Dómsmálaráðherra ætti að bera ríkari skyldur en aðrir.

Dómsmálaráðherra er sá ráðherra, sem hefur pólitískt umboð frá kjósendum til að standa vörð um réttarfarið í landinu. 

Það er munur á því eða málaflokkum annarra ráðherra, sem ekki snúa að dómsvaldi og réttarfari. 

En virðingin fyrir þessari sérstöðu hefur slævst allt frá því er dómsmálaráðherra á þriðja áratug síðustu aldar, eða fyrir 90 árum, var vændur um að nota varðskipin í pólitískum tilgangi.

Síðan hafa skipanir síðari tíma dómsmálaráðherra í embætti í dómskerfinu stundum verið umdeilanlegar svo að ekki sé fastar til orða tekið. 

Þess vegna er allt eins líklegt að ádeilur á núverandi dómsmálaráðherra og ríkisstjórnina þar með muni fjara út án þess að vantrauststillaga komi fram. 

Almennt séð er líklegt að enn sé langt í land með að umbætur varðandi dómsvaldið komist til fulls í framkvæmd.  


mbl.is Kallar ekki eftir afsögn ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband