Svæðið á niðurleið, sjór gengur á land.

Utanverður Reykjanesskagi er jarðskjálftasvæði vegna landreksins. Það skelfur oft í Krýsuvík og skjálftar verða í áttinga út á Reykjaneshrygg.

Nú hefur bæst við við nýtt fyrirbrigði, sig jarðvarmavirkjanasvæðanna. Samkvæmt nákvæmum mælingum á virkjanasvæðum gufuaflsvirkjananna á Reykjanesskaga, annars vegar Reykjanes-,og Svartsengisvirkjunar, og hins vegar Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunar, hafa þessi svæði sigið á síðustu árum um allt að 18 sentimetra. 

Það sýnist ekki há tala en verður býsna stór þegar flatarmál þesara svæða er tekið með í reikninginn. 

Bæði virkjanasvæðin eiga það sameiginlegt að þar er stunduð rányrkja, öðru nafni ágeng orkuöflun, sem einnig verður lýst með orðalaginu "það eyðist, sem af er tekið." 

Ný staðfesting á þessu felst í þeim orðum forstjóra Landsvirkjunar að Þeystareykjavirkjun hefði verið höfð "aðeins" 90 megavött í stað þess að reisa þar 300 megavatta virkjun, jafnstóra og Hellisheiðarvirkjun, sem hefði vel verið hægt. 

Það er í samræmi við þau orð þeirra Ólafs Flóvenz og Guðna Axelssonar í greinum þeirra í Morgunblaðinu, að við gufuaflsvirkjanir sé það skilyrði fyrir sjálfbærri þróun, "endurnýjanlegri orku" eins og sífellt er stagast á, að nógu varlega sé farið af stað með virkjun og virkjað það smátt í upphafi, að engin hætta sé á að orkan minnki með tímanum.

Landrekið, það risastóra en hæga ferli, er skrifað fyrir öllum hræringum á þessu svæði. 

En samt er spurning hvort hið nýja fyrirbrigði, landsig af völdum ofnýtingar jarðvarmans, geti átt þátt í einhverjum af hræringunum á þessu svæði. 

Rétt eins og að það, að sjór gangi á landi í Staðarhverfi rétt fyrir vestan Grindavík vegna of mikillar dælingar orku upp úr orkuhólfinu undir Svartsengi og Eldvörpum, sé afleiðing af hinni ágengu og fyrirhyggjulausu orkuöflun.  


mbl.is Jörð skelfur í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Þú segir nokkuð.

​​​​​https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1326723/

http://www.visir.is/g/2015151019391/hver-er-stefna-isor-i-nytingu-jardhita-og-hvernig-hefur-hun-reynst-

Pétur Þorleifsson , 22.1.2018 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband