Einu sinni svaraði Ásgeir fyrir sig.

Óíþróttamannslegar aðfarir og niðurlægjandi einelti hafa því miður oft einkennt knattspyrnuna bæði erlendis og jafnvel líka hér á landi, og verða bestu knattspyrnumennirnir oft fyrir því að fótboltabullur beiti slíku. 

Ásgeir Sigurvinsson varð stundum að hafa fyrir því að halda ró sinni á knattspyrnuvellinum þegar sótt var að honum á einn eða annan lúalegan hátt. 

Og hann var slíkur knattspyrnusnillingur að hann gat látið boltann tala. 

En þó kom það eitt sinn fyrir að hann fylgdi einu marka sinna eftir á eftirminnilegan hátt.  

Það var þegar hann átti stjörnuleik í landsleik við Wales eftir að hann og liðið höfðu orðið fyrir stanslausum niðurlægjandi glósum allan leikinn. 

Hann hljóp í áttina að þeim, sem höfðu komist upp með þetta og blakaði höndunum þannig, að öllum mátti vera ljóst hvert tilefnið var. 


mbl.is Drullaðu þér aftur upp í tréð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"og blakaði höndunum þannig, að öllum mátti vera ljóst hvert tilefnið var."???? 

jakob (IP-tala skráð) 22.1.2018 kl. 16:45

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Off Topic.

Ómar, héer er íþjóttamaður se ætti að gleðja þitt gamla hjarta.

Flottur ballett.

https://www.youtube.com/watch?v=AbRt-EWq5Bo

Borgþór Jónsson, 22.1.2018 kl. 17:12

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er mikilsvert, Jakob, að aðeins sé skrifað eða sagt það sem er pottþétt. 

Mig minnir að vísu að áhorfendur hefðu verið með látbragð eða köll í þá veru að Íslendingarnir væru frumstæðir apakettir, og þegar Ásgeir fagnaði markinu, man ég, að hann hljóp hann í áttina að þeim, sem voru að lítilsvirða íslenska liðið, bar hendurnar upp að eyrunum þannig að þær vísuðu upp og lófarnir fram í átt að dónunum og blakaði Ásgeir þannig höndunum. 

Ætla að vita hvort ég get fengið upplýsingar um þetta. 

Ómar Ragnarsson, 22.1.2018 kl. 17:43

4 identicon

http://boltabull.blogspot.is/2014/03/73-viureignir-wales-og-island-i-gegnum.html

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 22.1.2018 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband