. 

Tilfellin voru vafalítið fleiri, annars hefði Kári Stefánsson varla farið að minnast á gáttaflökt í blaðaskrifum sínum. 


mbl.is LSH notar sjúkraflug til að losa pláss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Vel mælt. Ef einhver skilur hvernig íslenskir stjórnmálamenn virka þá á hinn sami skilið verðlaun.

Þetta ekki bara bundið við sjúkrahús. Svone er þetta víða í stjórnsýslunni á alltof mörgum sviðum.

Sumarliði Einar Daðason, 18.1.2018 kl. 16:46

2 identicon

Gott dæmi er „sparnaðurinn" í forvörnum gegn fíknieiturefnum og deyfieitri. Skyldu menn vakna núna þegar drulluliðinu sem smyglar og dreifir þeim hefur tekist að drepa talsvert fleiri en þá sem farast í umferðarslysum árlega?

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 18.1.2018 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband